Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  38. tölublað  105. árgangur  GEKK UPP Í GRUNNBÚÐIR EVEREST ÍSLENDINGAR KÖFUÐU Í DÝPSTU LAUGINNI KVIKMYNDIN TONI ERDMANN FÆR GÓÐAN DÓM FRÍKÖFUN FÆRIST Í VÖXT 10 ÞÝSKIR KVIKMYNDADAGAR 33GRÉTA GUÐJÓNSDÓTTIR 12 Jón Þórisson jonth@mbl.is Fundahöld áttu sér stað í síðustu viku með fulltrúum innlendra lífeyr- issjóða þar sem bankastjóri og fjár- málastjóri Arion banka kynntu starfsemi hans með aðkomu sjóð- anna fyrir augum, við sölu bankans. Undirbúningur sölunnar hefur stað- ið um langa hríð. Þau tölulegu gögn sem lágu fyrir fundinum byggðust á síðasta 9 mán- aða uppgjöri bankans, sem tilkynnt var til Kauphallar um miðjan nóv- ember síðastliðinn. Ekki var því um fjárhagsupplýsingar að ræða sem ekki eru öllum aðgengilegar, svo sem á heimasíðu bankans. Ljóst þykir, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, að tilgangur fundahaldanna sé að búa lífeyrissjóði undir að til þeirra verði leitað og þeim boðinn hlutur í bankanum þeg- ar kemur að sölu hans, sem sam- kvæmt því sem fram kom gæti orðið í apríl. Á fundunum kom fram að stefnt væri að tvöfaldri skráningu hlutabréfa bankans, annars vegar í Stokkhólmi og hins vegar í Reykja- vík. Kom jafnframt fram að undir- búningi þessarar skráningar væri um það bil að ljúka og ekki þyrfti langan aðdraganda þess að henni yrði hrint í framkvæmd. Nokkur leynd virðist vera yfir þessum fundahöldum og var áskilið að fundargestir skildu framlögð gögn eftir að fundi loknum. Arion ræðir við lífeyrissjóði  Arion banki fundaði með fulltrúum lífeyrissjóðanna  Undirbúningi fyrir tvö- falda skráningu hlutabréfa bankans nær lokið  Talið að skráning fari fram í apríl MSkriður að komast á sölu ... »16 Lífeyrissjóðir » Innan Landssamtaka lífeyr- issjóða eru 25 lífeyrissjóðir. » Greiðandi sjóðfélagar voru í árslok 2015 fleiri en 203 þús- und. » Heildareignir miðað við sama tíma námu nær 2.300 milljörðum. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Verkfræðifyrirtækið Efla hefur nú lokið hönnun á 4,5 kílómetra veg- kafla norðan við Þrándheim. Verkið var unnið í samstarfi við norsku vegagerðina og kostaði í heild um 100 milljónir norskra króna, um 1,35 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið hefur verið umsvifa- mikið í verkefnum í Noregi á und- anförnum árum. Guðmundur Guðna- son, sviðsstjóri samgangna hjá Eflu, segir þó að styrking krónu geti haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins í Nor- egi til framtíðar. „Þetta voru þrír að- skildir hlutar á vegkaflanum sem voru samtals um 4,5 kílómetrar. Þetta voru hefðbundin vegagerðar- verkefni þar sem við vorum með veg- og fráveituhönnun, hönnun á veglýsingu og á stoppistöðvum fyrir strætó, gerð eignaskipta á lóðum, hlaðna stoðveggi og áhættugrein- ingu á veginum,“ segir Guðmundur. Þremur verkefnum lokið Að hans sögn tók hönnunin um sex mánuði. Efla hefur nýlega unnið þrjú verk á svipuðu svæði nærri Þrándheimi, er þeim nú lokið og þau komin í rekstur. „Þetta nýjasta fer í útboð og þá taka verktakarnir við,“ segir hann en Efla hefur einnig verið í verkefnunum nærri Ósló og við jarðgangagerð í Norður-Noregi. Milljarða- verkefni í Noregi Tölvuteikning/Norska vegagerðin Noregur Tölvuteikning af hluta vegarins sem Efla vinnur að.  Umsvif Eflu orðin talsverð í Noregi Þótt enn sé miður febrúar – og í raun hávetur – liggur vorið í loftinu. Í gær var blíðuveður í borginni og margir nýttu tækifærið og renndu við á þvottaplönum bensínstöðvanna til að skrúbba ryk og annan skít af bílunum og ekki veitti af. Í dag er hins vegar spáð rigningu víða á landinu og því er sennilegt að þrifnir bílstjórarnir þurfi bráðlega að taka annan snúning með kústinn á bílunum, svo þeir verði gljáandi og glæsilegir. Á þvottaplani í vorverkum um miðjan vetur Morgunblaðið/Golli  Póst- og fjar- skiptastofnun vinnur nú að ör- yggisúttekt á farsímanetinu á öllu rýming- arsvæði Kötlu vegna mögulegs eldgoss. Þá er Neyð- arlínan að koma upp sendi fyrir Tetra-kerfið í Dyrhólaey og Síminn einnig að setja þar upp far- símasendi. Fyrir er farsímasendir á vegum Vodafone. Fari Katla að gjósa verða send út SMS-boð í alla farsíma á áhrifasvæði gossins. »6 Úttekt á fjarskipt- um við Kötlu Fjarskiptasendar eru í Dyrhólaey  „Menn hafa töluvert miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræð- ingur í kynningar- og öryggis- málum hjá Samgöngustofu, og vís- ar í máli sínu til niðurstöðu könnunar á umferðarhegðun al- mennings, en þar kemur m.a. fram að 25% ungra ökumanna, þ.e. 24 ára og yngri, segjast aka hraðar en 101 km/klst. á þeim svæðum þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hlutfall þeirra ökumanna sem fara að lögum og halda sig við há- markshraðann 90 km/klst. fer úr 46% árið 2014 niður í 37% í fyrra. Þá segjast 50% svarenda sjaldan eða aldrei verða varir við umferð- areftirlit lögreglu, en til saman- burðar má nefna að árið 2013, þeg- ar um 500 milljónum króna var veitt aukalega til löggæslu, voru 36% svarenda sömu skoðunar. »18 Virðingarleysi ökumanna gagnvart um- ferðarlögum veldur miklum áhyggjum Morgunblaðið/Styrmir Kári Umferð Íslenskir ökumenn þurfa margir hverjir að hægja á sér.  Eitt prósent hlutafjár í Icelandair Group skipti um hendur í gær. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru viðskiptin talin tengjast því að senn líður að aðal- fundi félagsins, 3. mars. Gengið sem miðað var við í við- skiptunum var 16 og því nam and- virði hins keypta hlutar um 800 milljónum króna. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku leitaði fjár- festir eftir aðstoð Kviku banka um kaup á 3% hlut í félaginu og var miðað við að gengið væri 15 í þeim viðskiptum. Þau kaup gengu ekki eftir þar sem ekki tókst að safna nægjanlegum fjölda söluloforða. Samkvæmt heimildum blaðsins er hér um sama aðila að ræða og var það Kvika banki, sem fyrr, sem annaðist milligöngu viðskiptanna með bréf félagsins. »16 Kaup á einu prósenti í Icelandair talin tengjast aðdraganda hluthafafundar Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðskipti Mikil viðskipti urðu með hluta- bréf Icelandair í Kauphöll Íslands í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.