Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Elsku pabbi minn, nú er komið að leiðarlokum og mikið sakna ég þín. Mér er efst í huga þakklæti að hafa átt þig sem föð- ur. Þú ert búinn að vera ótrúlega duglegur í veikindum þínum, já- kvæðni alltaf í fyrirrúmi. Þú hugsaðir svo vel um mömmu í veikindum hennar og ég veit að það var óskaplega erfitt fyrir þig þegar mamma fór á Nes- velli, þú heimsóttir hana upp á hvern dag meðan heilsan leyfði og mikið varstu ánægður þegar þú fluttir á Nesvelli í janúar sl. Þú sagðir að þú værir kominn í Para- dís og þar voruð þið saman. Það var svo gaman að hlusta þegar þú varst að tala við barna- börnin þín, þú settir þig alltaf í spor þeirra og skildir þau svo vel, talaðir alltaf við þau sem jafningja. Það var svo gott að hafa þig um tíma sl. ár því þú varst alltaf svo ánægður með allt sem gert var fyrir þig. Elsku pabbi minn, ég veit að þú ert kominn með Helga og Pétur Snæ í fangið og það hafa verið fagnaðarfundir. Karl Einarsson ✝ Karl Einarssonfæddist 8. júlí 1936. Hann lést 27. júlí 2017. Karl var jarð- sunginn 9. ágúst 2017. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi, pabbi minn, vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú, þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú, því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund, og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara, það ég skil og þegar geislar sólar um gluggann skína inn það gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn Vertu góðum guði falinn er hverfur þú á braut, gleði og gæfa okkar fylgdi, með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og góða ferð í sumarlandið, við pössum upp á mömmu, hún sakn- ar þín. Kveðja, þín dóttir, Margrét Helma. Elsku afi. Það er svo ótalmargt sem við getum skrifað um afa á Valló. Allar samverustundirnar í garðinum, páskadagsmorgunn þegar við hlupum til ömmu og afa og fengum að velja okkur páska- egg af náttborðinu ykkar, að- fangadagskvöld þegar allir komu saman til þess að fá heitt súkku- laði og smákökur og gamlárskvöld þar sem allir afkomendur þínir komu saman á Vallargötunni og fögnuðu þegar nýja árið sló inn. Núna ertu floginn á vit nýrra ævintýra, kvaddir okkur og hefur sameinast við Helga og Pétur Snæ. Við finnum fyrir sorg, eftirsjá og söknuði en öllu fremur finnum við fyrir þakklæti, við erum þakk- lát fyrir samverustundirnar, sög- urnar og hvernig þú sýndir okkur alltaf mikinn kærleik. Okkur finnst við vera rík að hafa átt þig sem afa. Takk, elsku afi, fyrir allt. Takk fyrir að vera afi okkar. Ari, Guðrún, Helgi, Helena Sirrý og Arna Siv. Elsku afi. Við viljum minnast elsku afa okkar með nokkrum orðum. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa á Valló. Þú tókst alltaf á móti okkur opnum örmum og með þínu breiða brosi. Við systkinin hlæjum og grátum til skiptis yfir öllum minningunum um þig, elsku afi. Þó svo að sorgin og söknuður- inn sé mikill núna erum við svo ótrúlega þakklát fyrir tímann sem við fengum með þér. Við munum seint kynnast manni sem elskar jafn heitt og þú. Takk fyrir að vera afi okkar. Karen Helga, Einar Pétur og Ólöf María. Elsku afi okkar,við söknum þín svo mikið, það verður svo skrítið að koma til Íslands og enginn afi til að knúsa okkur lengur.Þú varst besti afi í heiminum. Ó, hjartans afi, öll þín heitt við söknum því enginn var eins góður á okkar braut. Á angurs nótt og vonar morgni er vökn- um þá vakir andi þinn í gleði og þraut og „gleym mér ei“ að þínu lága leiði við leggjum hljótt og brosum gegnum tár, sem maísól er brosir blítt í heiði þú blessar okkar stundir, daga og ár. (H.P.) Sofðu vel, elsku afi okkar, við elskum þig. Þín, Christian Karl, Christopher Helgi, Eva María og Alexandra Margit. ✝ Baldur Garð-arsson prent- smiður fæddist 16. október 1939 í Reykjavík. Hann lést 3. júlí 2017 á Hjúkrunarheim- ilinu Hömrum. Eiginkona Bald- urs var Jóna Ingi- mundardóttir, f. 15.9. 1930, d. 9.1. 2016. Baldur hóf nám í setningu í Prentsmiðjunni Eddu 1959 og lauk sveins- prófi 1963. Hann hóf störf á Morgunblað- inu 1964 og vann þar til 2006. Baldur sat um tíma í fulltrúaráði Hins íslenska prentarafélags og trúnaðarmannaráði Félags bókagerð- armanna. Útför Baldurs fór fram í kyrrþey. Baldur Garðarsson var traustur og vinsæll starfsmaður í setjarasal Morgunblaðsins, vann allan sinn starfstíma eftir iðnnám á Morgunblaðinu, allt til þess tíma að blaðið flutti úr Kringlunni í Hádegismóa árið 2006. Hann var einn þeirra sem lærðu gamalt og rótgróið fag sem blýsetjari, en endaði við tölvuumbrot og myndskönn- un. Baldur tók þátt í þessari tækniþróun af áhuga og fag- mennsku, sem honum var í blóð borin. Hann var skemmtilegur félagi og sam- starfsmaður og trúr Morgun- blaðsmaður. Við samstarfsmenn og vinir Badda á Morgunblaðinu send- um fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðbrandur Magnússon. Baldur Garðarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, BÁRU HAFSTEINSDÓTTUR Bleiksárhlíð 29, Eskifirði, sem jarðsungin var frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 4. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar Eskifirði og sjúkrahússins á Seyðisfirði fyrir einstaka alúð, umhyggju og hlýhug. Bjarni Stefánsson Stefán Bjarnason Hafsteinn Bjarnason Ingibjörg M. Guðmundsdóttir Steinþór Hafsteinsson Sólveig Sveinbjörnsdóttir barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HELGA STEINÞÓRSSONAR pípulagningameistara, Freyjuvöllum 12 Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- og lungnadeildar, A-6, Landspítala Fossvogi. Karítas Jóna Gísladóttir Guðmundur Helgason Steinar Már Helgason Rebecca Scattergood Gísli Jónatan Helgason Una Dís Fróðadóttir Davíð Helgason og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR J. HELGADÓTTUR Norðurvangi 8, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kvenlækningadeildar Landspítalans, Heimahjúkrunar Höfuðborgarsvæðisins og Sóleyjar lungnahjúkrunarfræðings fyrir ómetanlegt starf og umhyggju. Guð varðveiti ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Hjörtur Á. Ingólfsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞRÁINS SIGURÐSSONAR sjómanns og útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 12E við Hringbraut og starfsfólki sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur til kaupa á nýrnavél fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum, banki 0370-22-002562, kt. 260269-4029. Sigurður Frans Þráinsson Hallgrímur Þráinsson Jóhann Helgi Þráinsson Jónína Unnur Gunnarsdóttir Jóhanna Svanborg Jónsdóttir Axel Franz, Elín Helena, Sigurþór, Ingunn Silja, Þráinn Jón, Þorsteinn og Elísabet Aría ✝ Sigurjón Sam-úelsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi, fæddist á Hrafna- björgum 6. febrúar 1936. Hann and- aðist eftir langvinn veikindi á hjúkr- unarheimilinu Eyri 4. ágúst 2017. Sigurjón var elsta barn hjónanna Samúels G. Guð- mundssonar, bónda á Hrafna- björgum, og Hildar Hjaltadóttur húsfreyju og ljósmóður á Hrafnabjörgum. Synir Sigurjóns eru 1. Samúel Guðmundur, f. 1966, vélstjóri í Reykjavík, giftur Ragnheiði I. stundaði einnig sjómennsku um nokkurra ára skeið á vertíðum, aðallega frá Grindavík. Lengst af sem 2. vélstjóri á vélbátnum Guðjóni Einarssyni. Sigurjón tók við búi á Hrafnabjörgum eft- ir lát föður síns árið 1958 og bjó þar alla tíð síðan. Framan af með sauðfé og kýr en seinni árin eingöngu sauðfé. Sigurjón var formaður Veiðifélags Laugdæl- inga um áratuga skeið, sat í hreppsnefnd Ögurhrepps og síð- ar Súðavíkurhrepps um ára bil. Hann var auk þess formaður búnaðarfélags Ögurhrepps um tíma og í stjórn Rækt- unarsambands Ögur- og Reykja- fjarðarhrepps. Áhugamál Sigurjóns var söfn- un og varðveisla gamalla hljóm- platna og átti hann gríðarstórt plötusafn sem innihélt m.a. nán- ast allar íslenskar 78 snúninga plötur sem gefnar voru út. Útför Sigurjóns verður frá Ögurkirkju, í dag, 12. ágúst 2017, kl. 14. Þórólfsdóttur, hann á með henni tvö börn og á að auki önnur tvö börn frá fyrra sambandi. 2. Kristinn Þor- bergur, f. 1968, vöruflutningabíl- stjóri í Kanada, í sambandi með Martha Amelia Ca- stillo frá Ecuador, þau eru barnlaus en Kristinn á tvö börn frá fyrra samandi. Sigurjón ólst upp við hefð- bundin sveitastörf auk starfa á jarðvinnutækjum bún- aðarfélaga Ögur- og Reykja- fjarðarhreppa, aðallega við tún- ræktun og vegagerð. Sigurjón Sigurjón Samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum, hefur haft vistaskipti. Að kvöldi föstu- dagsins 4. ágúst sl. lagði hann upp í ferðina sem allra bíður. Það kemur róti á huga og ýms- ar minningar vakna þegar fólk- ið sem „alltaf hefur verið til“ kveður. Fjölskyldurnar á ná- grannabæjunum voru eðlilega hluti af lífi barnanna sem uxu upp í Laugardal á seinni hluta síðustu aldar og vegna búsetu Sigurjóns varð hann sá af Hrafnabjargafjölskyldunni sem börnin okkar og barnabörnin flest hafa verið svo heppin að ná að kynnast. Sigurjón, sem ólst upp í stórum systkinahópi á Hrafna- björgum, fór nokkuð ungur að árum til sjós. Gjarnan hefði hann kosið að eigin sögn, að gera sjómennskuna að ævi- starfi og þá helst sem vélstjóri. En örlögin buðu Sigurjóni ekki upp á nám í vélfræðum; þegar faðir hans lést, langt fyrir aldur fram, réttu þau honum hins vegar hlutverk bóndans á Hrafnabjörgum til næstu rúm- lega fimmtíu áranna. Áhugi Sigurjóns og þekking á vélum nýttist þó bæði honum sjálfum og nágrönnum hans oft og vel í búskapnum. Sigurjón var einkar greiðvik- inn maður og þyrfti einhver á hjálp hans að halda var ekki spurt um dag eða klukku, hann var alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd hverjum þeim sem á þurfti að halda, hver sem hann var og hvenær sem var. Það hefur alltaf verið gott að koma að Hrafnabjörgum og þótti manni ekki leiðinlegt á æskuárunum að vera sendur þangað ýmissa erinda. Sigurjón og allt hans skyldulið höfðingj- ar heim að sækja, fólk sem gaf ævinlega af tíma sínum þótt í ýmsu væri að snúast. Stundum setti Sigurjón plötu á fóninn og þar var sannarlega af nógu að taka því eins og löngu er kunn- ugt, var Sigurjón þjóðþekktur plötusafnari sem vissi nákvæm- lega allt sem vert var að vita um safnið sitt, höfunda laga og ljóða, flytjendur, útgáfuár, o.s.frv. Ég viðurkenni að sem krakka fannst mér þetta ekki sérlega áhugavert safn, – enda átti Sigurjón ekki mikið af plöt- um Bítlanna eða The Rolling Stones. En með tímanum lærði ég að meta „gömlu lögin“ og mun endalaust dást að ótrúlegri vitneskju Sigurjóns um þær gersemar sem hann var með í höndunum og því hve ljúft hon- um var að miðla af þekkingu sinni til annarra. Sigurjón las mikið og hafði sérstakt dálæti á bókum Halldórs Laxness. Hann kunni einnig reiðinnar býsn af ýmiss konar vísum og skemmtilegum sögum af mönn- um og málefnum og hafði gam- an af að segja frá, –góðar minn- ingar um glaðværar sögustundir munu lengi geym- ast. Þjóðlegan fróðleik mat Sig- urjón mikils og einn er sá siður sem hann lagði öðru fólki frem- ur rækt við; að heilsa og kveðja ævinlega með handabandi, alla sína gesti, – og þeir voru marg- ir, og sömuleiðis fólkið sem hann heimsótti. Skipti þá engu hvort í hlut áttu ungbörn eða gamalmenni og óhætt er um það að handtakið var bæði hlýtt og traust. Afkomendur og venslafólk Birnustaðahjónanna, Guðrúnar Jónsdóttur og Karls Gunn- laugssonar, kveður Sigurjón á Hrafnabjörgum með söknuði og innilegri þökk fyrir samfylgd- ina. Sonum hans, öðrum ætt- ingjum og vinum öllum, send- um við einlægar samúðarkveðjur. Þóra Karls. Sigurjón Samúelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.