Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Ég hef alltaf verið trúuð á Guð, allt frá því að ég var lítið barn, en guðfræðinámið dýpkaði 
vitund mína um Guð,“ segir Áslaug 
Helga Hálfdánardóttir, söngkona, 
tónskáld og djákni við Lindakirkju.
Áslaug er líka grunnskólakennari 
og hafði kennt í fimmtán ár þegar 
hún ákvað fyrir þremur árum að 
læra til djákna við guðfræði- og 
trúarbragðadeild Háskóla Íslands.
„Ég fór í djáknanám því mig lang-
aði að vita meira. Ég hef stundum 
grínast með að ég vildi ekki vera sú 
vitlausasta í Lindakirkju því allir 
hinir vissu svo mikið, en í raun þyrsti 
mig í meiri og dýpri þekkingu á trú-
málum. Námið dýpkaði þekkingu 
mína á Guði og trúarbrögðum sem 
flest okkar hafa aðeins yfirborðs-
þekkingu á en mikil saga býr undir. 
Svo skemmdi ekki fyrir að Biblían 
er stórskemmtileg aflestrar,“ segir 
Áslaug og hlær.
Var í Klamedíu X
Áslaug var söngelskt barn og farin að 
semja lög á unglingsaldri. Hún lauk 
burtfararprófi í klassískum söng frá 
Söngskólanum og einnig söngkenn-
aranámi.
„En ég hef líka daðrað við poppaðri 
tónlist og var í hljómsveitunum Kalki 
og Klamedíu X. Nafn hljómsveitar-
innar er mörgum eftirminnilegt en 
þar sem Þráinn og Jón Geir fóru síðan 
í Skálmöld, Bragi í Baggalút, Örlygur 
varð tónskáld og Snorri Hergill rithöf-
undur vil ég helst ekki að Klamedían 
festist við mig,“ segir Áslaug og skellir 
upp úr.
Hún gerðist kórfélagi í Kór Linda-
kirkju í mars 2010 en í janúar sama 
ár tók Óskar Einarsson, sem er einnig 
stjórnandi Gospelkórs Fíladelfíu, við 
sem tónlistarstjóri Lindakirkju.
„Óskar er meistari á sínu sviði og 
fullur eldmóðs þegar kemur að tón-
list,“ segir Áslaug sem á fyrsta ári sínu 
í kórnum var farin að semja gospellög 
fyrir kórinn í útsetningum Óskars.
„Gospel er trúarleg tónlist og ég 
sem mest af henni nú. Ég er aldrei 
lengi að semja. Lögin bara streyma 
til mín og yfirleitt þegar ég hef engan 
tíma í lagasmíðar. Ég sest sjaldnast 
niður í þeim tilgangi að semja lag því 
þá gerist yfirleitt ekki neitt.“
Gott fyrir sálina að syngja
Á annan í hvítasunnu er hefð 
fyrir því að Kór Lindakirkju haldi 
stórtónleika og á því verður engin 
breyting í ár.
Kirkjan er fólkið
Kór Lindakirkju heldur stórtónleika á annan í hvítasunnu þar sem frægir gospelsálmar verða fluttir 
í bland við nýja íslenska gospeltónlist. Áslaug Helga Hálfdánardóttir lofar himneskri upplifun.
Kór Lindakirkju 
varð í 2. sæti 
í sjónvarps-
þáttunum Kórar 
Íslands og eiga 
sér marga aðdá-
endur enda 
fádæma góður 
sönghópur sem 
syngur undir 
styrkri stjórn 
Óskars Einars-
sonar.
„Þetta verða stórkostlegir tón-
leikar þar sem öflugar raddir syngja 
kröftuga gospeltónlist í bland við 
mýkri tónsmíðar. Á söngskránni 
verða fræg gospellög eftir Kirk 
Franklin og fleiri gospelstjörnur en 
líka frumflutningur á lagi eftir Sigurð 
Ingimarsson kórfélaga og majór 
í Hjálpræðishernum. Sérstakur 
gestur verður Arnar Dór Hannesson 
sem lenti í öðru sæti í The Voice 
2017 og sjálf syng ég einsöng ásamt 
fleirum úr kórnum,“ segir Áslaug og 
lofar stórkostlegri skemmtun með 
frábærri hljómsveit og einstökum 
söngröddum.
„Fólk dregst að gospeli því það 
fyllir kirkjuna lífi og dillandi tónum 
og það er svo nærandi fyrir sálina að 
syngja og hlusta á tónlist. Það er líka 
frábært að blanda saman gospeli 
og hefðbundnum sálmum. Allar 
stíltegundir tónlistar eiga rétt á sér 
innan kirkjunnar og það þarf ekki 
að vera ein stefna í boði alls staðar. 
Þeir sem vilja hlusta á klassíska 
kirkjutónlist eiga að geta sótt hana í 
kirkjur þar sem hún er virkilega vel 
flutt og þeir sem vilja heyra gospel 
geta komið til okkar.“
Kór Lindakirkju lenti í öðru sæti 
í sjónvarpsþáttunum Kórar Íslands 
og hefur undanfarna páska sungið í 
söngleiknum Jesus Christ Superstar í 
Hörpu og Hofi. Hann stefnir að upp-
töku á frumsömdu efni í haust.
„Við tökum okkur ýmislegt fyrir 
hendur utan hefðbundins messu-
söngs, sem er auðvitað alltaf á okkar 
höndum. Flestir sem koma til messu 
í Lindakirkju verða hissa þegar 
þeir heyra í kórnum syngja fallega 
sálma í bland við hressandi gospel. 
Í kórnum eru fimmtíu söngvarar 
og færri komast að en vilja. Óskari 
berast vikulega óskir um að komast 
í kórinn en á haustin eru inntöku-
próf ef losnar um og þá gerðar 
miklar kröfur til söngvaranna, 
enda samanstendur kórinn af mjög 
flottum söngvurum, bæði lærðum 
og ólærðum,“ upplýsir Áslaug.
Öll reynsla þroskar mann
Hvítasunna er stór hátíð kristinna 
manna og þess minnst þegar heil-
agur andi kom yfir lærisveina Jesú 
sem stofnuðu kristna kirkju.
„Sannarlega verða trúarleg stef í 
tónlistinni enda er gospel trúartón-
list, en fyrst og fremst eru tónleik-
arnir skemmtun og hefð kórsins á 
hvítasunnu,“ segir Áslaug sem nýtur 
sín vel í starfi djáknans.
„Ég hlakka alltaf til að mæta til 
vinnu í kirkjunni, hér er góður 
mórall og vinnan er skemmtileg 
og fjölbreytt. Ég sakna þess ekki að 
kenna en er þó alltaf að kenna hér 
í kirkjunni, í fermingarfræðslunni, 
með unglingagospelkórnum, á 
foreldramorgnum og fleiru. Kenn-
aranámið hefur því nýst mér vel í 
kirkjunni. Sálgæsla getur svo verið 
erfið og auðvitað kemur fullt af sorg-
legum hlutum inn á borð manns í 
kirkju, en maður reynir að taka það 
ekki með sér heim og öll reynsla 
þroskar mann.“
Tónleikarnir hefjast í Lindakirkju 
klukkan 20, 21. maí. Mikil aðsókn er 
á tónleika Kórs Lindakirkju og hægt 
að nálgast miða fyrir fram í Linda-
kirkju en miðar verða líka seldir við 
innganginn. Aðgangseyrir er 2.000 
krónur en frítt fyrir tólf ára og yngri.
Þórdís Lilja 
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Áslaug Helga Hálfdánardóttir er söngkona, tónskáld og djákni við Lindakirkju. Kirkjan er vel sótt og vinsæl, kór hennar 
rómaður, og Áslaug segir mikilvægt að kirkjan komi til móts við fólkið því kirkjan sé fólkið. MYND/ANTON BRINK
mánudaga-föstudaga   7.30 -17.30
laugardaga  8.00 -16.00
sunnudaga  9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35 
Fálkagata 18 
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
18-05-2018
  04:30
F
B
048s_P
031K
.p1.pdf
F
B
048s_P
030K
.p1.pdf
F
B
048s_P
018K
.p1.pdf
F
B
048s_P
019K
.p1.pdf
A
utom
ation
P
late rem
ake: 1F
D
5-A
E
68
1F
D
5-A
D
2C
1F
D
5-A
B
F
0
1F
D
5-A
A
B
4
275 X
 400.001
6B
   
F
B
048s_17_5_2018
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48