Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Alls á þetta kerfi að 
geta afgreitt 200 
máltíðir á klukkustund, 
ef þörf krefur. Gestir geta 
fylgst með öllu ferlinu, en 
það eiga ekki að líða 
nema þrjár mínútur frá 
því að fólk pantar og þar 
til það fær matinn sinn.
Oddur Freyr  
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is 
Vélvæddur 
veitingastaður 
Maturinn er eldaður í litlum pottum sem eru hitaðir með segulkrafti. NORDICPHOTOS/GETTY
Þegar maturinn er til hellir potturinn honum ofan í skál og svo leggur starfs-
maður lokahönd á máltíðina. NORDICPHOTOS/GETTY
Ertu í lEit að 
draumastarfinu?
Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is
Við bjóðum Valgeir velkominn til starfa 
hjá okkur. Valgeir Einarsson Mäntylä er 
kírópraktor og löggiltur sjúkraþjálfari.
Á veitingastaðnum Spyce í Boston sjá vélmenni, en ekki manneskjur, um matseldina. 
Veitingastaðurinn er hugarfóstur 
fjögurra nemenda sem útskrifuð-
ust frá háskólanum Michigan Insti-
tute of Technology og hugmyndin 
á bak við hann er að bjóða upp á 
hollan og bragðgóðan mat á lágu 
verði, því stofnendurnir voru í 
vandræðum með að finna slíkan 
mat þegar þeir voru í háskólanámi.
Stofnendurnir höfðu enga sér-
staka þekkingu á matargerð og 
fengu því kokk sem hefur fengið 
Michelin-stjörnu til að aðstoða sig 
við að setja upp matseðilinn. Með 
því að hafa enga kokka í vinnu tókst 
þeim að lækka rekstrarkostnað og 
því geta þeir selt matinn á lægra 
verði.
Ódýrt, fljótlegt og frumlegt
Hver máltíð kostar sjö og hálfan 
dollara og í boði er alls kyns hollur, 
snöggsteiktur matur. Viðskiptavinir 
panta í gegnum snertiskjá og geta 
valið um grænmetisríka rétti sem 
draga innblástur frá stöðum eins 
og Indlandi, Marokkó, Taílandi og 
Suður-Ameríku. Kjúklingur, lax 
og egg eru í boði fyrir þá sem vilja 
meira prótein og svo er hægt að 
breyta réttunum eftir smekk, bæta 
við hráefni og taka það burt.
Starfsmenn veitingastaðarins 
sinna afgreiðslu og sjá um að undir-
búa hráefnið og þegar maturinn 
er tilbúinn leggja þeir lokahönd á 
máltíðina með því að skreyta hana 
og pakka henni.
Á bak við afgreiðsluborðið eru 
sjö vélmenni sem setja viðeigandi 
hráefni í lítinn pott sem er hitaður 
með segulkrafti og elda matinn. 
Potturinn snýst eins og steypu-
hrærivél til að tryggja að allur 
maturinn hitni jafnt. Þegar mál-
tíðin er tilbúin hvolfir potturinn úr 
sér ofan í skál og svo sér kerfið um 
að þvo hann, svo hann sé tilbúinn 
fyrir næstu máltíð.
Alls á þetta kerfi að geta afgreitt 
200 máltíðir á klukkustund, ef þörf 
krefur. Gestir geta fylgst með öllu 
ferlinu, en það eiga ekki að líða 
nema þrjár mínútur frá því að fólk 
pantar og þar til það fær matinn 
sinn.
Án vafa vekur þessi nýjung 
athygli margra forvitinna og 
hungraðra viðskiptavina, en 
 Michael Farid, framkvæmdastjóri 
Spyce og einn af stofnendum 
staðarins, segir að það sem skipti 
mestu máli sé að bjóða upp á góða 
máltíð og vonar að það séu gæðin 
sem fái fólk til að koma aftur.
Vélvæðing veitingageirans 
vofir yfir
Farid segir að ætlunin hafi aldrei 
verið að útrýma störfum, heldur 
að gefa viðskiptavinum meira 
fyrir peninginn með því að hafa 
reksturinn eins skilvirkan og hægt 
er. Þar sem Spyce er ekki með 
marga í vinnu er líka hægt að borga 
hverjum starfsmanni betur.
En þetta er enn eitt dæmið um 
vélar sem taka störf af mannfólki 
og það er ekki ólíklegt að fleiri 
veitingastaðir eigi eftir að nýta 
sér aukna sjálfvirkni til að lækka 
rekstrarkostnað á næstu árum. 
Spyce er heldur ekki eini veitinga-
staðurinn sem er að gera svipaðar 
tilraunir.
Störf sem snúast um að undirbúa 
mat eru talin sérlega viðkvæm fyrir 
aukinni sjálfvirkni, því í slíkum 
störfum fer mikill tími í fyrirsjáan-
leg og endurtekin handtök sem 
vélar gætu tileinkað sér.
Enn sem komið er heldur kostn-
aður við sjálfvirknivæðinguna 
aftur af breytingum, því almennt 
eru þessi störf illa borguð og því er 
ódýrara að nota mannafla en vélar. 
En þetta gæti breyst hratt þegar 
nýjar vélar og vélmenni verða 
þróuð. Í bili stefnir Spyce þó að 
minnsta kosti ekki á að markaðs-
setja tækni sína, heldur á að opna 
fleiri útibú ef þessi staður gengur 
vel.
Á veitinga-
staðnum Spyce 
í Boston sjá vél-
menni um að 
elda. Spyce býður 
upp á hollan mat 
á góðu verði og 
sparar því rekstr-
arkostnað með 
því að ráða enga 
kokka. Kerfið á að 
geta afgreitt 200 
máltíðir á klukku-
stund.
 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK  7 .  M A Í  2 0 1 8  M Á N U DAG U R
07-05-2018
   04:47
F
B
048s_P
034K
.p1.pdf
F
B
048s_P
027K
.p1.pdf
F
B
048s_P
015K
.p1.pdf
F
B
048s_P
022K
.p1.pdf
A
utom
ation
P
late rem
ake: 1F
B
3-1B
F
0
1F
B
3-1A
B
4
1F
B
3-1978
1F
B
3-183C
275 X
 400.001
4A
     
F
B
048s_6_5_2018
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48