Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 3 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 3 . M A Í 2 0 1 8 K R I N G L U K A S T 20–50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM 3.–7. MAÍ Fréttablaðið í dag SKOÐUN Eiríkur Rögnvaldsson fjallar um stöðu íslenskunnar. 18 SPORT Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með stórleik. 12 MENNING Listahátíðin List án landamæra hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 30 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Rekstur Hörpu er mikið ræddur. KJARAMÁL Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra, sem Frétta- blaðið greindi frá í gær, að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans tók á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem nota bene eru lægst launuðu starfsmenn húss- ins,“ segir Örvar Blær Guðmunds- son, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, fékk 20 prósenta launahækkun síðastliðið sumar. Svanhildur skrifar grein í Frétta- blaðið í dag þar sem hún fjallar um rekstur hússins. „Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum,“ segir Svanhildur í greininni. – smj / sjá síður 4, 16 Stjórinn hækkar en aðrir lækka 10,1% 20,9% 8,7% 7,4%9,5% 28,9% 11,1% STJÓRNMÁL Það stefnir í miklar breytingar á bæjarstjórn Akureyrar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar- flokksins og L-listans myndi falla ef kosið væri í dag. . Samkvæmt niðurstöðunum yrði Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í bæjarstjórninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tæplega 29 prósent. Næstur kemur L-listinn, sem einnig er myndaður af fólki úr Viðreisn og Bjartri framtíð. Hann er með tæplega 21 prósent. VG kemur síðan með 11 prósent og Fram- sóknarflokkurinn með 10 prósent. Þá fengi Samfylkingin tæplega 10 prósenta fylgi, Miðflokkurinn tæp- lega níu prósent og Píratar rúm sjö. Útkoma Miðflokksins í könnun- inni vekur sérstaka athygli, sé horft til þess að flokkurinn hefur ekki enn tilkynnt hvort hann muni bjóða fram lista á Akureyri og þaðan af síður hvaða menn myndu skipa listann. Í bæjarstjórn Akureyrar sitja ell- efu fulltrúar. Ef niðurstaða kosning- anna 26. maí yrði í takti við könn- unina fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, L-listinn fengi tvo. VG, Framsóknarflokkurinn, Sam- fylkingin, Píratar, og Miðflokkurinn fengju svo einn mann kjörinn hver. Þessi niðurstaða myndi þýða að bæjarstjórnin tæki miklum breytingum eftir kosningar. Í kosn- ingunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn kjörna, L-listinn fékk tvo menn, Samfylkingin fékk tvo menn, Fram- sóknarflokkurinn tvo, VG fékk einn mann og Björt framtíð, sem þá bauð fram sérlista, fékk einn mann. Sam- fylkingin, L-listinn og Framsókn mynduðu meirihluta Hringt var í 930 manns með lög- heimili á Akureyri þar til náðist í 809 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2.  maí. Svarhlutfallið var 87 pró- sent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfalls- lega eftir aldri. Alls tók 49,1 pró- sent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 13,1 pró- sent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,4 prósent sögðust óákveðin og 15,4 prósent vildu ekki svara spurningunni. – jhh / sjá síðu 6 Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar myndi kolfalla ef sveitarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og fretta­ bladid.is gerðu. Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna og L­listinn fengi tvo. ✿ Könnun gerð 2. maí 2018 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og frambjóðandi Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, mætti fyrir velferðarnefnd Alþingis í gær. Bragi hefur legið undir ásökunum um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill úttekt á störfum sínum. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 7 -E 3 8 C 1 F A 7 -E 2 5 0 1 F A 7 -E 1 1 4 1 F A 7 -D F D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.