Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Í dag er útlit fyrir sunnan 5 til 10 metra á sekúndu og það fer að rigna. Snýst í heldur ákveðnari vestanátt með lítils háttar skúrum og kólnandi veðri. Það léttir til norðaustan- og austanlands sjá síðu 16 Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hjólað í Öskjuhlíð Krónumótið, annað bikarmót ársins í fjallahjólreiðum, fór fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Þessir afar kátu hjólreiðamenn voru á meðal þátttak- enda sem hjóluðu um torfærar slóðir. Svo fór að Hafsteinn Ægir Geirsson í HFR var fyrstur í mark í karlaflokki og Halla Jónsdóttir í HFR í kvenna- flokki. Á almenningsmótinu var Elsa Gunnarsdóttir fyrst í kvennaflokki og Oddur Steinn Einarsson í karlaflokki. Fréttablaðið/Ernir Dómsmál Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúm- lega tvítugri, þroskaskertri  stúlku sem æfði boccia undir hans hand- leiðslu. Samkvæmt ákæru er maður- inn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasam- félagsins munu grunsemdir um hátt- semi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeig- andi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tíma- frekari en ella. Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðg- unarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um sam- ræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðli- legum hætti gagnvart öðrum iðk- endum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maður- inn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofnings- ins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hót- unum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrir- huguð í júní. adalheidur@frettabladid.is Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. Mál mannsins hefur legið eins og mara á mörgum aðstandendun bocciaiðkenda á akureyri og haft mjög neikvæð áhrif á félagsskapinn. Fréttablaðið/PjEtur ísrael Beitar Jerusalem, stærsta knattspyrnulið Jerúsalemborgar, tilkynnti í gær að liðið ætlaði að breyta nafni sínu í Beitar Trump Jerusalem til heiðurs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ástæðan er ákvörðun Trumps um að flytja sendiráðið til Jerúsalem. „Í sjötíu ár hefur Jerúsalem beðið eftir alþjóðlegri viðurkenningu. Allt þangað til Donald Trump forseti viðurkenndi af miklu hugrekki að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraels,“ sagði í tilkynningunni. Ekki er ljóst hvort nafnbreytingin er tímabundin eða varanleg. Beitar Trump hefur unnið ísra- elsku úrvalsdeildina sex sinnum, verið jafnoft í öðru sæti og unnið ísraelska bikarinn sjö sinnum. Háværir stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir andúð sína á aröbum og hafa hreykt sér af því að enginn arabi hafi spilað fyrir liðið. – þea Breyta nafninu fyrir Trump eurOVIsION „Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum,“ segir Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins Our Choice, sem var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í ár. Ari Ólafsson flutti lagið. Uppskeran í ár var heldur rýr. Ísland endaði neðst í fyrri undan- riðli keppninnar og hlaut ekki stig í símakosningunni það kvöldið. Fimmtán stig fengust frá dóm- nefndum Evrópu. „Þetta var mjög sterk keppni og við lentum í sterkasta riðli sem sést hefur í sögu Eurovision. Auðvitað hugsaði maður hvað hefði gerst hefðum við lent í hinum riðlinum en það breytir því ekki að við keppt- um á fyrra kvöldinu,“ segir Þórunn. Höfundurinn segir að hópnum hafi borist fjöldamörg skilaboð þar sem hópnum hafi verið hrósað. Sum þeirra hafi innihaldið þakkir þar sem lagið hafi hreyft við fólki og hjálpað því á erfiðum stundum. Hópurinn hafi verið á fullu úti og lítið fylgst með umræðum heima. „Ég er mjög sátt með þær ákvarð- anir sem voru teknar með atriðið og samstarfið með RÚV gekk mjög vel,“ segir Þórunn. Í lokakeppninni hélt Þórunn með víkingunum frá Danmörku og var mjög ánægð með að þeir fengu tólf stig frá Íslendingum úr síma- kosninguni. – jóe Ganga stolt frá Eurovision ari á sviði í lissabon ásamt bakröddum nordicPhotos/GEtty 1 4 . m a í 2 0 1 8 m á N u D a G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 1 -F E 7 4 1 F C 1 -F D 3 8 1 F C 1 -F B F C 1 F C 1 -F A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.