Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjón-ustu á Íslandi sem mun án 
efa leiða til:
 
l minni gæða
l minna öryggis
l atvinnuleysis
l minni skatttekna
 
Það sem hér um ræðir er að  enn 
frekar  eykst að farið sé í hópferðir 
með erlenda ferðamenn um landið 
þar sem enginn innlendur leiðsögu-
maður er með í ferð heldur einungis 
erlendur hópstjóri. Hópstjórinn 
kemur þá gjarnan með hópnum til 
landsins eða frá skemmtiferðaskipinu 
sem liggur hér við bryggju. Kannski 
hefur hópstjórinn komið einu sinni 
áður til landsins, kannski aldrei og í 
besta falli nokkrum sinnum.
Mýmörg dæmi eru um að þetta 
hafi viðgengist hér í nokkuð langan 
tíma en nú heyrist að þetta muni 
aukast verulega í sumar og halda 
áfram á komandi árum ef ekkert 
verður að gert. Nú þegar er það að 
gerast að erlendar ferðaskrifstofur 
eru að hætta að nota þjónustu inn-
lendra ferðaskrifstofa við skipu-
lagningu og umsjón ferða á Íslandi 
og ætla sjálfar að sjá um alla skipu-
lagningu – þá eins og þeim hentar 
og væntanlega græða mest á. Og eitt 
af því sem þær virðast ætla sem sagt 
að gera er að flytja inn sína „leið-
sögumenn“, þ.e. hópstjóra.
Með þessu eru þeir að spara sér 
það rándýra vinnuafl á Íslandi sem 
nefnast leiðsögumenn.
Launataxtar leiðsögumanna (frá 
1.5.2018) sýna þau  lágmarkslaun 
sem greiða skal fyrir starfið og hér 
er birtur dagvinnutaxti lægsta og 
hæsta launaflokks, án orlofs.
1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á 
klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður)
4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á 
klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður).
Við hljótum þá að spyrja hvaða 
laun sé verið að greiða hópstjór-
unum? Kannski engin, þar sem þeir 
fengu fría ferð til Íslands í staðinn? 
Fái þeir einhver laun þá er alla 
vega ekki greiddur skattur af þeim 
á Íslandi, eins og gert er af launum 
innlendra leiðsögumanna, svo 
þjóðarbúið verður af þeim tekjum.
Það versta er að nú heyrist líka 
að innlendar ferðaskrifstofur/
ferðaskipuleggjendur séu farnir 
að stunda það sama, þ.e. eru með 
hópferðir á sínum vegum þar sem 
erlendur aðili (hópstjóri) stýrir 
ferð. Um leið er óskað eftir ensku-
mælandi bílstjóra og því miður hafa 
sumir þeirra aðstoðað erlendu aðil-
ana við að útrýma innlendum leið-
sögumönnum úr starfi. Hér má svo 
spyrja hvort að ferðþjónustuaðil-
arnir séu að starfa undir merkjum 
VAKANS - gæðastýringakerfi ferða-
þjónustunnar – og hvort nokkur sé 
að fylgjast með að þeir séu að vinna 
samkvæmt kerfinu?
Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa 
í áratugi barist fyrir viðurkenningu 
starfs síns en án árangurs; „hver 
sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. 
Umræddir erlendir hópstjórar eru 
að taka störf frá þessum sérmennt-
aða starfskrafti en munu þó aldrei 
geta komið í þeirra stað.
Leiðsögumenn bera þá von í 
brjósti að nýi ráðherra ferðamála 
sjái mikilvægi þess að tryggja að 
leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé 
eingöngu í höndum innlendra leið-
sögumanna og komið þannig í veg 
fyrir að ofangreind þróun haldi 
áfram óáreitt.
Skrattinn í ferðaþjónustunni
Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að 
Akureyri og Eyjafjörður allur skuli 
búa við raforkuskort þrátt fyrir að 
næg orka sé til í landinu. Áralöng 
barátta fyrir úrbótum hefur litlu 
skilað og hafa fyrirtæki og sveitar-
félög þurft að koma sér upp varaafli 
með dísilvélum og olíukötlum sem 
er algjörlega úr takti við baráttuna 
gegn loftslagsbreytingum. Orku-
skorturinn hamlar uppbyggingu 
atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu 
og á hún sér enga framtíð við þessi 
skilyrði enda samkeppnishæfni 
svæðisins skert.
Norðurland 1.100 MW 
samtengt orkusvæði
Hugmyndin um uppbyggingu 
byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð 
að Blöndustöð á Norðurlandi er 
stórtæk en vel framkvæmanleg. Það 
er gríðarlega stórt hagsmunamál 
fyrir Eyjafjörð og í raun Norður land 
allt að strax verði hafist handa við 
að byggja nýja 220 kílóvatta byggða-
línu frá Fljótsdalsstöð að Blöndu-
stöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 
3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að 
Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur 
frá Kröflu að Rangárvöllum og 
Blöndulína 3 sem liggur frá Rangár-
völlum að Blöndustöð. Innviða-
uppbygging sem þessi myndi gera 
Norðurland að heildstæðu öflugu 
orkukerfi með um 1.100 megavatta 
framleiðslu. Ef samtenging raforku-
kerfisins á Norðurlandi, sem er í 
raun enduruppbygging byggða-
línunnar, verður að raunveruleika 
mun raforkuöryggi stóraukast og 
næg orka verður á svæðinu til orku-
skipta og framtíðar atvinnuupp-
byggingar. Íslendingar eiga að 
styrkja innviði samfélagsins með 
öruggu og nútímalegu raforku-
flutningskerfi. Stórátak þarf við 
uppbyggingu og viðhald innviða og 
við þurfum að forgangsraða í þágu 
slíkrar uppbyggingar.
Áratugagamlir innviðir 
skapa óöryggi
Byggðalínukerfið sem flytur raforku 
milli landshluta er orðið áratuga-
gamalt og komið að þanmörkum. 
Flutningsgetan er einungis 100 
megavött sem er aðeins lítill hluti 
af þeim 2.757 megavöttum sem er 
uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið 
getur ekki lengur afhent næga orku 
með öruggum hætti eða tekið við 
nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir 
aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið 
verður meira og meira eftir því sem 
árin líða. Vandamálið tengist ekki 
eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í 
orkuskort víða um land á komandi 
áratugum við óbreytt ástand.
Stórátak þarf 
í innviðauppbyggingu
Álag á byggðalínuna hefur vaxið 
samfara aukinni raforkunotkun og 
er nú svo komið að línan er full-
nýtt. Virkjanir landsins geta fram-
leitt meiri orku en veikt flutnings-
kerfi takmarkar framleiðsluna með 
þeim afleiðingum að orka tapast, 
hún kemst ekki til raforkunotenda. 
Það samræmist ekki markmiðinu á 
bak við raforkulögin um frjáls við-
skipti með raforku ef ekki er hægt 
að flytja raforkuna á milli svæða. 
Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að 
fara þurfi í stórátak til styrkingar 
raforkuflutningakerfisins, sambæri-
legt og átti sér stað við gerð byggða-
línunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um 
það eru allir sammála en lítið sem 
ekkert hefur þokast í þeim málum 
vegna þess að menn eru ekki sam-
mála um hvernig það skuli gert. 
Pólitískan vilja og kjark skortir. Á 
meðan versnar ástandið ár frá ári 
og dýrmætur tími fer til spillis því 
framkvæmdatíminn er langur.
Heildstæð orkutenging 
á Norðurlandi strax
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-stæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa 
Reykjavík og er tíðrætt um að stytta 
boðleiðir og einfalda ferlana í borg-
inni. Viðreisn talar um einfaldara 
líf og virðist vitna í sömu hugmynd. 
Sósíalistaflokkurinn notar slagorð-
ið „valdið til fólksins“. Það er okkur 
Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar 
við sjáum að við erum öðrum inn-
blástur, en það er enginn flokkur 
betri í að vera Píratar en einmitt 
Píratar. Markmiðin hafa þessir 
flokkar á hreinu og þeim deilum 
við með þeim. En hvernig ætla þeir 
að fara að þessu? Ég hef nefnilega 
ekki séð neinar raunhæfar lausnir.
Á núverandi kjörtímabili hafa 
Píratar átt einn mann í núverandi 
meirihluta. Miðað við það höfum 
við náð mögnuðum hlutum í gegn. 
Við höfum hafist handa við að 
vald efla borgarbúa með því að festa 
umboðsmann borgarbúa í sessi, 
styrkja lýðræðistól eins og Betri 
Reykjavík og Hverfið mitt, opna 
bókhald borgarinnar og stofna 
rafræna þjónustumiðstöð. Þar að 
auki höfum við tekið frumkvæði 
að nýjum stefnum borgarinnar 
og með nýrri upplýsingastefnu, 
þjónustustefnu og lýðræðisstefnu 
höfum við lagt grunn að stórum 
og mikilvægum breytingum, jafn-
vel umbyltingu, í þjónustu borgar-
innar. Þessar stefnur ásamt endur-
gerð þjónustuferla og rafvæðingu 
stjórnsýslunnar sem við höfum lagt 
grunn að, munu stytta boðleiðir, 
einfalda kerfin og bæta þjónustu 
við borgarbúa svo um munar.
Við Píratar viljum raunverulegar 
lausnir til lengri tíma, ekki plástra-
pólitík til fjögurra ára. Við gætum 
almannahags og það er gríðarlega 
frelsandi í pólitík. Við viljum sam-
félag sem er gott að búa í og þar 
sem allir fá að njóta sín. Við viljum 
langtímahugsun og fagleg og traust 
vinnubrögð og gera hlutina vel frá 
byrjun frekar en að hlaupa af stað 
og framkvæma strax til að skrapa 
saman einhver atkvæði.
Við stöndum fyrir nýrri sýn á 
pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna 
fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á 
litlu landi þar sem stjórnmálin hafa 
verið mikið til notuð til þess að 
færa vald frá almenningi til lítillar 
elítu sem svo handlangar góss og 
völd til vina og vandamanna.
Við Píratar sækjumst eftir valdi 
til þess að dreifa því. Við viljum 
gagnsæi svo þú getir sjálf athugað 
í hvað peningarnir fara og hvernig 
ákvarðanir eru teknar. Við viljum 
traust og fagleg kerfi sem koma í 
veg fyrir spillingu. Þangað bíður 
okkar löng leið. En við höldum 
ótrauð áfram og gefumst aldrei 
upp.
Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum 
X við P.
Engir betri Píratar 
en Píratar
Sigmundur 
Einar Ófeigsson
framkvæmda-
stjóri Atvinnu-
þróunarfélags 
Eyjafjarðar
Álag á byggðalínuna hefur 
vaxið samfara aukinni raf-
orkunotkun og er nú svo 
komið að línan er fullnýtt. 
Virkjanir landsins geta 
framleitt meiri orku en veikt 
flutningskerfi takmarkar 
framleiðsluna með þeim 
afleiðingum að orka tapast, 
hún kemst ekki til raforku-
notenda.
Bryndís 
Kristjánsdóttir
leiðsögumaður
Það versta er að nú heyrist 
líka að innlendar ferðaskrif-
stofur/ferðaskipuleggjendur 
séu farnir að stunda það sama, 
þ.e. eru með hópferðir á sín-
um vegum þar sem erlendur 
aðili (hópstjóri) stýrir ferð.
Dóra Björt 
Guðjónsdóttir
oddviti Pírata í 
Reykjavík
Við viljum gagnsæi svo þú 
getir sjálf athugað í hvað 
peningarnir fara og hvernig 
ákvarðanir eru teknar.
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta 
stríð er flókið, landið fjarlægt og 
fátækt og hagsmunir stórveldanna 
þar litlir. Það er líklega skýringin á 
því að þessum hörmungum hefur 
víðast hvar verið mætt með ótrú-
legu tómlæti.
Fyrir nokkrum árum bjó ég um 
skeið í Jemen þar sem ég vann með 
bandarískum hjálparsamtökum 
sem reyna að bæta menntun barna. 
Eins og margir Vesturlandabúar 
hafði ég mjög yfirborðslega sýn á 
þetta heimssvæði, hvorki þekk-
ingin né skilningurinn risti djúpt.
Liður í starfi mínu var að taka 
viðtöl við börn sem nutu aðstoðar 
hjálparsamtakanna. Eitt sinn heim-
sótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum 
tilgangi. Börnin héldu áfram að 
vinna og sinna sínu meðan ég 
ræddi við þau, en öll vildu þau segja 
frá sjálfum sér, vonum sínum og 
þrám. Rétt eins og og öll börn alls 
staðar í heiminum hafa jemensku 
börnin vonir og þrár í ríkum mæli 
en óvíða útheimtir það jafn mikið 
erfiði að láta þær verða að veru-
leika og einmitt þar.
Ég átti erfitt þennan dag. Og ég 
skammaðist mín fyrir það að þykja 
þetta erfitt því í samanburði við 
þessa barnungu viðmælendur mína 
hafði ég nákvæmlega ekkert til að 
kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau 
ekki farið neitt eða gert eitthvað 
annað. Þegar ég kom aftur á skrif-
stofuna um kvöldið brast stíflan og 
ég fékk, að ég held, snert af tauga-
áfalli. Líklega var það þó frekar 
forréttindaáfall, velmegunarsjokk 
Vesturlandabúans. Stuttu síðar 
flaug ég heim í öryggið. Í Jemen 
hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist 
ofan á kolsvart.
Ég hugsa reglulega til jemensku 
barnanna sem ég hitti þarna 
um árið. Sérstaklega núna þegar 
UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun 
undir yfirskriftinni „Má ég segja 
þér soldið?“ Þar segja börnin í 
Jemen sína sögu, þau lýsa veru-
leika sínum, hörmungunum sem 
þau upplifa. Ég veit svo sannarlega 
hversu erfitt það er að hlusta. En 
við verðum. Það er hægt að lifa af 
forréttindaáfall og velmegunar-
sjokk. En það er tvísýnt hvort um 
11 milljónir jemenskra barna lifa 
þetta stríð af.
Til að styðja UNICEF sendið sms-
ið Jemen í númerið 1900 og gefið 
1.900 krónur í neyðaraðgerðir 
í landinu. Svo er Fatímusjóður 
Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur 
einnig til hjálpar. Reikningsnúmer 
er 0512-04-250461 og kennitalan 
er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld 
verða svo að þrýsta á og vinna með 
alþjóðasamfélaginu að friði. Það 
verður að stöðva ofbeldið gegn 
börnum í Jemen.
Hlustar þú?
Þórhildur 
Ólafsdóttir
meðlimur í 
Vinum Jemens
Það er hægt að lifa af for-
réttindaáfall og velmeg-
unarsjokk. En það er tví-
sýnt hvort um 11 milljónir 
jemenskra barna lifa þetta 
stríð af.
2 5 . m a í 2 0 1 8  F Ö S T U D a G U R20 S k o ð U n  ∙  F R É T T a B L a ð i ð
25
-0
5-
20
18
  
05
:1
7
F
B
05
6s
_P
03
7K
.p
1.
pd
f
F
B
05
6s
_P
03
2K
.p
1.
pd
f
F
B
05
6s
_P
02
0K
.p
1.
pd
f
F
B
05
6s
_P
02
5K
.p
1.
pd
f
A
ut
om
at
io
n
P
la
te
 r
em
ak
e:
 1
F
E
6-
C
B
34
1F
E
6-
C
9F
8
1F
E
6-
C
8B
C
1F
E
6-
C
78
0
27
5 
X
 4
00
.0
01
6B
  
 
F
B
05
6s
_2
4_
5_
20
18
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56