Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Í elsta bæjarhluta Akureyrar er Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús í fögru umhverfi 
fyrsta tjáræktargarðs Akureyrar 
með hinni fallega einföldu Minja-
safnskirkju. 
Vissir þú að Nonni var þekktasti 
listamaður Íslands á fyrri hluta 20. 
aldar? Húsið ber þess merki, enda 
fullt af bókum á ýmsum tungumál-
um, jafnvel kínversku, esperanto 
og rússnesku. Nonni bjó á Akureyri 
til 12 ára aldurs, þá fór hann til 
Evrópu, gerðist jesúítaprestur og 
síðar rithöfundur.
Hefur þú séð skrímslin og tjald-
búðirnar á Minjasafninu á Akur-
eyri? Viltu prófa að gerast íbúi á 
Akureyri á 19. öld? Á Minjasafninu 
eru þrjár sýningar opnar í sumar.
Skrímslin eru hluti af sýningunni 
Land fyrir stafni, árlegri sýningu úr 
safni 80 einstakra landakorta frá 
1547-1808 þar sem Ísland tekur á 
sig alls konar myndir bæði þekktar 
og óþekktar. Á þeim er að finna 
fólk, furðuverur og forvitnilegar 
upplýsingar. Gömul kort kalla á 
margmiðlun fortíðarinnar. Furðu-
verurnar spretta fram sem styttur 
í herbergi kortagerðarmannsins 
þar sem leika má með ýmsa muni, 
skuggaleikhús og í júní bætist við 
leikborð með furðuverum og segl-
skipum þar sem hægt verður að 
lenda í ýmsum ævintýrum.
Það er óvenjulegt að tjalda á 
safni. Hvað þá að setja upp tjald-
búðir. Þegar gera á ríkulegu 100 
ára starfi skáta á Akureyri skil í 
sýningu er það hins vegar mjög 
skiljanlegt og skemmtilegt.
Akureyri, bærinn við Pollinn, 
er sýning þar sem þú stígur aftur 
í tímann og kynnist bæjarlífinu 
frá ýmsum sjónarhornum, setur 
jafnvel upp hatt og gerist bæjarbúi 
á 19. öld.
Önnur söfn sem heyra undir 
Minjasafnið eru Davíðshús, heimili 
skáldsins frá Fagraskógi, og Gamli 
bærinn Laufás. Hægt er að kaupa 
aðgang að öllum fjórum söfnunum 
sem gildir í sólarhring.
Minjasafnið á Akureyri er í Aðalstræti 58. 
Sími 462 4162. Sjá nánar á minjasafnid.is.
Margir þekkja 
Nonna og 
Manna en færri 
vita að Nonni 
var þekktasti 
listamaður 
Íslands á fyrri 
hluta 20. aldar 
og voru bækur 
hans þýddar á 
mörg tungumál.
Aðalstræti 10 hefur nýlega verið opnað sem safna- og sýningahús á vegum Borgar-
sögusafns Reykjavíkur. Um er að 
ræða elsta og eitt merkasta hús 
borgarinnar, í hjarta gamla mið-
bæjarins, en það var reist árið 1762 
fyrir starfsemi verksmiðja Innrétt-
inganna.
Í húsinu eru þrjár sýningar:
Ljósmyndasýningin Reykjavík 
1918, en sýningin er samstarfs-
verkefni Þjóðminjasafns Íslands og 
Borgarsögusafns Reykjavíkur í til-
efni aldarafmælis fullveldis Íslands 
og er styrkt af afmælisnefnd við-
burðarins.
Torfhúsabærinn Reykjavík er 
sýning sem byggir á rannsóknum 
Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. 
Sýningin fjallar um torfhús í 
Reykjavík frá upphafi landnáms til 
fyrstu áratuga 20. aldar.
Í elsta hluta hússins er sýningin 
Aðalstræti 10 – Minningar 1762-
1900 sem hefur að geyma ýmsa 
forvitnilega muni úr safneign. 
Sýningarhönnuður er Þórunn 
Elísabet Sveinsdóttir.
Í húsinu er einnig starfrækt 
vönduð safnbúð Borgarsögusafns 
Reykjavíkur er býður upp á úrval 
sérhannaðra minjagripa og gjafa-
vöru.
Aðalstræti 10 er hluti af Borgar-
sögusafni Reykjavíkur – einu safni 
á fimm frábærum stöðum.
Áhugaverðar sýningar  
í einu elsta húsi borgarinnar
Margir safnmunir sem eiga langa og merkilega sögu láta lítið yfir sér. 
Fyrir framan gamla torfbæinn í 
Glaumbæ í Skagafirði er úthöggv-
inn steinn. Annars vegar er 
höggvið gat í steininn, hins vegar 
eru tvö þrep höggvin í hann. Þetta 
er hestasteinn. Gatið er til að binda 
í en þrepin eru fyrir konur og börn 
til að stíga upp á steininn og setjast 
í reiðverið. Þessi steinn kom sér 
vel fyrir konur sem riðu í söðli. Ef 
þær höfðu ekki góða „bakþúfu“, 
eins og þennan stein til að stíga 
upp á, þurftu þær að fá einhvern 
til að lyfta sér í söðulinn. Þær gátu 
sveiflað sér hjálparlaust í söðulinn 
af steininum. Enginn veit hve 
gamall hann er eða hver hjó hann. 
Steinninn tengist mörgum þáttum 
í sögu lands og þjóðar, s.s. merki-
legri sögu sem rakin er í sýning-
unni „Prýðileg reiðtygi“, sem nú er 
í Þjóðminjasafni Íslands.
Enginn veit hve steinninn er gamall
Í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, má fram til 27. maí sjá tvær áhuga-
verðar sýningar. Í Aðalsal fæst 
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir 
við margþættar innsetningar. Mikil 
leikgleði ríkir í verkum hennar sem 
einkennast af flæði forma og lita 
sem hún vinnur með á ljóðrænan 
hátt líkt og um sjálfstætt tungumál 
sé að ræða. Í Sverrissal dansa verk 
Jóns Axels Björnssonar á litríkum 
mörkum hins sýnilega og ósýnilega, 
á milli forma sem birta okkur hluti 
og fanga huglægt ástand. Verkin 
einkennast af stórum einlita flötum 
sem skipta upp myndfletinum 
og fljóta á yfirborði hans, manns-
myndir skjóta upp kollinum á leið 
út eða inn við jaðar myndrammans. 
Veitingastaðurinn Krydd var opn-
aður í Hafnarborg fyrr í mánuð-
inum og verður enginn svikinn 
af heimsókn þangað. Hafnarborg 
er opin frá 12-17 alla daga nema 
þriðjudaga og ókeypis aðgangur.
Leikgleði og litir í Hafnarborg
Börn og fullorðnir njóta þess sem Nonnahús og Minjasafnið hafa að bjóða.
Skrímsli á Akureyri
Furðuverur, skuggaleikhús og forvitnilegar upplýsingar 
finnast á Minjasafni Akureyrar. Hægt er að fara í fortíðina.
Á Minjasafninu 
á Hnjóti er hægt 
að sjá alls kyns 
áhugaverða 
muni.  
MYND/HAUKUR 
SIGURÐSSON
Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn er ein-stætt safn merkilegra muna 
frá sunnanverðum Vestfjörðum. 
„Þessir munir segja sögu sjósóknar, 
landbúnaðar og daglegs lífs á 
svæðinu. Þeir veita góða innsýn 
í lífsbaráttu fólks og þá útsjónar-
semi og sjálfsbjargarviðleitni sem 
það varð að beita til að komast af 
við erfiðar aðstæður í gegnum ald-
irnar,“ segir Óskar Leifur Arnarsson 
safnstjóri. „Á safninu er að finna 
marga áhugaverða muni. Fjöldi 
gesta kemur til dæmis til að fræðast 
um björgunarafrekið við Látrabjarg 
árið 1947 eða til að skoða muni frá 
Gísla á Uppsölum, meðal annars 
hattinn hans.“
Á grunnsýningu safnsins er 
breiðfirskur bátur sem heitir Gola, 
en Jón á Skálanesi afi Óskars safn-
stjóra, var seinasti eigandi bátsins. 
„Bátar voru mjög mikilvægur hluti 
af lífi fólks á svæðinu, ekki aðeins 
til sjósóknar, heldur einnig sem 
samgöngumáti, landbúnaðartæki 
og til nýtingar á hlunnindum,“ segir 
Óskar. „Þau hlunnindi sem meðal 
annars voru nýtt í Breiðafirðinum 
voru dúnn, egg, fugl og selur.“
Í næsta nágrenni við safnið á 
Hnjóti er Látrabjarg, en þar var 
stunduð mikil eggjataka og veiðar á 
fugli. „Enn í dag sígur fólk í bjargið 
eftir eggjum, en fuglaveiðarnar 
hafa verið bannaðar,“ segir Óskar. 
„Þegar staðið er á bjargbrúninni 
með þverhnípið og ólgandi sjóinn 
við Látraröst fyrir framan sig áttar 
maður sig á hættunni sem fólk lagði 
sig í við að færa björg í bú.
Eðli landsvæðisins og fólks-
fækkun til sveita á undanförnum 
áratugum hefur gert það að verkum 
að það er erfitt að smala og því 
hefur fé sums staðar gengið úti svo 
árum skiptir. Nú í sumar er svo 
von á sérstökum gestum á safnið, 
því um miðjan júní verður opnuð 
sýning um villiféð í fjallinu Tálkna,“ 
segir Óskar. „Það eru þau Bryndís 
Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson 
sem vinna að gerð sýningarinnar og 
hún fjallar um aðgerðirnar sem lagt 
var í þegar fjárstofninum í fjallinu 
var smalað og slátrað á árunum 
2008 og 2009. Bryndís og Mark 
skoða á sýningunni mörk þess að 
vera húsdýr og villt, út frá ýmsum 
sjónarhornum.“
Minjasafnið að Hnjóti er opið alla 
daga frá 1. maí til 30. september, frá 
kl. 10-18.
Merkilegir munir  
frá einstökum stað
Á Minjasafni Egils 
Ólafssonar er 
hægt að skoða 
marga merkilega 
muni frá sögu 
sunnanverðra 
Vestfjarða.
 4 KYNNINGARBLAÐ  1 8 .  M A Í  2 0 1 8  F Ö S T U DAG U RSAfNADAGURINN
18-05-2018
   04:30
F
B
048s_P
035K
.p1.pdf
F
B
048s_P
026K
.p1.pdf
F
B
048s_P
014K
.p1.pdf
F
B
048s_P
023K
.p1.pdf
A
utom
ation
P
late rem
ake: 1F
D
5-86E
8
1F
D
5-85A
C
1F
D
5-8470
1F
D
5-8334
275 X
 400.001
2B
     
F
B
048s_17_5_2018
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48