Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 4
Garðtraktorar í miklu úrvali ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is dómsmál Fyrrverandi sóknarprest- ur á Staðastað, Páll Ágúst Ólafsson, á rétt á því að skipun hans sem héraðsprests í Vesturlandsprófasts- dæmi gildi til 30. júní 2022 en ekki aðeins til 30. nóvember 2018 eins og Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafði ákveðið. Páll var skipaður í embætti sóknarprests í desember 2013. Eftir miklar deilur færði biskup hann alfarið í starf héraðsprests í lok júní í fyrra. Ákvörðun sína um að skip- unartími Páls sem héraðsprests ætti aðeins að standa út nóvember 2018 byggði biskup á því að þá væri fimm ára skipun hans sem sóknar- prests liðin. Héraðsdómur tók undir með Páli um að hann hefði í raun verið færður í nýtt embætti og að skipunar tíminn ætti því að vera fimm ár frá sumrinu 2017 að telja. Biskup á að greiða Páli 1.400 þúsund krónur í málskostnað. – gar Lagði biskupinn Séra Páll Ágúst Ólafsson. Vísindi Fimm tímum eftir opnun hins nýja vefs Íslenskrar erfða- greiningar, arfgerd.is, höfðu 5.500 Íslendingar farið þar í gegnum fulla skráningu og óskað upplýsinga um hvort þeir beri erfðabreytu í BRCA2 geninu sem eykur verulega líkur á krabbameini. Þetta staðfestir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Vefsíðan var opnuð í hádeginu í gær, degi eftir að starfshópur heil- brigðisráðherra skilaði áliti sínu um miðlun þessara upplýsinga. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um hvort rétt sé að finna það fólk sem ber stökkbreytta genið og gera því við- vart eða hvort afla þurfi samþykkis þess fyrir fram. Þóra segir þessar fyrstu viðtökur vefsins vera í takti við það sem búast mátti við og sýni vilja fólks til að vita hvort það beri erfðabreytuna. Að lágmarki tvær vikur tekur að fá niðurstöður eftir að upplýsing- anna er óskað á vefnum. Þeim sem tilkynnt er að þeir beri hið breytta gen er vísað til erfðaráðgjafar Land- spítalans og þar er tekið klínískt sýni til að sannreyna niðurstöðuna. Svo tekur eftirlit við. „Karlar fara í blóðprufu einu sinni á ári til að fylgjast með blöðruháls- kirtli og þeir eru líka hvattir til að fylgjast með brjóstakrabbameini því það er líka þekkt hjá karlmönn- um þótt það sé ekki eins algengt. Konurnar fara í brjóstaeftirlit á sex mánaða fresti og fylgst er með eggja- stokkum einu sinni á ári, segir Vig- dís Stefánsdóttir hjá erfðaráðgjöf Landspítalans. Hún segir að einnig sé rýnt í fjölskyldusögu viðkomandi og fylgst með öðrum krabbameinum eftir því hvað fjölskyldusaga viðkom- andi gefi til kynna. Karlar sem eru með breytingu í BRCA2 geni eru í aukinni áhættu með að fá krabbamein í blöðruháls- kirtil en konur fyrst og fremst í brjóst og eggjastokka. Þegar fólk er með meinvaldandi breytingu í geni eins og t.d. BRCA2, og fær krabbamein, er það oft við yngri aldur en gengur og gerist. Vigdís minnir hins vegar á að þrátt fyrir að erfðir brjóstakrabbameins séu mjög áberandi í umræðunni, er talið að einungis um 5 til 10 pró- sent krabbameina séu af arfgengum ástæðum, þ.e. breytta genið eða breyttu genin erfist milli kynslóða. Stökkbreytingin sem um ræðir finnst aðeins í Íslendingum og talið er að um það bil 2.400 manns beri breytinguna 999del5 í BRCA2 geni. Það eru þá karlar, konur á öllum aldri og börn. Um 600 manns hafa verið greindir gegnum erfðaráðgjöf Landspítalans. Stökkbreytingin er í hópi svokall- aðra landnemabreytinga og talið er að hún hafi orðið til fyrir minnst 400 árum í einstaklingi hér á landi og allir sem bera erfðabreytuna í dag eru beinir afkomendur hans. adalheidur@frettabladid.is Þúsundir óska upplýsinga um BRCA2 stöðu sína á nýjum vef Á fyrstu klukkustundum eftir opnun vefsins arfgerd.is fóru 5.500 manns í gegnum fulla skráningu og bíða nú svars um BRCA2 stöðu sína. Um 2.400 manns bera hið stökkbreytta gen, sem eykur verulega líkur á krabbameini, en aðeins hluti þeirra veit af því. Þeir sem hafa breytta genið fá aukið eftirlit og ráðgjöf. Íslensk erfðagreining opnaði vefsíðuna arfgerd.is í gær og viðtökur létu ekki á sér standa. Fréttablaðið/Sigtryggur 2.400 Íslendingar bera hið breytta gen, aðeins 600 vita af því. Vísindi Ólafur S. Andrésson, pró- fessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrir- sjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönn- uðum búrum sunnan Löðmundar- vatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rang- árþings ytra vinna að rannsókna- verkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í lang- tímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norður- slóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þann- ig eftir fyrirsjáanlegum loftslags- breytingum,“ útskýrir Ólafur í bréf- inu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir pró- fessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferð- inni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mæli- tæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár. – gar Vísindamenn líkja eftir loftslagsbreytingum á hálendi Íslands áRBORG Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. Kosningin verður rafræn og mun standa yfir í viku. Stefnt er á að kosningin hefjist sem allra fyrst. Bæjarráði Árborgar hefur verið falið að auglýsa kosninguna. Allir íbúar sveitarfélagsins frá 16 ára aldri hafa atkvæðisrétt í kosningunum. Hart hefur verið tekist á um mið- bæjarskipulag Selfossbæjar og eru skiptar skoðanir um fyrirhugaðar hugmyndir um uppbyggingu þar. Safnað var undirskriftum 1.928 ein- staklinga í Árborg til að knýja fram íbúakosningu. Þetta eru um 29,4 prósent íbúa sveitarfélagsins. „Nú hafa íbúar sveitarfélagsins gripið inn í málið og knúið meiri- hluta bæjarstjórnar til þess að hlusta á kröfur íbúa og heimila almenningi að segja sína skoðun á lýðræðislegan hátt,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Það er sigur fyrir íbúalýðræðið.“ Í kosningaumfjöllun Fréttablaðsins um Árborg kom bersýnilega fram að miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál eru þau málefni sem frambjóðendurnir töldu að yrðu helst í brennidepli í aðdraganda kosninganna sem fram fara þann 26. maí næstkomandi. – khn Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Skiptar skoðanir eru um nýjan miðbæ Selfoss. mynd/batterÍið Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár. Viðskipti „Sölusamdráttur félags- ins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starf- semi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga fyrir rekstrarárið 1. mars 2017 til 28. febrúar 2018. Reikningurinn var birtur í gær. Þar kemur fram að vörusala á tímabilinu nam tæplega 73,9 millj- örðum króna en nam 80,5 millj- örðum reikningsárið á undan. Aflögð starfsemi er meðal annars verslun Debenhams í Smáralind, Korpuoutlet, Útilíf í Glæsibæ, Hag- kaup í Holtagörðum, efri hæð Hag- kaups Kringlu og tískuverslanir í Smáralind og Kringlu. – jhh Salan minnkaði um 7 milljarða 1 6 . m a í 2 0 1 8 m i ð V i k U d a G U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 8 -1 9 2 C 1 F C 8 -1 7 F 0 1 F C 8 -1 6 B 4 1 F C 8 -1 5 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.