Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins 
mánudaginn 7. maí þess efnis 
að starfsmenn dómstóla leki 
trúnaðargögnum endurspeglaði 
ekki innihald fréttarinnar og hefur 
henni nú verið breytt.
Leiðrétting
Misjöfn ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða 1997-2016 í prósentum
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0% 
Lægsta ávöxtun sjóðs = 1,25%  Hæsta ávöxtun sjóðs = 6,16%
1,
25 1
,5
3
1,
64 1,
64
1,
76 1,
91
2,
41 2
,7
2
2,
79 2,
91 2,
94
2,
98
2,
99
2,
99 3,
13
3,
14
3,
14 3,
35 3,
41
3,
80 3,
87
3,
90 3,
96 4
,2
7
4,
32
5,
02
6,
16
fjárMáL Sjötíu prósent lífeyris­
sjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri 
ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir 
hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir 
ný greining sem Hallgrímur Óskars­
son verkfræðingur og Gylfi Magnús­
son, dósent í hagfræði við Háskóla 
Íslands, hafa gert.
Markmið sjóðanna er að ná til 
lengri tíma litið 3,5 prósenta meðal­
raunávöxtun. Þeir Hallgrímur og 
Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyris­
sjóðanna í talnaefni ársreikninga­
bóka Fjármálaeftirlitsins frá árs­
byrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið 
var tillit til sameininga sem átt hafa 
sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 
sjóðir en í dag hefur þeim fækkað 
með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.
Niðurstöður voru að af 27 sjóðum 
sem starfandi eru á Íslandi séu ein­
ungis átta sem skila meira en 3,5 pró­
senta meðalávöxtun yfir tímabilið. 
Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi 
skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Frétta­
blaðinu í dag kemur fram að sá sem 
skilar mestu er með 6,16 prósenta 
meðalraunávöxtun. Sá sem er með 
minnstu ávöxtunina er hins vegar 
einungis með 1,25 prósent.
„Á þessu 20 ára tímabili var 
ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum 
árangri að þessu leyti nær ferfalt 
hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði 
lakastri ávöxtun. Hvert prósentu­
stig í meðalávöxtun yfir langan tíma 
hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem 
greiddur er að lokum og bendir allt 
því til þess að fólk muni búa við 
nokkuð misjöfn kjör á eftirlauna­
árum vegna mismikillar ávöxtunar 
sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.
Þeir benda á að ávöxtun í fortíð 
sé vissulega ekki ávísun á örugga 
ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti 
þessar upplýsingar að teljast mikil­
vægur liður í því að auka gagnsæi, 
enda séu landsmenn allir skyldaðir 
til að greiða í sjóðina. 
„Stór hluti launþega hefur ekki 
beint val um það í hvaða lífeyrissjóð 
þeir greiða heldur renna iðgjöld 
einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem 
verkalýðsfélag hvers og eins hefur 
valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga 
þurfi að leyfa launafólki að greiða í 
nokkra sjóði til að dreifa áhættu.
Þorsteinn Víglundsson, þingmað­
ur Viðreisnar og varaformaður efna­
hags­ og viðskiptanefndar Alþingis, 
segist hlynntur auknu valfrelsi í líf­
eyrismálum. 
„Það skiptir mjög miklu máli að 
sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald 
og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóð­
félagar geta valið að skipta um sjóð 
ef þeir eru óánægðir með ávöxtun 
sjóðsins til langs tíma litið,“ segir 
Þorsteinn. 
Eðlilegt sé að fólk hafi meira um 
það að segja hvar fjármagn þess er 
ávaxtað. Áður en opnað væri á val­
frelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti 
þó að jafna örorkubyrði milli sjóða.
jonhakon@frettabladid.is
Bestu lífeyrissjóðir skila fjórfalt 
meiri ávöxtun en hinir lökustu
Fæstir lífeyrissjóðir hafa náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem þeir hafa sett að markmiði. Ávöxtun þess 
sjóðs sem nær bestum árangri er nær fjórföld á við þann sem stendur lakast. Varaformaður efnahags- og 
viðskiptanefndar er hlynntur því að auka frelsi í vali á lífeyrissjóðum. En fyrst þurfi að jafna örorkubyrði. 
Það skiptir mjög 
miklu máli að 
sjóðirnir búi við sterkt og 
gott aðhald.
Þorsteinn 
Víglundsson, 
framkvæmdastjóri 
Samtaka atvinnu-
lífsins
LýðheiLsa Embætti landlæknis 
leggur til að stjórnvöld hækki álög­
ur á gosdrykki þannig að þeir séu 
skattlagðir í samræmi við almenna 
skattheimtu og beri 24 prósenta 
virðisaukaskatt í stað 11 prósenta. 
Einnig að vörugjöld hækki um 20 
prósent.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­
ráðherra kynnti tillögurnar í ríkis­
stjórninni í gær. Þær taka mið af 
ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðis­
málastofnunarinnar.
Lagt er til að þeir fjármunir sem 
koma inn með þessum breytingum 
verði nýttir til að lækka álögur á 
grænmeti og ávexti. Jafnframt verði 
fé eyrnamerkt fyrir starf á sviði 
heilsueflingar. – khn
Landlæknir vill 
sykurskatt á gos
Kosningar „Það kemur á óvart 
hvað hún er ólík öðrum könn­
unum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti 
Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar­
stjórnarkosningarnar, um könnun 
sem Fréttablaðið og frettabladid.is 
gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgar­
stjórnarkosningarnar. „Við sjáum 
þarna miklar sveiflur á fylgi en það 
er líka hátt hlutfall sem er ekki að 
svara. Annaðhvort eru miklar sveifl­
ur á fylginu eða þá að fólk er ekki að 
gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálf­
stæðisflokkurinn mælist með 22,4 
prósenta fylgi í könnuninni sem 
gerð var í fyrrakvöld. Þegar Frétta­
blaðið og frettabladid.is könnuðu 
fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálf­
stæðisflokkurinn með rúmlega 30 
prósent og hefur því misst verulegt 
fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það 
yrði líka lakari árangur en í kosning­
unum árið 2014 þegar flokkurinn 
fékk 25,7 prósent.
Samfylkingin mælist með 30,5 
prósenta fylgi í könnuninni og bætir 
við sig tæpum fimm prósentustigum 
milli kannana. Flokkurinn nær þó 
ekki sama fylgi og í kosningunum 
2014, þegar hann fékk 31,9 prósent 
gildra atkvæða upp úr kjörköss­
unum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 
og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti 
ánægju með niðurstöðu könnunar­
innar í samtali við Bylgjuna í gær. 
„Já, þetta er sterk könnun fyrir 
meirihlutann og sterk könnun fyrir 
Samfylkinguna sem ég er innilega 
ánægður með. Ég held að það séu að 
teiknast upp býsna skýrir valkostir í 
kosningunum, þar sem við stöndum 
fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í 
átt að fjölbreyttari og áhugaverðari 
borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ 
sagði Dagur. – jhh
Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum
Eyþór 
Arnalds
Dagur 
Eggertsson
Höfum gaman af 'essu
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
BandaríKin Donald Trump, for­
seti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær 
að Bandaríkin ætluðu að rifta Írans­
samningnum svokallaða af sinni hálfu 
og koma á viðskiptaþvingunum gegn 
Íran á ný. Trump hafði oftsinnis lofað 
að rifta samningnum, bæði í kosninga­
baráttu sinni og eftir að hann varð 
forseti, og reglulega sagt hann „versta 
samning allra tíma“.
„Þetta var hörmulegur einhliða 
samningur sem hefði aldrei nokk­
urn tímann átt að vera gerður,“ sagði 
Trump. Hann sagði að hvert það ríki 
sem aðstoðaði Írana við kjarnorku­
áætlun sína gæti lent í að vera beitt 
viðskiptaþvingunum.
Bandaríkin, Bretland, Frakkland, 
Kína, Rússland, Þýskaland og Evrópu­
sambandið gerðu samninginn við Íran 
árið 2015 eftir langar viðræður. Hann 
setur takmarkanir á getu Írans til að 
vinna að kjarnorkuáætlun sinni og 
samkvæmt Alþjóðakjarnorkumála­
stofnuninni hafa Íranar staðið við sitt.
Á móti samþykktu kjarnorkuveldin, 
auk Þýskalands og Evrópusambands­
ins, að aflétta viðskiptaþvingunum 
gegn Íran og að affrysta íranskar eignir, 
virði um hundrað milljarða dala.
Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði 
í gær að það tæki Írana nokkrar vikur 
til að ákveða hvernig svara eigi riftun 
Bandaríkjanna. Samningurinn gilti 
enn við hin ríkin.
Andstæðingar samningsins, einna 
helst Trump og Benjamín Netanjahú, 
forsætisráðherra Ísraels, hafa áður sagt 
að með gerð hans fái Íranar aðgang að 
miklu fjármagni sem hægt sé að nota 
til að fjármagna herbrölt.
Gildistími ákvæða samningsins 
hefur einnig verið harðlega gagn­
rýndur. – þea
Trump stóð við stóru orðin um Íran
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnir ákvörðun sína. Nordicphotos/Getty
Landlæknir vill skipta gosi út fyrir 
grænmeti. NORDICPHOTOS/GETTY
9 . M a í 2 0 1 8  M i ð V i K U d a g U r4 f r é t t i r  ∙  f r é t t a B L a ð i ð
09
-0
5-
20
18
  
04
:4
0
F
B
04
0s
_P
03
7K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
03
2K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
00
4K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
00
9K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
B
8-
6C
38
1F
B
8-
6A
F
C
1F
B
8-
69
C
0
1F
B
8-
68
84
27
5 
X
 4
00
.0
01
3B
  
 
F
B
04
0s
_8
_5
_2
01
8
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40