Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Aðalfundur stuðningsmannaklúbbs 
Manchester United á Íslandi verður haldinn 
miðvikudagskvöldið 30. maí 2018 kl. 20.
Fundurinn fer fram á heimavelli 
stuðningsmanna SPOT Kópavogi. 
Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þeir sem 
greitt hafa ársgjaldið 2017 - 2018.
Aðalfundur
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnarmanna
6. Önnur mál
  Stjórnin
Fótbolti Levante vann óvæntan 
sigur á Barcelona í spænsku deild-
inni í gær en með því varð Levante 
fyrsta liðið til að sigra Barcelona í 
deildinni á þessu tímabili. 
Komst Levante 5-1 yfir og stóðst 
sóknir Barcelona á lokamínútunum 
eftir að Börsungar minnkuðu mun-
inn í 4-5 
Mistókst Barcelona því að klára 
tímabilið án þess að tapa leik en 
Börsungar höfðu ekki tapað leik í 
deildarkeppninni í rúma þrettán 
mánuði.
 Hefur engu liði á Spáni tekist að 
fara í gegnum tímabil án ósigurs í 
86 ár eða allt frá því að Real Madrid 
náði þessu afreki árið 1932. – kpt
Óvænt tap hjá 
Börsungum
Fótbolti Sara Björk Gunnars-
dóttir varð í gær þýskur meistari 
annað árið í röð er Wolfsburg vann 
2-0 sigur á Essen en þá var ljóst að 
Bayern München gæti ekki náð 
Wolfsburg að stigum þegar tvær 
umferðir eru eftir. Er þetta annar 
meistaratitill Söru og Wolfsburg 
í röð en hún er á öðru ári sínu hjá 
félaginu. Sara var ekki í leikmanna-
hópi Wolfsburg í gær í fyrsta sinn í 
deildarkeppinnni en það kom ekki 
að sök, Ella Maser skoraði tvívegis 
áður en hún nældi í rautt spjald 
undir lok leiksins. Þær fá svo tæki-
færi til að vinna tvöfalt annað árið í 
röð þegar Wolfsburg mætir Bayern 
München í úrslitum þýska bikarsins 
en handan hornsins er svo stærsti 
leikur ársins, leikur Wolfsburg gegn 
Lyon í úrslitum Meistaradeildar 
Evrópu í Kænugarði en Sara verður 
fyrsta íslenska knattspyrnukonan 
sem tekur þátt í 
úrslitaleik þess-
arar sterkustu 
d e i l d a r 
h e i m s . 
– kpt.
Sara Björk 
þýskur meistari
Handbolti Ólafur Andrés Guð-
mundsson bar fyrirliðabandið er 
hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar 
Freyr Arnarsson og félagar í Kristi-
anstad tryggðu sér sænska meistara-
titilinn í handbolta á dögunum. Er 
þetta fjórði meistaratitill félagsins í 
röð og sá áttundi í sögu félagsins. 
Þurfti framlengingu til að útkljá 
hvort liðið yrði meistari í leik Kristi-
anstad gegn Malmö en þar reyndist 
Kristianstad sterkara liðið og náði 
að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta 
þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu 
en Gunnar Steinn og Arnar Freyr 
voru að vinna sinn annan meistara-
titil í Svíþjóð eftir að hafa komið til 
félagsins árið 2016..
Verðskuldað frí fram undan
Ólafur tók sumarfríinu fagnandi 
þegar Fréttablaðið tók á honum 
púlsinn eftir langt og strangt tíma-
bil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit 
Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn 
ásamt því að fara alla leið í deildinni 
heima fyrir.
„Þetta er annar titill minn sem fyr-
irliði og þessi var virkilega ánægju-
legur. Það voru miklar breytingar á 
leikmannahópnum á milli tímabila 
og þetta var mjög langt og strangt 
tímabil. Við vorum í sterkum riðli í 
Meistaradeildinni og sýndum þar að 
við erum eitt af sextán bestu liðum 
Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn 
er bensíntankurinn alveg tómur, 
andlega og líkamlega þessa stundina. 
Við spiluðum næstflesta leiki í Evr-
ópu í vetur en náðum samt að klára 
þetta og um leið tryggja okkur sæti 
í Meistaradeildinni á næsta ári. Það 
er gulrótin fyrir okkur, þar mætir 
maður sterkustu liðum heims og 
fær meiri prófraun, við viljum halda 
okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir 
að það sé pressa á liðinu frá heima-
mönnum.
„Það gat verið á köflum erfitt að 
halda einbeitingu í deildinni og 
halda okkur gangandi á sama tíma 
og áhuginn jókst með hverri viku í 
bænum. Það hélt manni á tánum og 
veitti manni aukna hvatningu til að 
gera þetta fyrir bæjarfélagið.“
Líður vel í Svíþjóð
Ólafur framlengdi samning sinn hjá 
Kristianstad fyrir áramót en hann er 
með samning út næstu tvö tímabil. 
Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og 
Þýskalandi en hann ákvað að fram-
lengja frekar í Svíþjóð þar sem hann 
er fyrirliði meistaraliðsins.
„Ég framlengdi í vetur enda líður 
mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og 
þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað 
félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og 
bætti við.
„Það voru klúbbar í Þýskalandi og 
Frakklandi sem sýndu manni áhuga 
og lið frá öðrum löndum, sumt af 
þessu var spennandi og það var 
alveg möguleiki á að prófa eitthvað 
nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og 
ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir 
atvinnumennsku að það getur verið 
breytilegt hvar þú býrð en hér erum 
við búin að koma okkur vel fyrir og 
eigum í góðu sambandi við aðrar fjöl-
skyldur hér.“
Hann vildi frekar leika áfram í 
Meistaradeildinni, sterkustu keppni 
Evrópu.
„Ég spila í liði sem stefnir á titilinn 
heima á sama tíma og við erum að 
feta okkur áfram í Meistaradeildinni. 
Þar erum við að spila við sterkustu lið 
heims og ég kaus það frekar en að fara 
í sterkari deild eins og í Þýskalandi og 
vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði 
Ólafur. kristinnpall@frettabladid.is
Bensíntankurinn alveg tómur
Þrír Íslendingar voru í lykilhlutverki í meistaratitli Kristianstad á dögunum en Ólafur Andrés Guðmunds-
son er fyrirliði liðsins. Hann kýs frekar titilbaráttu í Svíþjóð heldur en að vera í miðjumoði í sterkari deild.
Íslendingarnir þrír, Arnar Freyr, Ólafur Andrés og Gunnar Steinn ásamt börnum Ólafs og Gunnars þegar meistaratitilinn var í höfn.  Mynd/GuðMundur SVAnSSon
Fótbolti Glódís Perla Viggósdóttir 
og liðsfélagar í Rosengard urðu 
sænskir bikarmeistarar í knatt-
spyrnu í gær eftir 1-0 sigur á Lin-
köpingsw í úrslitaleiknum. 
Er þetta annar bikarmeistara-
titill Glódísar og Rosengard í röð 
en þær unnu einnig 1-0 sigur á Lin-
köpings í fyrra. Sanne Troelsgaard 
Nielsen skoraði eina mark leiksins 
fyrir Rosengard en stuttu áður fékk 
Glódís gult spjald. – kpt.
Bikarmeistari 
annað árið í röð
1 4 . m a í 2 0 1 8  m Á n U d a G U R10 S p o R t  ∙  F R É t t a b l a ð i ð
sport
14
-0
5-
20
18
  
04
:3
4
F
B
04
8s
_P
04
6K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
03
9K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
00
3K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
01
0K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
C
2-
0D
44
1F
C
2-
0C
08
1F
C
2-
0A
C
C
1F
C
2-
09
90
27
5 
X
 4
00
.0
01
3A
  
 
F
B
04
8s
_1
3_
5_
20
18
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48