Kosningablaðið - 09.09.1904, Blaðsíða 1

Kosningablaðið - 09.09.1904, Blaðsíða 1
 KOSNINGA-BLAÐIÐ V 9. Sept. 1904. Kjósendur! — Kosningín stendur nú fyrir dyrum. Hvað eigum vér að gera ? Eigum vér að styðja að því að skjóta loku fyrir alla þingræðisstjórn þegar frá byrjun og tryggja oss þá vissu, að vér fáum að búa við ofríkisstjórn minnihluta þjóðarinnar? Sé svo, þá kjósið Jón Jensson. Eigum vér að styðja að því að steypa frá völdum þeirri stjórn, sem sýnt hefir sig til þessa óvenju- lega réttvísa og óhlutdi-æga, en hefta. allar fra'mkvæmdir til þarflegra hluta, til viðreisnar landi voru og þessu kjördæmi, en hugsa að eins um að rífast á þingi um pappírsgagn og skýjaborgir og „keisarans skegg“ ? Sé svo, þá kjósið Jón Jensson. Eða eigum vér að hugsa um að styðja góða stjórn til þarflegra framkvæmda og efla hagsœld lands vors og þessa kjördæmis? só svo, þá kjósið GUÐMUNÐ BJÖRNSSON! Hvort ber vott um betri máistað, að rægja og skamma persónu þingmannsefnis andstæðinga sinna, fylla dag eftir dag blöð með vitanlegum lygum um stjórnina og fylgismenn hennar og alt, sem fram fer, jafn- vel á opinberum fundum — eins og Uöð ng Hð inna sameinuðu stjórnarfjenda gera nú daglega, eða: að mæla ekkert móðgunaryrði um þingmannsefni andstæðinga sinna persónulega, segja satt eitt frá öllum viðburðum og beita. engum vopnum öðrum en röksemdum til sannfæringar — eins og fglgismenn stjórn■ arinnar gera? Oetur það verið réttur og góður málsstaður, sem þarf að styðja með látlausum rógi og lygum? Er það ekki að svíkja fósturjörð sína, að láta val.dafíkn sína sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum hennar, eins og þeir gera, sem ekki treysta sér tii að útvega andstæðing stjórnarinnar fylgi með neinu öðru en iygum? Hr. Jón Jensson er heiðvirður privatmaður og embættismaður; en: hann heflr setið á alþingi, og livað liggur eftir liann? — Nóg af fögrum loforðum á kjósendafundum; en framkvæmdirnar — hvar eru þær? Kjósið því GUÐMUND BJORNSSON, ekki hans vegna, heldur málstaðarins og landsins og kjördæmisins vegna. Ábyrgðarmaður: Jón Ólafsson. Prentsmiðja Reykjavíkur. 1904.

x

Kosningablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/1286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.