Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 40
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur Hvar@frettabladid.is 16. maí 2018 Tónlist Hvað? Raddbandafélag Reykjavíkur og Elmar syngja inn sumarið Hvenær? 20.00 Hvar? Laugarneskirkja Vortónleikar Raddbandafélags Reykjavíkur verða haldnir í Laugar­ neskirkju í dag. Von er á léttri og skemmtilegri dagskrá sem svífur með okkur inn í sumarið. Yfirskrift tónleikanna er söngvar um ástir, konur og vín. Einnig bregðum við okkur í draumaheim rakarastof­ unnar með nokkrum barbershop­ lögum. Einn besti íslenski tenór fyrr og síðar, Elmar Gilbertsson mun syngja með Raddbandafélagi Reykjavíkur á tónleikunum. Elmar söng með kórnum um árabil, og fór með honum meðal annars í söng­ ferð til Búlgaríu. Hvað? Hyggekoncert: Mads, El Odderiño, Teitur + Hverra manna? Frumsýnt Hvenær? 20.00 Hvar? Vínyl, Hverfisgötu Teitur Magnússon & Mads Mour­ itz Gjellerod leika saman og sitt í hvoru lagi á þessum huggulegu miðvikudagstónleikum á Vínyl. El Odderiño leikur lystaukandi tóna auk þess sem frumsýnt verður glænýtt myndband við lag Teits, Hverra manna? Leikstjórn: The Icelandic Love Corporation / Gjörningaklúbburinn. Töku­ maður: Sigurður Unnar Birgisson. Búið er að setja upp hvíta tjaldið og fægja silfrið. Verið velkomin! Kartoffelmad! Hvað? Ave Maria – Tónleikar Vox feminae Hvenær? 20.00 Hvar? Háteigskirkja Í dag mun kvennakórinn Vox fem­ inae halda tónleikana Ave Maria í Háteigskirkju. Á efnisskrá eru Maríubænir og ýmsir sálmar auk þess sem kórinn mun flytja kafla úr Missa. Op. 187 eftir Josef G. Rheinberger. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir og Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Hvað? Jónsson & More +1 á Múlanum Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Á næstu tónleikum Múlans koma fram Jónsson & More en tríóið hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og heldur því upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Til þess að fagna þessum áfanga ætlar tríóið að kynna fyrir áheyrendum nýja tónlist sem það hyggst hljóð­ rita á haustdögum. Því til viðbótar býður tríóið til sín góðum gesti, saxófón­ og klarínettuleikaranum Hauki Gröndal. Meðlimir tríósins eru saxófónleikarinn Ólafur Jóns­ son, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og trommuleikarinn Scott McLemore. Hvað? Ave María – Vortónleikar Kórs Vídalínskirkju Hvenær? 20.00 Hvar? Vídalínskirkja Efnisskráin samanstendur af kórverkum helguðum Maríu guðsmóður, þekkt og sjaldheyrð Maríuvers eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Báru Grímsdóttur, Rachmaninoff, Gomez, Dvorák og Elgar. Sungið er á íslensku, latínu, rússnesku og spænsku. Meðal fáheyrðra verka sem flutt verða er undurfögur Ave María eftir alþýðulistakonuna Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem nefnd hefur verið Listakonan í fjörunni. Viðburðir Hvað? Útskriftarverk samtímadans- ara 2018 Hvenær? 20.00 Hvar? Gamla bíó Verkið sækir innblástur sinn í hvernig dans hefur í gegnum ald­ irnar sameinað manneskjur á tíma­ mótum. Dansathafnir sem tengja saman hjörtu, sálir, líkama og efla samkennd og samveru þeirra sem taka þátt. Lagt var upp í rann­ sókn á keðjum, keðju­ verkun og hvernig hægt er að byggja upp og brjóta niður hringrásir upphafs og endaloka til að skapa dans tileinkaðan hinni ókomnu framtíð. Hvað? Hvernig verður verðlaunavefur til? Hvenær? 17.00 Hvar? Kolibri, Borgartúni Fjöldi verkefna hlutu verðlaun og viðurkenningar á Íslensku vefverð­ laununum, en í tilefni þess verður kafað dýpra í hvernig þau urðu að veruleika með þeim sem bjuggu þau til. Rætt verður um hönnun, forritun og almennt um þróun og vinnslu slíkra verkefna svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi úr þessum viðburði. Nova og Ueno. munu ræða nova.is sem hlaut verðlaun sem Vefur ársins, Fyrir­ tækjavefur ársins (stór fyrirtæki) og Vefverslun ársins. Kolibri og Aranja munu ræða kolibri.is sem hlaut verðlaun fyrir hönnun og viðmót, ásamt því að vera valinn Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki). Fundarstjóri Rachel Sal­ mon, vefhönnuður hjá Kolibri. Hvað? Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson Hvenær? 19.30 Hvar? Þjóðleikhúsið Frumþættir leikhússins eru skrúfaðir í botn í nýju verki Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar, Stríði, þar sem Sin­ fóníuhljómsveit Íslands leikur frumsamda tónlist Kjartans og handmáluð leiktjöld eftir Ragnar prýða sviðið. Allt er þetta umgjörð fyrir meginþátt verksins, leikarann að leika; manneskju sem sannlega þykist þjást sem yfirgefinn, deyj­ andi hermaður í rústum stríðs. Hvað? Meðgönguljóð nr. 29, 30 & 31 Hvenær? 20.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Við fögnum útgáfu nýjustu bóka í seríu Meðgönguljóða, bókaflokks Partusar sem helgaður er nýja­ bruminu í íslenskri ljóðlist. Sýningar Hvað? Vorsýning nemenda: Hönnun, teikning, smíði Hvenær? 15.00 Hvar? Tækniskólinn, Skólavörðuholti Vorsýningin Hönnun – Teikning – Smíði er samsýning brautanna hönnunar­ og nýsköpunar­ brautar, tækniteiknunar og húsgagna­ og húsa­ smíða við Tækniskól­ ann. Sýnd eru verk­ efni þessara brauta sem unnin hafa verið á vorönn 2018. Hvað? Loji Höskulds- son – Garður meðal- mennskunnar Hvenær? 13.00 Hvar? Gallery Port, Laugavegi Sýning Loja Höskuldssonar stend­ ur yfir í Gallery Port. Valgerður Þóroddsdóttir og félagar hjá Partusi gefa út þrjár nýjar Meðgönguljóðabækur í dag. fréttablaðið/gVa loji Höskuldsson í gallery Port í dag kl. 13.00. ÚRSLIT 2018 MIÐVIKUDAG KL. 18:30 MARSEILLE ATLÉTICO MADRID 1 6 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R20 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 8 -1 9 2 C 1 F C 8 -1 7 F 0 1 F C 8 -1 6 B 4 1 F C 8 -1 5 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.