Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķkurfréttir

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķkurfréttir

						68 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Keflavík er á toppi Domino?s deildar kvenna. Liðið 
er skipað ungum leikmönnum sem hafa komið 
upp úr yngri flokkum liðsins. Á meðal þeirra eru 
þær Thelma Dís Ágústsdóttir, Emelía Ósk Gunn-
arsdóttir og Birna Valgerður Benonýsdóttir en þær 
hafa spilað stórt hlutverk í leik liðsins á tímabilinu. 
Allar hafa þær orðið lykilleikmenn umferðarinnar 
og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á 
tímabilinu. Þær æfa allt að fimm sinnum í viku 
ásamt því að stunda lyftingar. Við fengum þessar 
efnilegu og ungu stelpur til þess að svara nokkrum 
spurningum.
?? Höfum?komið?mörgum?skemmtilega?á?óvart??  Frábær?liðsheild?sem?nær?vel?saman
 ?TELJUM OKKUR ALVEG GETA
 AXLAÐ ÞESSA ÁBYRGÐ?
Thelma Dís Ágústsdóttir 
er 18 ára og spilar með unglinga- og meistaraflokki Keflavíkur. 
Hún hefur spilað með U15, U16, U18 ára landsliðum Íslands og 
nú síðast tvo landsleiki með A-landsliðinu.
Hún byrjaði að æfa 5 ára en móðir hennar var í körfu og fór 
með hana á fyrstu æfinguna.
Upp yngri flokkana voru Haukar alltaf erfiðasti andstæðingur-
inn en í meistaraflokki er það Snæfell.
?Mér finnst bara gaman að fá svona stórt hlutverk á þessu tíma-
bili. Þetta er fjórða tímabilið okkar Emelíu í meistaraflokki og 
við teljum okkur alveg geta axlað þessa ábyrgð. Tímabilið er 
búið að vera mjög skemmtilegt, enda er okkur búið að ganga 
mun betur en búist var við af okkur. Það er skemmtilegt á 
æfingum, við erum frábær liðsheild sem nær vel saman og ekki 
má gleyma þjálfurunum og kvennaráðinu sem eru að standa 
sig gríðarlega vel,? segir Thelma.
Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Elf er uppáhalds jólamyndin mín og kemur mér yfirleitt í mikið 
jólaskap.
Uppáhalds jólalag?
Kósýheit par exelans með Baggalút er uppáhalds jólalagið.
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Rétt fyrir jól fer ég bíltúr og ber út jólakort fyrir fjölskylduna með 
frænkum mínum. Fjölskyldan fer líka alltaf í jólaboð til ömmu 
og afa.
Eftirminnilegasta jólagjöf 
sem þú hefur fengið?
Eftirminnilegasta jólagjöfin er ör-
ugglega sjónvarp sem ég fékk frá 
mömmu og pabba fyrir tveimur 
árum og þurfti að leita að því út 
um allt hús.
Hvað er í matinn 
á aðfangadag?
Við borðum alltaf ham-
borgarhrygg á aðfangadag.
Hvenær eru jólin 
komin fyrir þér?
Möm mu köku r nar  hj á 
ömmu og skinkuhornin 
hennar mömmu koma 
með jólin.
Hvernig brástu við þegar 
þú komst að leyndar-
málinu um jólasveininn?
Ég var svolítið svekkt en 
sagði mömmu og pabba 
ekkert frá því þegar ég komst 
að leyndarmálinu um jóla-
sveininn þannig að ég hélt 
áfram að fá í skóinn í nokkur ár.
Hvernig verð þú jóladegi?
Náttföt, hangikjöt og NBA 
einkenna jóladag.
Sjónvarpsþættir: 
Núna er ég að klára Person Of Interest sem eru mjög góðir.  
Ég held samt að það sé ekkert að fara að toppa Friends.
Kvikmynd: Stella í Orlofi.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé.
Leikari: Will Smith.
Skyndibiti: Langbest.
Tónlist í laumi: Mér finnst ABBA lögin alltaf góð.
Hver myndi vinna í 21? Úff, ég veit ekkert hver myndi vinna í 
21. Ætli við þurfum ekki bara að taka leik?
Emelía Ósk Gunnarsdóttir 
hefur spilað með U15, U16, U18 á yngra ári og eldra og A-
landsliðinu. Hún er 18 ára og byrjaði að æfa körfu 7 ára, áhug-
inn kviknaði af því að bróðir hennar æfði og hana langaði að 
prófa.
Erfiðasti andstæðingurinn er Snæfell. ?Mér finnst mjög 
gaman að spila í meistaraflokki og ennþá skemmtilegra að 
vera með svona stórt hlutverk í þessum flokki. Tímabilið hefur 
byrjað mjög vel og skemmtilega og við höfum komið mörgum 
skemmtilega á óvart.?
Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
How the Grinch Stole Christmas kemur mér í jólaskapið.
Uppáhalds jólalag?
Uppáhalds jólalagið er Snjókorn falla 
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem 
þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Það hefur alltaf verið hefð að krakk-
arnir á heimilinu skreyti tréð.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú 
hefur fengið?
Eftirminnilegasta jólagjöfin 
er uppblásna kórónan mín.
Hvað er í matinn á aðfanga-
dag?
Á aðfangadag eru rjúpur 
í matinn en við systurnar 
borðum ekki rjúpu svo við 
fáum oftast hamborgara-
hrygg.
Hvenær eru jólin komin 
fyrir þér?
Þegar ég er búin í prófum 
og það er byrjað að snjóa þá 
eru jólin komin.
Hvernig brástu við þegar þú 
komst að leyndarmálinu um 
jólasveininn?
Ég man ekki eftir því hvernig ég 
brást við leyndarmáli jólasveins-
ins.
Hvernig verð þú jóladegi?
Á jóladegi er morgunganga með 
fjölskyldunni og seinna um dag-
inn förum við í jólaboð.
Sjónvarpsþættir: One Tree Hill.
Kvikmynd: Love and Basketball.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Zara Larsson.
Leikari: Jim Carrey.
Skyndibiti: Saffran og Serrano. 
Tónlist í laumi: River Flows in You.
Hver myndi vinna í 21? Thelma myndi pottþétt vinna í 21.
Birna Valgerður Benonýsdóttir 
er 16 ára og spilar með unglingaflokki og meistaraflokki. Hún 
hefur verið þrisvar sinnum í landsliði, U15 árin 2014 og 2015 
og U16 árið 2016 og var einnig valin í 15 manna æfingahóp A-
landsliðsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket 
í haust. ?Ég byrjaði að æfa í fyrsta bekk, vegna þess að mamma 
mín spilaði einhvern tíma og mér fannst þetta rosalega spenn-
andi. Í yngri flokkunum var það alltaf Grindavík hjá mér, en 
núna eru öll liðin frekar jöfn bara. Mér finnst mjög gaman 
að fá tækifæri til þess að spila í efstu deild, frábær hópur og 
mjög skemmtilegt að spila með öllum þessum stelpum. Þetta 
er fyrsta tímabilið mitt í meistaraflokki og deildin hefur alveg 
staðist mínar væntingar.?
Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Harry Potter maraþon er klassískt um há-
tíðarnar, kemur mér alltaf í hátíðarskap. 
Uppáhalds jólalag?
Ég bara hef ekki hugmynd.
Ertu vanaföst um jólin, er eitt-
hvað sem þú gerir alltaf um 
hátíðarnar?
Amma og afi koma alltaf 
til okkar á aðfangadag 
og við borðum ham-
borgarahrygg saman, 
svo jólaboðin hjá 
fjölskyldunni. 
Eftirminnilegasta 
jólagjöf sem 
þú hefur fengið?
Ég fékk gallabuxur frá 
mömmu og pabba ein-
hvern tíma fyrir löngu. 
Þær eru eiginlega ógleyman-
legar. 
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarahryggur. 
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Þegar allir eru byrjaðir að borða á 
aðfangadag. 
Hvernig brástu við þegar 
þú komst að leyndarmálinu 
um jólasveininn?
Hvaða leyndarmáli???
Hvernig verð þú jóladegi?
Uppi í sófa í náttfötum að horfa 
á myndir með fjölskyldunni og 
borða nammi.
Sjónvarpsþættir: Ætli það sé ekki SKAM. 
Kvikmynd: Það eru alltof margar.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Þeir eru einnig rosalega margir.
Leikari: Johnny Depp hefur alltaf verið í uppáhaldi. 
Skyndibiti: Ætli það sé ekki Villi bara.
Tónlist í laumi: Tónlist frá ?00 er lúmskt góð stundum.
Hver myndi vinna í 21? Thelma Dís.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72