Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is  
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. 
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum 
án endurgjalds.  ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is  helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is  
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is 
Halldór
Magnús 
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
 
Þetta bendir 
til þess að nú 
eigi að grípa í 
það haldgóða 
íslenska 
hálmstrá að 
þetta sé 
fjölmiðlum 
að kenna.
 
Það er ljóst að 
við erum að 
gera eitthvað 
rangt á 
grunnskóla-
stiginu 
varðandi 
námsáherslur.
Gríðarleg eftirspurn er hér á landi eftir iðn-menntuðu starfsfólki. Á sama tíma erum við langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar 
ásókn í iðnnám. Þessi þróun hefur verið að eiga sér 
stað yfir langan tíma. Við höfum leyft okkur að van-
rækja iðnnámið en ýta á sama tíma undir bóknám.
Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, nánar tiltekið 
í 24. grein, er kveðið á um að jafnvægi skuli vera á 
milli bók- og verklegs náms innan grunnskólanna. 
Þarna virðist víða pottur vera brotinn. Margir verk-
námskennarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna 
þekkingarskorts nemenda í verklegum greinum 
þegar nemendur koma inn í framhaldsskólana. 
Nýverið mátti lesa viðtal við skólastjóra í Reykjavík 
sem hefur ákveðið að segja upp stöðu sinni vegna 
ómarkvissrar stefnu stjórnvalda í menntamálum. 
Margt af því sem þessi ágæti skólamaður nefnir á 
því miður við rök að styðjast. Okkur skortir stefnu 
og okkur skortir sýn. Hvernig ætlum við að bregðast 
við því hæfnimisræmi sem skapast hefur hér á landi 
milli þarfa atvinnulífsins og hæfni nemenda sem 
útskrifast?
Samkvæmt nýlegri könnun sem Samtök iðnaðar-
ins létu gera meðal félagsmanna nefndi yfirgnæfandi 
meirihluti að fyrirtæki þeirra þyrftu á fólki að 
halda með iðnmenntun. Ef við ætlum að byggja 
hér upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að 
setja iðnnám í öndvegi og leggja aukna áherslu á 
kennslu verklegra greina í grunnskólum landsins. 
Við verðum að sjá til þess að það sé samfella í iðn-
námi þannig að nemendur geti lokið námi á réttum 
tíma án hindrana. Atvinnulífið verður að taka á sig 
ábyrgð og bjóða iðnnemum námssamninga á vinnu-
stöðum sínum þannig að tryggt sé að nemendur geti 
lokið sveinsprófi.
Það er ljóst að við erum að gera eitthvað rangt 
á grunnskólastiginu varðandi námsáherslur. Við 
þurfum að leggja mun meiri áherslu á kennslu verk-
legra greina allt frá 1. bekk grunnskóla sem gæti 
skilað iðnmenntuðu fagfólki sem atvinnulífið tekur 
fagnandi.
Setjum iðnnám í öndvegi
Guðrún 
Hafsteinsdóttir
formaður Sam-
taka iðnaðarins
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuð- 
borgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 
2018 fer eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 
2. hæð vesturenda frá og með föstudeginum 11. maí 2018. 
Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00. 
Lokað verður hvítasunnudag 20. maí 2018.
Á kjördag laugardaginn 26. maí verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 
fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Þórólfur Halldórsson
Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreyti-leika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir 
okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt 
og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að 
Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og 
kostnaðinn sem fylgir.
Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með for-
stjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum 
þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst 
launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart 
gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar.
Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmda-
stjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfs-
skyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast 
á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru 
einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu 
að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. 
Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr 
forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi 
aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers 
konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun 
þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. 
Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum 
síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað 
þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að 
þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum.
Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu 
forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir 
farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði 
lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við 
ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að 
standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og 
í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg 
til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir 
þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér 
yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum.
Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja 
um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, 
stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum 
Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram 
að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar 
Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að 
Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri 
frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta 
bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða 
íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. 
Þetta er auðvitað ekki boðlegt.
Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera 
kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú 
málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um 
launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufull-
trúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra 
þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti 
fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórn-
sýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er 
starfsemi hússins til heilla.
Yfirklór
Botnlaus fyrirhöfn
Viðhaldsdýpkun Landeyja-
hafnar hefur frá árinu 2011 
kostað ríkissjóð rúmlega tvo 
og hálfan milljarð króna. 
Þetta kom fram í svari sam-
gönguráðherra við fyrirspurn 
Björns Levís Gunnarssonar. 
Landeyjahöfn, sem átti að 
vera hin mesta samgöngubót 
hefur reynst hins vegar nánast 
botnlaus hít og dæla þarf burt 
sandi ótt og títt svo blessað 
mannvirkið sé nothæft. Það 
verður að teljast réttnefni hjá 
gárungum sem kallað hafa 
hana Fyrirhöfn frá því hún var 
opnuð.
Fjölskylduframboð
Guðlaug Kristjánsdóttir klauf 
sig eftirminnilega úr Bjartri 
framtíð á dögunum og setti 
saman nýtt framboð. Hún 
sem stofnandi framboðsins 
hefur ekki sótt vatnið yfir 
lækinn ef svo má að orði 
komast við að raða á listann. Í 
10. sæti er bróðir þess sem er í 
3. sæti og í 11. sæti er eigin-
maður þess sem skipar það 
fimmta. Nú í 12. sæti er móðir 
Guðlaugar og í 13. er sonur 
hennar. 15. sæti skipar móðir 
konunnar í þriðja sæti og í 17. 
sæti er eiginkona þess sem 
situr í öðru sæti. Í heiðurs-
sætinu er svo dóttir 11. og 5. 
sætis. Þetta þarf ekki að vera 
flókið.
sveinn@frettabladid.is
9 . m a í 2 0 1 8  m I Ð V I K U D a G U R8 s K o Ð U n  ∙  F R É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN
09
-0
5-
20
18
  
04
:4
0
F
B
04
0s
_P
03
6K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
03
3K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
00
5K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
00
8K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
B
8-
7B
08
1F
B
8-
79
C
C
1F
B
8-
78
90
1F
B
8-
77
54
27
5 
X
 4
00
.0
01
5A
  
 
F
B
04
0s
_8
_5
_2
01
8
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40