Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Mörg bjóða til að mynda upp á hljóðleiðsögn á fleiri tungumálum, skýringar­
myndir, bæði ljósmyndir og teikn­
ingar og texta. Með því leggja söfnin 
sig fram um að ná til fleiri gesta 
og mæta ólíkum þörfum þeirra,“ 
útskýrir Helga. „Þá eru sum íslensk 
söfn að ganga í gegnum breytingar 
og sem dæmi má nefna að Sjó­
minjasafnið í Reykjavík, Byggða­
safnið að Görðum á Akranesi og 
Listasafnið á Akureyri eru öll að 
vinna að nýjum grunnsýningum. 
Ofurtenging nauðsyn 
í nútímanum
Helga segir þema Safnadagsins; 
Ofurtengd söfn: Ný nálgun, nýir 
gestir, lýsandi fyrir þær áskoranir 
sem söfn standi frammi fyrir í dag. 
Samfélagsmiðlar leiki stórt hlutverk 
í kynningarstarfi og íslensk söfn 
nýti þá vel.
„Söfnin eru á Facebook, Insta­
gram, Twitter og Snapchat. Í 
breyttum heimi tækninnar eru 
einnig vefsíður eins og til dæmis 
Trip Advisor helsta hjálpar­
tæki erlendra ferðamanna þegar 
ákveða skal hvað á að skoða. 
Það er gaman að segja frá því að 
íslensk söfn hafa almennt fengið 
góðar umsagnir á Trip Advisor,“ 
segir Helga og Guðný bætir við að 
með samfélagsmiðlum nái söfnin 
til breiðari hóps.
„Instagram og Twitter er ný leið 
til þess að laða þá að sem annars 
kæmu ekki. Þá fer einnig fram 
heilmikil miðlun á efni á heima­
síðum safnanna. Grunnþáttur 
í starfsemi safna er í raun eins. 
Það er að varðveita og passa upp 
á safnkostinn. Þegar kemur að 
miðlunar­ og fræðsluþættinum 
fara söfnin ólíkar leiðir að því 
að koma sínu á framfæri,“ segir 
Guðný.
Tilnefning til safnaverðlauna 
heiður
Íslensku safnaverðlaunin hafa 
verið veitt annað hvert ár við 
hátíðlega athöfn á Bessastöðum 
frá árinu 2000. Verðlaunin eru 
veitt fyrir framúrskarandi starf og 
metnað og nýstárlegar leiðir til 
miðlunar. Bæði ICOM og FÍSOS 
eiga fulltrúa í valnefnd og segir 
Guðný ávallt mikla spennu skapast 
kringum verðlaunin.
„Það er heiður að hljóta þessi 
verðlaun en ekki síður að fá til­
nefningu,“ segir Guðný. „Síðast 
hlaut Byggðasafn Skagfirðinga 
safnaverðlaunin, safn sem á sér 
langa sögu og er fyrirmynd annarra 
safna hvað varðar rannsóknarstarf, 
miðlun og fleira. Síldarminjasafnið 
á Siglufirði varð fyrsta safnið sem 
hlaut verðlaunin og er gott dæmi 
um safn sem setur sterkan svip á 
bæjarfélagið,“ segir Guðný.
Þrjú söfn eru tilnefnd í ár og 
þann 5. júní mun forseti Íslands 
veita viðurkenninguna á Bessa­
stöðum.
Vissir þú að …Nýlistasafnið, eða Nýló, er eitt elsta safn og sýningar­
rými í Evrópu í umsjón listamanna, 
stofnað árið 1978 og fagnar því 40 
ára afmæli í ár. Sérstaða Nýló er að 
vera listamannarekinn vettvangur, 
samhliða því að vera viðurkennt 
safn með safneign en slíkt þekkist 
varla í alþjóðlegu samhengi. Auk 
þess að varðveita safneign sem 
telur yfir 2.000 verk, heldur Nýló 
einnig utan um heimildir um 
gjörninga og arkíf um listamanna­
rekin rými.
Í safneigninni má meðal annars 
finna verkið Rigning eða Andlit í 
rigningu frá 1972 eftir Jón Gunn­
ar Árnason (1931­1989), en það er 
þekkt sem eitt af fyrstu hugmynda­
fræðilegum verkum listamannsins. 
Rigning býður áhorfendum að 
verða þátttakendur í verkinu með 
því að skoða sína eigin spegilmynd 
í fallandi rigningu. Verkið verður 
hluti af 40 ára afmælissýningu 
safnsins sem verður opnuð í byrjun 
júní og stendur til 12. ágúst 2018.
Nýló fagnar fjörutíu árum
Guðný Dóra og Helga Maureen hvetja landsmenn til þess að kíkja á söfn á 
Alþjóðlega safnadaginn sem og aðra daga.
Í maímánuði á ári hverju fær Byggðasafnið í Görðum marga hópa úr leikskólum og skólum 
í heimsókn og fylgir því forvitni 
og fjör. Krakkarnir fá að heyra 
ýmislegt frá fyrri tíð. Meðal þess 
sem kemur krökkum á óvart er að 
„óþekkir“ hafi verið settir í gapa­
stokk og að tveir hafi sofið í hverju 
litlu rúmi baðstofunnar. Í bak­
grunni má sjá Garðahús, steypt hús, 
sem var byggt á árunum 1876­1882.
Óþekkir settir í gapastokkinn 
Ég nota módel til að gera til­raunir, ég geri tilraunir til að skilja“ (Einar Þorsteinn).
Árið 2014 færði arkitektinn 
Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942­
2015) Hönnunarsafni Íslands allt 
innvols vinnustofu sinnar að gjöf. 
Um er að ræða dagbækur, módel, 
ljósmyndir, málverk, skissubækur, 
húsgögn og fleira sem tengist lífi 
hans og störfum, líklega um 1.500 
munir. 
Einar Þorsteinn var braut­
ryðjandi í rúmfræðirannsóknum 
og sérfræðingur í margflötungum. 
Hann var á undan sinni samtíð 
hvað varðar hugmyndir um sjálf­
bærni og er best lýst sem sann­
kölluðum endurreisnarmanni. 
Hann starfaði um langt skeið með 
myndlistarmanninum Ólafi Elías­
syni, meðal annars við hönnun 
glerhjúps tónleikahússins Hörpu.
Næstu mánuði mun starfsfólk 
Hönnunarsafns Íslands ásamt 
ýmsum góðum gestum skrásetja 
þessa muni í sýningarsal safnsins. 
Hér geta gestir fylgst með þegar 
hlutir eru teknir upp úr kössum, 
þeir ljósmyndaðir og skráðir í 
Sarp sem er safnmunaskrá og loks 
pakkað eftir kúnstarinnar reglum.
Safnið á röngunni með Einari 
Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt
Áhorfendur verða 
þátttakendur í 
verkinu með því að 
skoða sína eigin spegil-
mynd í fallandi rigningu.
Framhald af forsíðu ➛
Leik- og grunnskólabörn heimsækja Byggðasafnið í Görðum.
Komdu á safn er yfirskriftin á myndbandi sem fer í loftið á Safnadaginn 18. maí. Mynd­
bandið verður sýnilegt á sam­
félagsmiðlum og heimasíðu FÍSOS, 
safnmenn.is, og dreift sem víðast. 
Það er kvikmyndateymið MASH 
sem á heiðurinn af þessari kynn­
ingu á söfnum á Íslandi.
Komdu á safn fer í loftið í dag„Okkur langar að bjóða gestum að 
njóta þess sem safnið hefur upp á 
bjóða og kynnast sýningum þess 
hverju sinni,“ segir Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður. MYND/ERNIR
Gestum býðst að skoða grunn­sýningu Þjóðminjasafnsins með því að fara í ratleik um 
safnið, gestir fá tvo miða á verði 
eins og frítt er inn á safnið fyrir 
börn yngri en 18 ára. Fjölmargar 
sýningar eru í boði og notalegt 
kaffihús fyrir alla fjölskylduna í 
safninu 
„Heimsókn á safn snýst um að 
njóta stundarinnar, fræðast og fá 
innblástur, hitta vini og fjölskyldu, 
fá sér gott kaffi og einfaldlega vera 
til. Á Þjóðminjasafninu er alltaf 
eitthvað nýtt að skoða og það er 
engin ástæða til að setja sig í þær 
stellingar að maður þurfi að læra 
alla Íslandssöguna á einu bretti, 
heldur einfaldlega skoða það sem 
vekur áhuga hverju sinni,“ segir 
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð­
minjavörður og minnir á að börn 
séu ávallt velkomin á safnið. 
Grunnsýningin í forgrunni
Margrét segir að í tilefni af 
alþjóðlega safnadeginum verði 
grunnsýning Þjóðminjasafnsins 
í forgrunni en auk hennar verði 
sérsýningarnar Prýðileg reið­
tygi, Dysnes: Heiðnar grafir í nýju 
ljósi og ljósmyndasýningin Langa 
blokkin í Efra­Breiðholti í aðal­
hlutverki. „Okkur langar að bjóða 
gestum að njóta þess sem safnið 
Njóta, fræðast 
og fá innblástur
Alþjóðlegi safnadagurinn verður spennandi á Þjóðminja-
safni Íslands. Fjölskyldufólk er sérstaklega velkomið. 
hefur upp á bjóða og kynnast sýn­
ingum safnsins hverju sinni. Þar 
er eitthvað við allra hæfi, s.s. allt 
frá jarðfundnum minjum á land­
námstíma, til áhugaverðrar sam­
tímarýni. Allt eru þetta sýningar 
sem einkennast af fjölbreytileika 
mannlífs í gegnum aldirnar og 
litríkum menningararfi almennt. 
Sýningin Prýðileg reiðtygi hefur 
vakið mikla athygli og aðdáun en 
þar má sjá söðla, fagurlega glitofin 
og saumuð söðuláklæði og fallegt 
handverk sem endurspeglar list­
fengi og handverk fyrr á tímum. Á 
Dysnessýningunni fær fólk góða 
innsýn í fornleifarannsókn sem nú 
stendur yfir en í fyrra fundust sex 
kuml á Dysnesi við Eyjafjörð sem 
varpa nýju ljósi á forna greftrunar­
siði. Í þessum heiðnu gröfum fund­
ust m.a. sverð, skjaldbólur, nælur, 
silfurhringur og perlur sem eru 
til sýnis á safninu. Á ljósmynda­
sýningunni Langa blokkin í Efra­
Breiðholti fá gestir að sjá líf íbúa og 
umhverfi þeirra í 320 metra blokk 
í Reykjavík en íbúarnir koma frá 
öllum heimsins hornum, en hér 
hafa sest að innflytjendur allt frá 
landnámi sem okkur finnst vert að 
vekja athygli á í sýningum okkar,“ 
upplýsir Margrét.
Starfsfólk Þjóðminjasafnsins 
tekur vel á móti gestum og Mar­
grét á von á mikilli stemningu á 
morgun. „Við vonumst til að sem 
flestir gefi sér tíma til að koma á 
Þjóðminjasafnið og njóti stundar­
innar með okkur,“ segir hún að 
lokum.
Aðgöngumiði að Þjóðminjasafninu 
gildir einnig í Safnahúsið við 
Hverfisgötu sem tilheyrir Þjóð-
minjasafni Íslands. Allar nánari 
upplýsingar má fá á vefnum www.
thjodminjasafn.is.
Gestir geta fylgst með þegar hlutir eru 
teknir upp úr kössum, ljósmyndaðir 
og skráðir í safnmunaskrána Sarp.
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 
 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RSAfNADAGuRINN
18
-0
5-
20
18
  
04
:3
0
F
B
04
8s
_P
03
6K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
02
5K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
01
3K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
02
4K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
D
5-
81
F
8
1F
D
5-
80
B
C
1F
D
5-
7F
80
1F
D
5-
7E
44
27
5 
X
 4
00
.0
01
2A
  
 
F
B
04
8s
_1
7_
5_
20
18
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48