Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is  
AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. 
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum 
án endurgjalds.  ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is  HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is  
MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is 
Halldór
Hörður 
Ægisson
hordur@frettabladid.is
 
Enginn 
kaupir í 
banka upp á 
það loforð 
stjórnmála-
manna að 
banka-
skatturinn 
fari mögu-
lega ein-
hvern tíma í 
framtíðinni.
 
Við munum 
draga úr 
húsnæðis-
skorti, leysa 
samgöngu-
vandann og 
greiða úr 
fjármálum 
borgarinnar. 
Við munum 
tryggja 
stöðugan 
fjárhag og 
betri þjón-
ustu.
Á morgun göngum við til kosninga. Borgarbúar hafa aldrei haft svo marga valkosti en þeir hafa skýra valkosti. Þeir geta valið áframhaldandi 
stöðnun, skort og úrræðaleysi – eða þeir geta valið 
breytingar.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun setja íbúana 
í forgang. Við munum draga úr húsnæðisskorti, leysa 
samgönguvandann og greiða úr fjármálum borgarinnar. 
Við munum tryggja stöðugan fjárhag og betri þjónustu. 
Við ætlum að lækka útsvar og þjónustugjöld svo þú 
getir gert meira og farið lengra. Við ætlum að setja 
fjölskyldur í forgang og einfalda flókinn hversdaginn. 
Við munum forgangsraða í þágu menntunar og tryggja 
öllum börnum jöfn tækifæri. Við munum standa vörð 
um mannréttindi. Við munum vinna fyrir þig.
Við stöndum fyrir einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. 
Við viljum skapa borg þar sem þú getur fengið góða 
hugmynd og komið henni í framkvæmd. Borg sem 
ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram – og skapar 
frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Borg sem bannar 
minna og leyfir meira. Við viljum lítil opinber afskipti 
og lítil opinber umsvif. Við stöndum fyrir ábyrga fjár-
málastjórn og forgangsröðum í þágu grunnþjónustu. 
Við tryggjum frelsi og val um það hvernig þú lifir þínu 
lífi.
Við viljum skipuleggja fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt 
fólk. Borg sem mætir ólíkum þörfum ólíkra einstakl-
inga. Sjálfbær hverfi með öfluga nærþjónustu. Höfuð-
borg sem fjárfestir í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar 
samgöngur – vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. 
Borg sem ýtir undir samskipti og samvinnu í lífsbarátt-
unni. Heilsueflandi græna borg sem tryggir bætt lífsgæði 
– fyrir okkur öll.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er skýr valkostur 
fyrir þá sem vilja breytingar. Skýr valkostur fyrir þá 
sem vilja höfuðborg í forystu – samkeppnishæfa borg á 
innlenda sem alþjóðlega vísu. Leiðandi borg um grænar 
og vistvænar lausnir. Reykjavík í samkeppni um fólk 
og atgervi. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í 
forgang. Borg sem tryggir frelsi og val. Umhverfi þar sem 
fólki líður vel. Reykjavík sem vinnur fyrir þig.
Borg sem vinnur fyrir þig
Hildur 
Björnsdóttir
skipar 2. sæti 
á lista Sjálf-
stæðisflokksins í 
Reykjavík
CHARMING
KOMIN Í BÍÓ
Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók 
gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 
helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins 
greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki 
að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, 
sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess 
hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs.
Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almanna-
hagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með 
árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með 
því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum 
vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju 
bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir 
gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið 
að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, 
einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og 
um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur 
fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða 
til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir 
vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og 
vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jóns-
son, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn 
í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að 
endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaf-
lega röksemdin fyrir henni er brostin“. 
Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga 
hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á 
fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður 
erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr 
arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar 
í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa 
að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni 
sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá 
lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn 
verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að 
meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum 
að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að 
lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir 
sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn 
vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. 
Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, 
nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um 
að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni.
Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala 
fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir 
þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því 
líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast 
að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arð-
bærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa 
framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða 
að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri 
en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum 
heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að 
hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Rökin brostin
Oddvitar týndir í mannhafi
Sextán framboð freista þess að 
komast til áhrifa í borgarstjórn 
Reykjavíkur. Oft er vandséð 
hvað skilur að og eðlilegt að 
spyrja hvort ekki mætti sam-
eina slatta af flokkum ef egó 
oddvitanna fengju róandi. 
Þetta mannhaf er þó ef til vill til 
marks um að í sveitarstjórnar-
kosningum væri mögulega 
eðlilegra að kjósa einmitt fólk 
frekar en flokka. Sérfræðingar 
segja áhugann á kosningum í 
lágmarki og spá lakri kjörsókn. 
Álitsgjafar um stjórnmál og 
annálaðir spekúlantar skamm-
ast sín ekki einu sinni fyrir að 
geta ekki nefnt oddvita allra 
flokkanna á nafn. Það er af sem 
áður var.
Öllu á botninn hvolft
Í þessari absúrdkómedíu allri er 
allt á hvolfi. Sjálfstæðisflokkur-
inn leggur áherslu á græna 
borg, sem var áður kappsmál 
Samfylkingar. Viðreisn lofar að 
leiðrétta kynbundinn launa-
mun sem var mál VG í síðustu 
kosningum. Flokkur fólksins 
lofar svo ,,bjartri framtíð fyrir 
ungt fólk“. Veit Björt Ólafs-
dóttir af þessu og var ekki Björt 
framtíð örugglega dauð? Varla á 
það bætandi hjá Flokki fólksins 
að magna flækjustigið enn 
frekar með því að lauma sjálf-
dauðu sautjánda framboðinu 
í umræðuna. Kjósendur mega 
varla við meiri ringulreið.
thorarinn@frettabladid.is
2 5 . M A Í 2 0 1 8  F Ö S T U D A G U R16 S K O Ð U N  ∙  F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
25
-0
5-
20
18
  
05
:1
7
F
B
05
6s
_P
04
1K
.p
1.
pd
f
F
B
05
6s
_P
04
1K
.p
1.
pd
f
F
B
05
6s
_P
01
6K
.p
1.
pd
f
F
B
05
6s
_P
01
6K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
E
6-
A
3B
4
1F
E
6-
A
27
8
1F
E
6-
A
13
C
1F
E
6-
A
00
0
27
5 
X
 4
00
.0
01
2B
  
 
F
B
05
6s
_2
4_
5_
20
18
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56