Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Í ár er haldið upp á tíu ára afmæli fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. Sér-stök dagskrá verður í Veröld – Húsi Vigdísar Finnboga-dóttur þann 24. og 25. maí 
en þar verður farið yfir fjölmenn-
ingarstarf safnsins síðastliðin tíu 
ár, fjölbreytt verkefni verða kynnt 
og rætt um mikilvægi menningar og 
listar í fjölmenningarlegu samfélagi. 
Yfirskrift ráðstefnunnar er Rætur 
og vængir og meðal fyrirlesara eru 
Vigdís Finnbogadóttir, Eliza Reid, 
Mazen Maarouf og Sjón.
Starf sem opnar heiminn
Allt frá upphafi hefur Kristín R. Vil-
hjálmsdóttir verið verkefnastjóri 
fjölmenningar á Borgarbókasafninu. 
„Samstarf mitt og Borgarbókasafns-
ins hófst á því að ég var beðin um að 
halda fyrirlestur fyrir allt starfsfólk 
Borgarbókasafnsins og tengja hug-
myndir Menningarmótsverkefnisins, 
sem ég hafði þróað í kennarastarfi 
mínu við grunnskóla í Silkeborg, við 
bókasöfn,“ segir Kristín. „Þetta var í 
lok janúar 2008 en á þeim tíma var 
íslenskukunnátta mín ekki mjög góð 
þar sem ég var nýkomin til Íslands 
eftir að hafa búið í Danmörku í 29 ár 
án tengingar við íslenskuna. Erindið 
fór fram á íslensku jafnt sem dönsku 
og glærurnar voru allar á dönsku. 
Hugmyndirnar féllu í góðan jarðveg 
og í kjölfarið var ég ráðin til að móta 
þetta nýja starf út frá þeim; að tengja 
fólk í gegnum fjölbreytt tungumál, 
menningu og listir. Ég ætlaði ein-
ungis að vera á Íslandi í hálft ár, en 
árin eru orðin tíu. Þetta starf hefur 
opnað heiminn fyrir mér á margvís-
legan hátt – og vonandi fyrir mörgum 
öðrum líka.“
Flestir fara á Borgarbókasafnið til 
að velja sér bækur, en starfsemin er 
miklu meira en bara það. „Við erum 
að hýsa uppákomur og sýningar og 
atburði þar sem fólk kemur saman, 
þar á meðal innflytjendur,“ segir 
Kristín. „Við veitum aðgang að hús-
unum okkar þannig að þar er lifandi 
starfsemi sem skiptir fólk máli. Við 
viljum að næstu kynslóðir noti húsin 
okkar undir nám og áframhaldandi 
menntun og sem menningarmiðju en 
líka sem þátttökuvettvang.“
Fulltrúar eigin lífs og reynslu
Spurð um hlutverk sitt segir hún: 
„Hlutverk mitt í uppbyggingu fjöl-
menningarstarfs Borgarbókasafnsins 
hefur fyrst og fremst falist í því að 
koma á samstarfi milli einstaklinga, 
samtaka og stofnana með það að 
leiðar ljósi að virkja börn og fullorðna 
til samfélagslegrar þátttöku og stuðla 
að gagnvirkri menningar- og tungu-
málamiðlun. Þróun fjölmenningar-
starfsins hefur litast af persónulegri 
reynslu minni af því að vera af erlend-
um uppruna, en einnig af reynslu 
minni sem tungumálakennari.“
Kristín leggur mikla áherslu á að 
fjölmenningarstarfið sé hugsað fyrir 
alla en sé ekki sérverkefni fyrir fólk 
af erlendum uppruna. „Fjölmenning 
tengist öllum borgarbúum og sam-
spil milli fjölbreyttra menningar-
heima og tungumála auðgar mannlíf 
borgarinnar. Það skiptir líka máli 
að einstaklingar séu ekki álitnir full-
trúar ákveðinna þjóða, heldur full-
trúar eigin lífs og reynslu. Með því að 
gera hlutina saman sameinumst við 
um samfélag okkar og virkjum fólk 
til þátttöku í menningarlífinu. Það er 
mikilvægt að fólk fái að skilgreina sig 
út frá lífi sínu og lífsreynslu en sé ekki 
alltaf flokkað út frá þjóðerni. Grund-
vallaratriði í þessari starfsemi er að 
allir fái að njóta sín. Þegar einstakling-
ur blómstrar eru enn meiri líkur á að 
hópur og samfélagið blómstri einnig.“
Heimanám á bókasafninu
Sem dæmi um að fjölmenningarstarf 
Borgarbókasafnsins hafi ratað inn í 
kerfið nefnir Kristín að ný fjölmenn-
ingarstefna menningar- og ferða-
málasviðs, Rætur og vængir, byggi 
á fjölmenningarreynslu safnsins 
en hún var formaður starfshópsins 
sem að henni stóð. Hún nefnir einnig 
verkefnið Café Lingua, þar sem fólk 
með íslensku sem annað mál fær 
tækifæri til að tjá sig á íslensku og að 
kynna móðurmál sitt fyrir öðrum, og 
Menningarmót – fljúgandi teppi þar 
sem nemendur, foreldrar og starfs-
fólk hittist og kynnir persónulega 
menningu sína.
Heilahristingur er síðan enn eitt 
af verkefnum fjölmenningarstarfs 
safnsins en það byggir á aðstoð 
við heimanám og er í samstarfi 
við Rauða krossinn og skóla og frí-
stundasvið. „Þetta er eitt af þeim 
verkefnum sem fór af stað á fyrsta 
árinu, það er nú á þremur bóka-
söfnum okkar og við viljum endi-
lega að það fari á fleiri söfn,“ segir 
Kristín. „Verkefnið er bæði fyrir börn 
með íslenskar og erlendar rætur, það 
eru um 70 börn og ungmenni sem 
fá þessa þjónustu. Brottfall meðal 
erlendra nemenda er mjög hátt og 
að mínu mati er þetta verkefni sem 
getur snúið þeirri þróun við. Til að 
geta lært verður fólki að líða vel, 
eiga góð félagsleg tengsl og vera með 
jákvæða sjálfsmynd.
Börnin eru ekki að fara í sér-
kennslu heldur að fara á bókasafnið 
með vinum sínum að hitta sjálfboða-
liða Rauða krossins og vinna heima-
vinnuna. Það er ekki hægt að þakka 
sjálfboðaliðunum nógsamlega. Þetta 
eru bæði kennarar á eftirlaunum og 
fólk í háskólanámi og framlag þeirra 
er ómetanlegt. Stundum koma 
krakkarnir með foreldra sína og sýna 
þeim bókasafnið og aðstöðuna með 
stolti. Þannig erum við að fá nýja 
hópa inn í söfnin okkar. Svo fara 
þessir krakkar í framhaldsskóla og 
nota þá bókasafnið.“
Tákn og persónulegar sögur
Söguhringur kvenna er annað verk-
efni sem hófst árið 2008 í samstarfi 
við Samtök kvenna af erlendum 
uppruna, en þar hittast íslenskar og 
erlendar konur á bókasafninu. „Við 
höfum verið að þróa þetta verkefni í 
öll þessi tíu ár. Þarna ræða konurnar 
saman og nota sköpun og listir fyrir 
þessi mikilvægu samtöl og tenging-
ar,“ segir Kristín. „Við erum búnar 
að búa til fjögur listaverk á þessum 
tíu árum. Fyrst gerðum við verkefni 
með tölum sem heitir Tölum saman. 
Síðan var búið til kort af Reykjavík, 
þar eru útlínur Reykjavíkurborgar 
og tákn kvennanna, gert úr punkt-
um. Svo gerðum við Íslandskort þar 
sem hver og ein kona setti persónu-
legt tákn á kortið og úr varð mjög 
fallegt heildarverk sem Kaffitár 
notar sem kynningarefni. Nú erum 
við að gera heimskort með löndum 
kvennanna. Konurnar hafa verið 
að hittast tvisvar í mánuði og hver 
og ein gerir sitt persónulega tákn á 
plexígler. Það er mjög persónuleg 
saga á bak við hvert tákn. Á Lista-
hátíð 10. júní verður dagskrá í nor-
ræna húsinu þar sem konurnar segja 
frá þessum táknum sínum. Verkið 
verður síðan til sýnis í Gerðubergi.“
Fjölmenningarstarf Borgar-
bókasafnsins hefur vakið athygli 
utan landsteinanna og hefur verið 
kynnt víða, eins og til dæmis í Kan-
ada, Belgíu, Tékklandi og á hinum 
Norðurlöndunum. Verkefnið hefur 
hlotið viðurkenningar eins og til 
dæmis tvær tilnefningar til Sam-
félagsverðlauna Fréttablaðsins og 
nú í lok ársins 2017 hlaut Menn-
ingarmót – fljúgandi teppi hina 
evrópsku viðurkenningu, Evrópu-
merkið fyrir nýsköpun innan tungu-
málakennslu.
Það er grundvallaratriði að allir fá að njóta sín
„Grundvallaratriði í þessari starfsemi er að allir fái að njóta sín,“ segir Kristín. FréTTablaðið/STeFán
Heimskortið sem íslenskar og erlendar konur vinna að. Mynd/Karen THor
Tíu ára afmæli 
fjölmenningar-
starfs Borgarbóka-
safnsins. Lifandi 
starfsemi sem 
skiptir fólk máli, 
segir verkefna-
stjórinn Kristín R. 
Vilhjálmsdóttir.
Kolbrún  
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
ÞegaR einsTaKLing-
uR BLómsTRaR eRu 
enn meiRi LíKuR á að hópuR 
og samféLagið BLómsTRi 
einnig.
1 8 .  m a í  2 0 1 8   F Ö S T U D a G U R24 m e n n i n G   ∙   F R É T T a B L a ð i ð
menning
18-05-2018
   04:30
F
B
048s_P
045K
.p1.pdf
F
B
048s_P
040K
.p1.pdf
F
B
048s_P
004K
.p1.pdf
F
B
048s_P
009K
.p1.pdf
A
utom
ation
P
late rem
ake: 1F
D
5-90C
8
1F
D
5-8F
8C
1F
D
5-8E
50
1F
D
5-8D
14
275 X
 400.001
3B
     
F
B
048s_17_5_2018
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48