Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Garðtraktorar
í miklu úrvali
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og 
netverslun:
www.thor.is
dómsmál Fyrrverandi sóknarprest-
ur á Staðastað, Páll Ágúst Ólafsson, 
á rétt á því að skipun hans sem 
héraðsprests í Vesturlandsprófasts-
dæmi gildi til 30. júní 2022 en ekki 
aðeins til 30. nóvember 2018 eins 
og Agnes M. Sigurðardóttir biskup 
hafði ákveðið.
Páll var skipaður í embætti 
sóknarprests í desember 2013. Eftir 
miklar deilur færði biskup hann 
alfarið í starf héraðsprests í lok júní 
í fyrra. Ákvörðun sína um að skip-
unartími Páls sem héraðsprests 
ætti aðeins að standa út nóvember 
2018 byggði biskup á því að þá væri 
fimm ára skipun hans sem sóknar-
prests liðin. Héraðsdómur tók undir 
með Páli um að hann hefði í raun 
verið færður í nýtt embætti og að 
skipunar tíminn ætti því að vera 
fimm ár frá sumrinu 2017 að telja. 
Biskup á að greiða Páli 1.400 þúsund 
krónur í málskostnað. – gar
Lagði biskupinn
Séra Páll Ágúst 
Ólafsson.
Vísindi Fimm tímum eftir opnun 
hins nýja vefs Íslenskrar erfða-
greiningar, arfgerd.is, höfðu 5.500 
Íslendingar farið þar í gegnum fulla 
skráningu og óskað upplýsinga um 
hvort þeir beri erfðabreytu í BRCA2 
geninu sem eykur verulega líkur á 
krabbameini. Þetta staðfestir Þóra 
Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. 
Vefsíðan var opnuð í hádeginu í 
gær, degi eftir að starfshópur heil-
brigðisráðherra skilaði áliti sínu um 
miðlun þessara upplýsinga. Mjög 
skiptar skoðanir hafa verið um hvort 
rétt sé að finna það fólk sem ber 
stökkbreytta genið og gera því við-
vart eða hvort afla þurfi samþykkis 
þess fyrir fram.
Þóra segir þessar fyrstu viðtökur 
vefsins vera í takti við það sem búast 
mátti við og sýni vilja fólks til að vita 
hvort það beri erfðabreytuna. 
Að lágmarki tvær vikur tekur að 
fá niðurstöður eftir að upplýsing-
anna er óskað á vefnum. Þeim sem 
tilkynnt er að þeir beri hið breytta 
gen er vísað til erfðaráðgjafar Land-
spítalans og þar er tekið klínískt sýni 
til að sannreyna niðurstöðuna. Svo 
tekur eftirlit við.
„Karlar fara í blóðprufu einu sinni 
á ári til að fylgjast með blöðruháls-
kirtli og þeir eru líka hvattir til að 
fylgjast með brjóstakrabbameini 
því það er líka þekkt hjá karlmönn-
um þótt það sé ekki eins algengt. 
Konurnar fara í brjóstaeftirlit á sex 
mánaða fresti og fylgst er með eggja-
stokkum einu sinni á ári, segir Vig-
dís Stefánsdóttir hjá erfðaráðgjöf 
Landspítalans. Hún segir að einnig 
sé rýnt í fjölskyldusögu viðkomandi 
og fylgst með öðrum krabbameinum 
eftir því hvað fjölskyldusaga viðkom-
andi gefi til kynna.
Karlar sem eru með breytingu í 
BRCA2 geni eru í aukinni áhættu 
með að fá krabbamein í blöðruháls-
kirtil en konur fyrst og fremst í brjóst 
og eggjastokka. Þegar fólk er með 
meinvaldandi breytingu í geni eins 
og t.d. BRCA2, og fær krabbamein, 
er það oft við yngri aldur en gengur 
og gerist. 
Vigdís minnir hins vegar á að þrátt 
fyrir að erfðir brjóstakrabbameins 
séu mjög áberandi í umræðunni, 
er talið að einungis um 5 til 10 pró-
sent krabbameina séu af arfgengum 
ástæðum, þ.e. breytta genið eða 
breyttu genin erfist milli kynslóða. 
Stökkbreytingin sem um ræðir 
finnst aðeins í Íslendingum og talið 
er að um það bil 2.400 manns beri 
breytinguna 999del5 í BRCA2 geni. 
Það eru þá karlar, konur á öllum 
aldri og börn. Um 600 manns hafa 
verið greindir gegnum erfðaráðgjöf 
Landspítalans.   
Stökkbreytingin er í hópi svokall-
aðra landnemabreytinga og talið 
er að hún hafi orðið til fyrir minnst 
400 árum í einstaklingi hér á landi 
og allir sem bera erfðabreytuna í 
dag eru beinir afkomendur hans.
adalheidur@frettabladid.is 
Þúsundir óska upplýsinga um 
BRCA2 stöðu sína á nýjum vef
Á fyrstu klukkustundum eftir opnun vefsins arfgerd.is fóru 5.500 manns í gegnum fulla skráningu og bíða 
nú svars um BRCA2 stöðu sína. Um 2.400 manns bera hið stökkbreytta gen, sem eykur verulega líkur á 
krabbameini, en aðeins hluti þeirra veit af því. Þeir sem hafa breytta genið fá aukið eftirlit og ráðgjöf. 
Íslensk erfðagreining opnaði vefsíðuna arfgerd.is í gær og viðtökur létu ekki á sér standa. Fréttablaðið/Sigtryggur
2.400
Íslendingar bera hið breytta 
gen, aðeins 600 vita af því.
Vísindi Ólafur S. Andrésson, pró-
fessor í erfðafræði við Háskóla 
Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrir-
sjáanlegra loftslagsbreytinga með 
því að líkja eftir þeim með sérhönn-
uðum búrum sunnan Löðmundar-
vatns á Landmannaafrétti.
Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var 
fyrir á fundi Hálendisnefndar Rang-
árþings ytra vinna að rannsókna-
verkefni um hlut hélumosavistar 
og annarra svæða sem einkennast 
af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi 
verkefnið með athugun á áhrifum 
hlýnunar á hélumosavistina. Það sé 
gert með glærum plastbúrum sem 
séu opin að ofan.
„Reynslan af slíkum búrum í lang-
tímarannsóknum á Þingvöllum, 
Auðkúluheiði og víðar á norður-
slóðum er góð, og sýnt að með þeim 
er hægt að hækka jafnaðarhitastig 
um nærri tvær gráður, og líkja þann-
ig eftir fyrirsjáanlegum loftslags-
breytingum,“ útskýrir Ólafur í bréf-
inu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar 
á vistgerð sem sé mjög útbreidd á 
hálendum svæðum hérlendis og 
víðar á norðurslóðum.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir pró-
fessor, sem starfar með Ólafi og 
unnið hefur að slíkum verkefnum á 
alþjóðlegum grundvelli í meira en 
tuttugu ár, segir reynsluna af aðferð-
inni góða. Rannsóknin sunnan 
Löðmundarvatns beinist að mjög 
mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um 
sé að ræða skán sem bindi yfirborð 
jarðvegsins og mynduð sé af ótal 
mörgum lífverum; fyrst og fremst 
örverum. „Þetta er mjög mikilvægt 
kerfi og það er ekkert vitað um 
hvernig það bregst við hlýnun,“ 
segir hún.
Svæðið sunnan Löðmundarvatns 
er sérstaklega hentugt í þessu skyni 
og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir 
rannsókninni. 
Setja á upp sjö eða átta plastbúr 
sem eru um einn fermetri hvert og 
um 40 sentimetra há ásamt mæli-
tæki í hverju búri. Rannsóknin á að 
standa í að minnsta kosti þrjú ár og 
í allt að tíu ár. – gar
Vísindamenn líkja eftir loftslagsbreytingum á hálendi Íslands
áRBORG Bæjarstjórn Árborgar hefur 
samþykkt að efna til íbúakosninga 
um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 
Kosningin verður rafræn og mun 
standa yfir í viku. Stefnt er á að 
kosningin hefjist sem allra fyrst.
Bæjarráði Árborgar hefur verið 
falið að auglýsa kosninguna. Allir 
íbúar sveitarfélagsins frá 16 ára aldri 
hafa atkvæðisrétt í kosningunum.
Hart hefur verið tekist á um mið-
bæjarskipulag Selfossbæjar og eru 
skiptar skoðanir um fyrirhugaðar 
hugmyndir um uppbyggingu þar. 
Safnað var undirskriftum 1.928 ein-
staklinga í Árborg til að knýja fram 
íbúakosningu. Þetta eru um 29,4 
prósent íbúa sveitarfélagsins.
„Nú hafa íbúar sveitarfélagsins 
gripið inn í málið og knúið meiri-
hluta bæjarstjórnar til þess að 
hlusta á kröfur íbúa og heimila 
almenningi að segja sína skoðun á 
lýðræðislegan hátt,“ segir í bókun 
bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. 
„Það er sigur fyrir íbúalýðræðið.“ Í 
kosningaumfjöllun Fréttablaðsins 
um Árborg kom bersýnilega fram 
að miðbæjarskipulagið á Selfossi 
og fráveitumál eru þau málefni sem 
frambjóðendurnir töldu að yrðu 
helst í brennidepli í aðdraganda 
kosninganna sem fram fara þann 
26. maí næstkomandi. 
– khn
Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu
Skiptar skoðanir eru um nýjan miðbæ Selfoss. mynd/batterÍið
Rannsóknin sunnan 
Löðmundarvatns á að standa 
í að minnsta kosti þrjú ár og  
í allt að tíu ár. 
Viðskipti „Sölusamdráttur félags-
ins í heild milli ára var 8,2 prósent 
en að teknu tilliti til aflagðrar starf-
semi var samdrátturinn 4,4 prósent 
milli ára,“ segir í ársreikningi Haga 
fyrir rekstrarárið 1. mars 2017 til 
28. febrúar 2018. Reikningurinn var 
birtur í gær. 
Þar kemur fram að vörusala á 
tímabilinu nam tæplega 73,9 millj-
örðum króna en nam 80,5 millj-
örðum reikningsárið á undan. 
Aflögð starfsemi er meðal annars 
verslun Debenhams í Smáralind, 
Korpuoutlet, Útilíf í Glæsibæ, Hag-
kaup í Holtagörðum, efri hæð Hag-
kaups Kringlu og tískuverslanir í 
Smáralind og Kringlu. – jhh
Salan minnkaði 
um 7 milljarða
1 6 .  m a í  2 0 1 8   m i ð V i k U d a G U R4 f R é t t i R   ∙   f R é t t a B l a ð i ð
16
-0
5-
20
18
   
04
:3
8
F
B
04
8s
_P
04
5K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
04
0K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
00
4K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
00
9K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
C
8-
19
2C
1F
C
8-
17
F
0
1F
C
8-
16
B
4
1F
C
8-
15
78
27
5 
X
 4
00
.0
01
3B
   
  
F
B
04
8s
_1
5_
5_
20
18
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48