Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is  
AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. 
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum 
án endurgjalds.  ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is  HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is  
MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is 
Halldór
Kolbrún 
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
 
Kjósendur 
telja það 
réttilega vera 
algjöra 
tímaskekkju 
að vekja upp 
vofu Karls 
Marx, enda 
vitað að hún 
hefur ekki 
skapað mikla 
gæfu þar sem 
hún hefur 
reikað um.
 
Í umhverfis-
málum er 
aftur á móti 
gerð mikil 
krafa um 
framsýni, 
enda hafa 
ákvarðanir 
sem við 
tökum í dag 
mikil áhrif á 
framtíðina.
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur 
á facebook
Gæði og g
læsileiki e
ndalaust ú
rval af há
gæða flísu
m
30 
ára
2018
Þetta reddast“ er frasi sem við Íslendingar eigum í skrýtnu sambandi við. Stundum erum við mjög ánægð með þá heimspekilegu hugsun sem 
kemur fram í frasanum. Vísum til þess að við séum 
bjartsýn og ráðumst í verkefni í stað þess að mikla 
þau um of fyrir okkur. Að hlutir hafi tilhneigingu til 
að reddast gæti líka verið afsprengi þeirrar hugsunar 
að við búum í mikilli nálægð við oft á tíðum óblíð 
náttúruöfl en mætum þeim galvösk þegar á reynir.
Á hinn bóginn heyrist stundum að „þetta redd-
ast“ lýsi því hugarfari að við sjáum minni hvata en 
ella í að undirbúa það sem þarf að undirbúa. Séum 
jafnvel ekki best í heimi að gera langtímaáætlanir og 
sjáum e.t.v. takmarkaða ástæðu til að fara eftir slíkum 
áætlunum.
Í umhverfismálum er aftur á móti gerð mikil krafa 
um framsýni, enda hafa ákvarðanir sem við tökum 
í dag mikil áhrif á framtíðina. Gott dæmi úr fortíð 
okkar er hitaveituvæðing landsins sem hefur skilað 
þjóðarbúinu miklum sparnaði, lífsgæðum og þeirri 
staðreynd að við erum á toppi lista þjóða í heiminum 
sem nýta endurnýjanlega orku.
Þannig hafa margar ákvarðanir dagsins í dag 
áhrif til lengri tíma, ýmist til góðs eða ills. Það krefst 
langtímaáætlunargerðar að berjast gegn skaðlegum 
loftslagsbreytingum, þar duga engar reddingar. Nú 
liggur fyrir að við munum ekki ná að standa við Kýótó 
II skuldbindingar okkar. Við þurfum að endurskoða 
eigin neyslu og þannig getum við dregið nægilega úr 
losun til að ná markmiðum.
Til langframa felast lausnir á loftslagsvandanum 
því ekki í óbreyttri hegðun eða einungis stórtækum 
bindingaraðgerðum í skógrækt eða votlendi. Aukin 
binding er vissulega liður í því að stefna að kolefnis-
hlutleysi en meginskuldbinding Íslendinga felst í 
því að draga úr neyslu og draga úr losun. Til að draga 
úr neyslunni og breyta henni þurfum við að breyta 
hugsun okkar.
Ekkert reddast – af sjálfu sér.
Þetta reddast 
– en ekki af sjálfu sér!
Kristín Linda 
Árnadóttir
forstjóri Um-
hverfisstofnunar
Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur 
eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa 
úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Sam-
fylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð 
sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki 
að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að 
frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en 
upphrópanir og innihaldslausa frasa.
Það er enginn byltingarandi í kjósendum en bylt-
ingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. 
Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem 
enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylk-
ingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðana-
könnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um 
tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að 
það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að 
státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, 
sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefna-
samstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnar-
kosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, 
annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það 
væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjón-
varpsumræðum seinna í þessum mánuði.
Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri 
byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja 
það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp 
vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað 
mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma 
og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar 
sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru 
byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum 
ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, 
á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í 
eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða 
fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést 
hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert 
yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina 
illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhags-
munaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að 
túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal 
á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of 
bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full 
alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera 
bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið.
Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um 
of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki 
sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm 
flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir 
heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðs-
hreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að 
reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir 
að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því 
þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir 
í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og 
æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt 
að láta sig dreyma.
Byltingin
Karlalistinn
Hinn nýstofnaði Karlalisti 
kynnir framboð sitt og stefnu-
mál fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar í dag. Flokkurinn er, 
eins og nafnið gefur til kynna, 
á móti hvers kyns femínísku 
blaðri og hyggst berjast fyrir 
foreldrajafnrétti. Nú þegar 
hefur flokkurinn opinberað 
merki sitt. Þar má sjá nokkra 
karla standa í röð. Inn á 
merkið hefur hins vegar slæðst 
ein kona, eða karl í háhæl-
uðum skóm. Flokkurinn mun 
vafalaust nota línuna „okkur 
er ekki illa við konur, sjáðu, 
við erum með eina í merkinu 
okkar“ í kosningabaráttunni 
þegar gagnrýni heyrist.
Brottfallið
Eitt allra skemmtilegasta laga-
frumvarp síðustu ára var lagt 
fram á Alþingi í vikunni. Þar 
leggur þingflokkur Pírata, auk 
tveggja annarra, til að 208 lög 
falli úr gildi. Lögin eiga það öll 
sammerkt að ákvæði þeirra 
hafa verið felld brott en númer 
þeirra er að finna í lagasafn-
inu. Um hálfgerða vorhrein-
gerningu er að ræða verði 
frumvarpið að lögum. Hægt er 
að skoða listann á þingvefnum 
en uppáhald höfundar eru lög 
um heimild fyrir ríkisstjórnina 
til þess að leyfa Sveinbirni 
Runólfssyni sf. innflutning á 
gröfupramma. 
joli@frettabladid.is
7 . M A Í 2 0 1 8  M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N  ∙  F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
07
-0
5-
20
18
  
04
:4
7
F
B
04
8s
_P
04
4K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
04
1K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
00
5K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
00
8K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
B
3-
25
D
0
1F
B
3-
24
94
1F
B
3-
23
58
1F
B
3-
22
1C
27
5 
X
 4
00
.0
01
5A
  
 
F
B
04
8s
_6
_5
_2
01
8
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48