Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Skoðanakannanir benda til þess að róttækri tillögu um að svissneskum bönkum verði bannað að „búa til“ peninga með lánveitingum sínum verði hafnað í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í Sviss í næsta 
mánuði. Seðlabankinn og helstu 
fjármálastofnanir landsins leggjast 
eindregið gegn því að tillagan verði 
samþykkt.
Í nýlegri skoðanakönnun sviss-
neska ríkisfjölmiðilsins SRF sögðust 
35 prósent aðspurðra vera fylgjandi 
tillögunni en rétt tæplega helmingur, 
49 prósent, sagðist vera henni mót-
fallinn. Sextán prósent aðspurðra 
voru óákveðin, að því er fram kemur í 
umfjöllun Financial Times um málið.
Thomas Jordan seðlabankastjóri 
hefur sagt að „þjóðpeningakerfið“ 
svonefnda, betur þekkt sem Voll-
geld, sem kosið verður um 10. júní 
næstkomandi, sé „óþörf og hættuleg 
tilraun sem mun valda hagkerfinu 
okkar miklum skaða“.
Hugmyndin um þjóðpeninga-
kerfið, sem snýr að því að færa útgáfu 
peninga frá viðskiptabönkum til 
seðlabanka, hefur notið vaxandi 
stuðnings í Sviss, sem og víðar um 
heim, í kjölfar alþjóðlegu fjármála-
kreppunnar á árunum 2007 og 2008. 
Bankastarfsemi er ein helsta undir-
staða efnahagslífs Svisslendinga en 
talið er að hún standi undir um tíu 
prósentum af landsframleiðslunni.
Hópurinn sem stendur að baki 
tillögunni um þjóðpeningakerfið 
safnaði eitt hundrað þúsund undir-
skriftum og gat því lögum sam-
kvæmt knúið fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið.
Fylgjendur tillögunnar segja að 
fáir almennir borgarar séu meðvitað-
ir um getu hefðbundinna viðskipta-
banka til þess að „búa til“ peninga. 
Í stað þess að auka peningamagnið 
í takt við vöxt og þarfir hagkerfisins 
hafi bankar hingað til aukið pen-
ingamagnið stjórnlaust og magnað 
þannig efnahagssveiflur með tilheyr-
andi tjóni fyrir samfélagið. Breyta 
þurfi grunnhlutverki banka og fela 
seðlabönkum að stýra því peninga-
magni sem er í umferð hverju sinni.
Þegar bankar lána peninga til fólks 
eða fyrirtækja búa þeir til innistæðu 
í banka lántakans og skapa þannig 
nýtt fé sem lántakinn getur ráðstafað 
að vild. Þannig búa bankar í reynd 
til ígildi peninga með lánveitingum 
sínum. Tillagan sem Svisslendingar 
munu kjósa um felur í sér að þetta 
kerfi, sem hefur verið kallað brota-
forðakerfið, verði afnumið og þess í 
stað verði það eingöngu á færi seðla-
banka að búa til peninga. Bankar 
þyrftu þannig vissulega að finna 
aðrar leiðir, til dæmis að fá lán hjá 
Seðlabanka Sviss, til þess að fjár-
magna lánveitingar sínar en afleið-
ingin yrði stöðugra fjármálakerfi, að 
mati stuðningsmanna tillögunnar.
Ríkisinngrip án fordæma
Andstæðingar tillögunnar, með 
seðlabankastjórann fremstan í 
flokki, telja hana hins vegar fela í sér 
ríkisinngrip sem eigi sér ekki for-
dæmi í svissneskri hagsögu. Peninga-
kerfið muni stórhækka verð á lánsfé 
og stuðla að aukinni verðbólgu.
Jordan seðlabankastjóri segir að á 
undanförnum árum hafi verið stigin 
veigamikil skref til þess að skjóta 
styrkari stoðum undir fjármála-
kerfið. Með upptöku þjóðpeninga-
kerfisins yrði þessum árangri varpað 
fyrir róða. Hann varar jafnframt við 
því að „nota svissneska banka sem 
tilraunamiðstöð“ í þessum efnum.
Hagfræðingar hafa einnig bent á 
að samkvæmt viðurkenndum kenn-
ingum geti seðlabanki stýrt pen-
ingamálum í brotaforðakerfi með 
stýritækjum sínum, það er annað 
hvort með stýringu peningamagns 
eða stýringu vaxta, til þess að ná 
markmiði um stöðugt verðlag. Þó 
svo að viðskiptabankar geti prentað 
peninga séu þeir engu að síður háðir 
stuðningi seðlabanka heimsins sem 
veita þeim meðal annars nær ótak-
markað aðgengi að lausu fé. Hafi 
bankarnir farið ótæpilega með 
prentunarvald sitt í aðdraganda 
kreppunnar sé það vegna þess að 
þeir hafi notið fulls stuðnings seðla-
banka við þá prentun.
Reinhold Harringer, einn stuðn-
ingsmanna þjóðpeningakerfisins, 
segist ekki vera vondaufur þrátt 
fyrir að fleiri landar hans vilji hafna 
tillögunni en samþykkja hana. Hann 
sakar andstæðingana um að skapa 
„rugling“ á meðal kjósenda. Þegar 
þeir kynni sér málið betur muni 
þeir skilja röksemdirnar að baki til-
lögunni. kristinningi@frettabladid.is
Kosið um þjóðpeningakerfi í Sviss
Svisslendingar munu í næsta mánuði kjósa um hvort koma eigi á fót þjóðpeningakerfi í landinu. Ef tillagan verður samþykkt verður 
bönkum bannað að „búa til“ peninga með lánveitingum. Seðlabankinn og fjármálastofnanir landsins segja tillöguna hættulega.
Vildi skoða þjóðpeningakerfið betur
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi 
þingmaður og formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar 
Alþingis, lagði til í skýrslu sem 
hann skrifaði í mars 2015 að 
unnin yrði ítarleg greining á því 
hvort þjóðpeningakerfi væri 
raunhæfur kostur hér á landi. Í 
skýrslunni sagði að flest benti 
til þess að slíkt kerfi gæti verið 
góður grunnur að endurbótum 
á peningakerfi landsins.
Skýrslan var unnin að beiðni 
þáverandi forsætisráðherra, Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar. 
Hagfræðingarnir Davíð Stefáns-
son og Kristrún Mjöll Frosta-
dóttir, sem sátu í starfshópi 
forsætisráðherra um skipan 
peningamála undir forystu 
Frosta, sögðu sig úr hópnum 
eftir að Frosti gerði efnislegar 
breytingar á skýrslunni sem þau 
gátu ekki sætt sig við. Var Frosti 
því skrifaður einn fyrir um-
ræddri skýrslu.
Í niðurstöðukafla skýrslunnar 
segir Frosti ljóst að innláns-
stofnanir hafi aukið peninga-
magn margfalt hraðar en 
hagkerfið þolir. Afleiðingarnar  
– verðbólga, gengisfellingar, 
eignabóla og bankakreppa – 
hafi valdið þjóðinni gríðarlegu 
tjóni. Lagði hann til að peninga-
myndun yrði færð frá bönkum 
til Seðlabankans. Seðlabankinn 
myndi þá „skapa peninga í nægu 
magni til þess að mæta þörfum 
vaxandi hagkerfis, að teknu 
tilliti til markmiðs um stöðugt 
verðlag“.
Seðlabanki Sviss leggst eindregið gegn því að þjóðpeningakerfinu svonefnda verði komið á fót. Svisslendingar kjósa um málið 10. júní. NoRdicphotoS/Getty
Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur 
ákveðið að nýta sér forkaupsrétt 
að tæplega þriggja prósenta hlut í 
Jarðböðunum við Mývatn. Eftir við-
skiptin á félagið ríflega 43 prósenta 
eignarhlut í baðstaðnum sem er 
metinn á um 1.950 milljónir króna.
Forkaupsrétturinn virkjaðist í 
vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 
prósenta hlut Skútustaðahrepps og 
nokkurra minni hluthafa í Jarðböð-
unum. Hlutirnir voru settir í sölu-
ferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf 
Íslandsbanka hafði umsjón með, en 
stjórn Tækifæris samþykkti að nýta 
sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði.
Tækifæri, sem er stærsti hluthafi 
Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 
40,6 prósenta hlut í félaginu sem 
metinn var á liðlega 1.827 milljónir 
króna. Fram kemur í nýbirtum árs-
reikningi Tækifæris að umrætt virð-
ismat byggi á tilboðinu sem gert var í 
áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut 
í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfest-
ingafélagið viðskiptin besta tiltæka 
mælikvarðann á gangvirði eignar-
hlutarins í árslok 2017.
Eins og fram kom í Markaðinum 
í síðustu viku voru Jarðböðin metin 
á um 4,5 milljarða króna um síðustu 
áramót og jókst virði þeirra um 1,3 
milljarða eða ríflega 40 prósent í 
fyrra. Til samanburðar var bað-
staðurinn metinn á um 900 milljónir 
í lok árs 2014.
Tækifæri er sem fyrr segir stærsti 
hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hlut-
hafar eru meðal annars félag í eigu 
Bláa lónsins og Landsvirkjun.
Um 220 þúsund manns heimsóttu 
baðstaðinn í fyrra. – kij
Nýttu sér forkaupsrétt að bréfunum
Jarðböðin við Mývatn hafa notið vaxandi vinsælda. FRéttablaðið/VilhelM
Virði eignarhlutar tryggingafélags-
ins TM í HSV eignarhaldsfélagi, sem 
heldur utan um ríflega 34 prósenta 
hlut í HS Veitum, jókst um fjórðung 
í bókum félagsins á fyrsta fjórðungi 
ársins. Er hluturinn nú metinn á 928 
milljónir króna en áður var virði 
hans 744 milljónir.
Eignarhluturinn í HSV er þriðja 
stærsta fjárfestingareign 
tryggingafélagsins.
Sigurður Viðarsson, 
forstjóri TM, sagði á 
kynningarfundi í tilefni 
af fjórðungsuppgjöri 
félagsins í gær að gert 
hefði verið nýtt verðmat 
á umræddum eignarhlut á 
fyrsta fjórðungi ársins 
en síðasta verðmat 
var gert á þriðja árs-
fjórðungi 2016.
Óskráð hlutabréf í eigu trygg-
ingafélagsins skiluðu 3,3 prósenta 
ávöxtun á fyrstu þremur mánuðum 
ársins en hún var einkum komin til 
vegna hlutarins í HS Veitum og Eyrir 
Invest, stærsta hluthafa Marels.
Óbeinn eignarhlutur félagsins 
í Stoðum er sem fyrr langsamlega 
stærsta eign þess en hluturinn var 
metinn á 2.148 milljónir króna í 
lok mars. Stoðir hafa sem kunnugt 
er selt allan 8,9 prósenta hlut sinn í 
drykkjaframleiðandanum Re fresco 
fyrir um 144 milljónir evra. 
Aðspurður á fundinum hvort 
tryggingafélagið mætti búast við 
að fá yfir tvo milljarða í hend-
urnar sagði Sigurður 
ekki víst að fjárhæðin 
yrði öll greidd út. Það 
yrði að koma í ljós. 
– kij
Virði óbeins hlutar í HS 
Veitum jókst um fjórðung
Sigurður 
Viðarsson, 
forstjóri tM.
9 .  m a í  2 0 1 8   m I Ð V I K U D a G U R6 markaðurinn
09
-0
5-
20
18
   
04
:4
0
F
B
04
0s
_P
02
6K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
02
3K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
01
5K
.p
1.
pd
f
F
B
04
0s
_P
01
8K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
B
8-
84
E
8
1F
B
8-
83
A
C
1F
B
8-
82
70
1F
B
8-
81
34
27
5 
X
 4
00
.0
01
6A
   
  
F
B
04
0s
_8
_5
_2
01
8
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40