Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Brynhildur  
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
MAGNESÍUM VÖKVI FRÁ FLORADIX
Magnesíum er nauðsynlegt líkamanum. 
Magnesíum hjálpar til við vöðva
og taugaslökun.
Bragðgóð steinefnabland sem inniheldur
magnesíum úr lífrænum jurtum.
Fæst í apotekum, heilsuvörubúðum og 
heilsuhillum verslana
Salsakommúnan er sprottin upp úr frjóum tónlistar-jarðvegi Menntaskólans við 
Hamrahlíð en úr honum hafa 
meðal annars sprottið sveit-
irnar Hjaltalín, Móses Hightower, 
Sprengjuhöllin, Nýdönsk og Stuð-
menn.
„Salsakommúnan var stofnuð 
fyrir árshátíð Hamrahlíðarkórsins 
fyrir fjórum árum þar sem við 
lékum fyrir dansi,“ segir Baldvin 
Snær Hlynsson, píanóleikari 
sveitarinnar, um tildrög hennar. 
„Svo lagðist hljómsveitin í dvala í 
tvö ár en var vakin til lífsins aftur 
fyrir tveimur árum og þá fórum 
við beint í að semja efni sem við 
höfðum ekki gert áður.“ Fljótlega 
kom í ljós að efnið vildi á plötu og 
hún lítur dagsins ljós um þessar 
mundir. Platan heitir Rok í Reykja-
vík og inniheldur frumsamin lög 
og texta eftir meðlimi sveitarinnar. 
Aðspurður um af hverju salsa hafi 
orðið fyrir valinu segir Baldvin að 
þar hafi áhugi Símonar söngvara og 
Sölva, sem spilar á slagverk, ráðið 
mestu. „Þegar við vorum ráðnir 
í okkar fyrsta gigg á árshátíðinni 
voru þeir á kafi í pælingum um 
salsatónlist og í gegnum þá fórum 
við Jakob van Oosterhut að pæla í 
þessari tónlist og svo bættust hinir 
í hópinn. Og það er eiginlega bara 
stemmingin, dansinn og gleðin sem 
heillaði okkur í bandinu og gerir 
enn.“
Sveitin er sprottin úr stórum 
vinahópi í MH og meðlimir því 
fleiri en færri. „Við erum yfir-
leitt ellefu talsins,“ segir Baldvin. 
„Ryþmasveitin samanstendur af 
píanói, kontrabassa og gítar sem 
á ættir að rekja til Kúbu og kallast 
tres, svo er blásarasveit þar sem 
eru tveir trompetar, básúna og 
saxófónn, og svo er slagverkið sem 
eru timbales, kongatrommur og 
bongótrommur.“ Fastir meðlimir 
í Salsakommúnunni eru ásamt 
Baldvini þeir Símon Karl, Sölvi 
Rögnvaldsson, Sæmundur Rögn-
valdsson, Jakob van Ooster hout, 
Þorgrímur Þorsteinsson Jón Arnar, 
Björgvin Ragnar, Helgi Reyr, Snorri 
Skúlason og Helge Haahr. „Eins 
og staðan er núna eru uppruna-
legir meðlimir sveitarinnar dreifðir 
hingað og þangað um heiminn,“ 
segir Baldvin sem sjálfur hefur nám 
við Konunglega tónlistar háskólann 
í Stokkhólmi í haust, „þannig að við 
höfum þurft að fá sessjón spilara 
með okkur þegar sveitin heldur tón-
leika.“ Þannig kemur einnig nafnið 
á hljómsveitinni til. „Nafnið spratt 
af því að við erum mjög fjölmenn 
hljómsveit en líka af því að við erum 
margir hverjir mjög uppteknir og 
áttuðum okkur á því að það yrði 
ekki alltaf sama grúppan sem myndi 
spila svo við erum alltaf að kalla inn 
fólk héðan og þaðan og því er þetta 
eiginlega svona kommúna.“
Hljómsveitin heldur útgáfu-
tónleika og ball næstkomandi 
fimmtudagskvöld í Iðnó og Baldvin 
lofar sannkallaðri salsasprengju. 
„Dansarar frá Salsa Iceland mæta 
hálf níu og kenna dans og svo 
byrjum við hálf tíu. Þannig að 
fólk getur farið á dansnámskeið 
og svo strax farið að nota það sem 
það lærði.“ Þetta er ekki í fyrsta 
sinn sem Salsakommúnan blæs til 
dansleiks. „Við höfum haldið svona 
böll áður, bæði í Hörpu og Iðnó, og 
það hefur alltaf verið smekkfullt og 
mikil stemming og mjög gaman. 
Og nú ætlum við að halda útgáfu-
tónleikana okkar í þessu ballformi 
þar sem bæði tónlistin og dansinn 
verður í fyrirrúmi. Ég mæli með því 
að þeir sem hafa sérstakan áhuga 
tryggi sér miða tímanlega svona í 
ljósi reynslunnar,“ bætir hann við 
og lofar að þó að veðurspár geri ráð 
fyrir að það verði rok í Reykjavík á 
fimmtudaginn verði hlýtt í Iðnó.
Útgáfutónleikarnir verða eins og 
áður sagði fimmtudaginn 24. maí í 
Iðnó en miðasalan er á tix.is.
Rok í Reykjavík en hlýtt í Iðnó
Salsakommúnan stendur fyrir salsaballi á fimmtudaginn, 24. maí, í Iðnó. Ballið er þó ekkert venju-
legt ball heldur líka útgáfutónleikar fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, Rok í Reykjavík.
Baldvin Snær í Iðnó þar sem útgáfutónleikar Salsakommúnunnar fara fram á fimmtudaginn. MYND/StefáN KaRlSSoN
Salsakommúnan er skipuð ellefu vinum úr MH sem féllu fyrir salsanu svo 
ekki varð aftur snúið. MYND/HaNS VeRa
 4 KYNNINGaRBlaÐ fÓlK  2 2 .  M a í  2 0 1 8  Þ R I ÐJ U DAG U R
22
-0
5-
20
18
   
04
:5
7
F
B
04
8s
_P
03
3K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
02
8K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
01
6K
.p
1.
pd
f
F
B
04
8s
_P
02
1K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
D
A
-B
F
B
C
1F
D
A
-B
E
80
1F
D
A
-B
D
44
1F
D
A
-B
C
08
27
5 
X
 4
00
.0
01
4B
   
  
F
B
04
8s
_2
1_
5_
20
18
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48