Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 35

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 35
Austurríkismenn snúa á skammdegisskuggana I þorpinu Rattenberg am Inn í Austurrlki búa um 450 manns. Þar háttar þannig til að ekki sér til sólar I fjóra mánuði í skammdeg- inu. Nú á að ráða bót á því. Frá því í nóvember fram í miðjan febrúar sjá íbúar Rattenberg I Týrólsku-Ölpunum ekki til sólar. Bærinn liggur á milli hás fjalls að sunnan og árinnar Inn að norðan. Um háveturinn er hann í skugga frá fjallinu allan sólarganginn. Þegar bærinn var reistur fyrir 1000 árum var staðsetningin mikilvægari en llðan íbú- anna. Fjallið veitti vernd fyrir óvinunum. Nú veldur staðsetningin hins vegar óánægju, íbúunum líður illa og vetrarskuggarnir leggj- ast á sálina. íbúum bæjarins fækkar, árið 1951 bjuggu þarna um þúsund manns, nú einungis 449. Mörg íbúðarhús standa auð og litla vinnu er að hafa. Drunginn sem ríkir í bænum fælir burt ferðamenn og minjagrip- irnir eru seldir á útsölu. Hin alvarlega staða bæjarins birtist Ijós- lega þegar bæjarfélagið lét gera áætlun um uppbyggingu staðarins. Gerð var skoðanakönnun meðal íbúanna þar sem í Ijós kom að meirihluti þeirra taldi vetrarmyrkrið helsta ókost bæjarins. Bæj- arstjórinn, Franz Wurtzenrainer, ákvað að leita til fyrirtækisins Licht Labar GmbH í Aldran, skammt frá Innsbruck, en það hefur sérhæft sig í tækni við notkun á dagsbirtu. Fyrirtækið kannaði aðstæður og lagði til að settir yrðu upp svokallaðir „Heliostater" en það eru sléttir speglar sem endurvarpa sólarljósinu með hjálp fleiri spegla á ákveð- inn stað. Fyrirtækið hefur beitt þessari tækni víða um heim, m.a. á flugvöllum og járnbrautarstöðvum. Verkefnið í Rattenberg er þó brautryðj- endaverk. Aðalspeglinum er komið fyrir í sólríkum nágrannabæ. Þaðan er sólarljósinu endurvarpað til speglaraðar á fjalli I grennd við Rattenberg, þaðan sem því er varpað áfram með prismum og speglum til valinna staða í Rattenberg. „Helíostatarnir" erufest- ir á tvo öxla og er stjórnað af tölvum. Þeir snúast með sólinni en varpa Ijósinu alltaf á sama stað. Sólarljósið skín ekki í hvern krók og kima í Rattenberg en íbúarnir munu skynja nærveru sólarinnar og finnast þeir búa á sólríkum stað. Stefnt er að því að hin nýja tækni verði tekin f notkun veturinn 2007- 2008. Áætlað er að verkefnið kosti tvær milljónir evra en talið er að 60-70 þorp séu í Týról sem gætu notfært sér þessa tækni. Þar mundi reynslan frá Rattenberg koma að gagni. (Landsbygdens Folk, 4/2006) • Hentar inni sem úti Steinefnastastampur frá Fóðurblöndunni hentar jafnt inni sem úti, enda er innihaldið einstaklega veðurþolið. Burðarefnið er melassi, innihaldið er sérstaklega framleitt fyrir Fóðurblönduna og samsett úr steinefnum og vítamínum sem sérfræðingar fyrirtækisins hafa valið. Lágt innihald kopars gerir stampinn að góðum kosti fyrir sauðfé. Ca/P hlutfallið er 2/1 og Mg innihald 10%. Steinefnastampurinn hentar því jafnt jórturdýrum sem hestum. Samstarfsaðilar í héraði: Kf. Skagfirðinga og KB Borgarnesi Afgreiðslustaðir eru hjá verslunum Fóðurblöndunnar og hjá Bústólpa á Akureyri. FÓÐURBLANDAN FB Reykjavik simi 570 9800 FB Selfossi simi 482 3767 FB Hvolsvelli sími 487 8413 FB Egilsstöðum simi 570 9860 Bústólpi simi 460 3350 www.fodur.is Hentugur steinefnastampur - fyrir jórturdýr og hesta • Innihald 20kg FÓÐURBLANDAN - qæöi í hverri qjöf FREYR 10 2006 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.