Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 34
Breiðablik - ÍBV 1-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (16.) Stjarnan - Grindavík 2-3 1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (10.), 1-1 María Sól Jakobsdóttir (12.), 1-2 Rio Hardy (33.), 2-2 Katrín Ásbjörnsdóttir (49.), 2-3 Rio Hardy (69.) Efri Breiðablik 12 Þór/KA 12 Valur 9 ÍBV 6 Stjarnan 6 Neðri KR 3 FH 3 HK/Víkingur 3 Selfoss 3 Grindavík 3 Nýjast Pepsi-deild kvenna Jón Daði Böðvarsson Aldur: 26 ára Staða: Framherji Félag: Reading Landsleikir: 36/2 22 FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson gat tekið þátt í hluta landsliðsæfingar Íslands á Laugardalsvelli í gær en hann er að snúa aftur eftir tíu vikna fjarveru vegna erfiðra hnémeiðsla. Hann var einn níu leikmanna sem komu til móts við landsliðshópinn í gær og er hann vongóður um að geta tekið fullan þátt í æfingu á næstu dögum til að byggja upp leikformið. „Tilfinningin er bara nokkuð góð, það er búið að ganga vel síðustu daga og ég get vonandi æft af fullum krafti með strákunum á næstu dögum. Það er gott að vera kominn heim og geta hafið undir- búninginn,“ sagði Gylfi sem er nýfarinn að sparka í bolta á ný. „Það léttir yfir manni að fá að æfa með bolta aftur síðustu daga. Ég finn aðeins fyrir meiðsl- unum enn en ég veit að það er skammt í að ég geti farið á fullt.“ Hluti endurhæfingarinnar fór fram í Bandaríkjunum en hann fékk Friðrik Jónsson, sjúkraþjálf- ara landsliðsins, með sér í för til að aðstoða við endurhæfinguna. „Það var gott að fá að skipta aðeins um umhverfi og að halda áfram með endurhæfinguna við frábærar aðstæður. Ég fékk Frikka til að koma með mér og það gekk afar vel.“ Á laugardaginn eru tvær vikur í að liðið fari út og þrjár vikur í fyrsta leik gegn Argentínu. „Heimsmeistaramótið hefur haldið manni gangandi og jákvæðum undanfarnar vikur, við höfum verið að horfa fram á við en það styttist í mótið. Sem betur fer er enn smá tími fyrir mig og aðra til að komast aftur í betra leikform áður en flaut- að verður til leiks.“ – kpt Mikill léttir þegar ég fékk að æfa aftur með bolta Gylfi var sýnilega hæstánægður með að vera kominn aftur á æfingu með íslenska landsliðshópnum á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR GOLF Ólafía Þórunn Kristins- dóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék fyrsta hringinn á Volvik-meistara- mótinu í golfi á LPGA-móta- röðinni á einu höggi undir pari. Fékk hún tvo fugla, einn skolla og fimmtán pör á hringnum. Sló Ólafía vel af teig og hitti braut- irnar vel en hún hitti tólf af fjór- tán brautum í upphafshögginu á hringnum. Þá voru innáhöggin góð, hún hitti flötina í fjórtán skipti í átján tilraunum. Er þetta ellefta mót Ólafíu á árinu og síðasta mótið áður en Opna banda- ríska meistara- mótið hefst um næstu helgi sem er eitt af fimm risamótum árs- ins. Fer hún aftur af stað á morgun en niðurskurður er eftir annan hring. – kpt Undir pari eftir fyrsta hringinn Sara Björk Gunnarsdóttir liggur sárþjáð á vellinum í úrslitaleik Wolfsburg og Lyon í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í Kiev í gær. Sara Björk þurfti að hætta leik vegna þeirra meiðsla sem hún varð fyrir og horfa upp á liðsfélaga sína tapa með fjórum mörkum gegn einu eftir framlengdan leik. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu fyrst Íslend- inga þegar lið hennar, Wolfsburg, atti kappi við Lyon í Kænugarði í gær. Leikurinn hlaut leiðinlegan endi fyrir Söru Björk, auk þess sem úrslitin voru henni ekki að skapi. Sara Björk var studd meidd af velli eftir tæplega klukkutíma leik og Lyon hafði betur með fjórum mörk- um gegn einu eftir framlengdan leik. Mikið álag hefur verið á leik- mönnum Wolfsburg undanfarið, en liðið spilaði framlengdan bikar- úrslitaleik gegn Bayern München síðastliðinn laugardag. Álagið virt- ist hafa þó nokkur áhrif á leikmenn Wolfsburg, en þýska liðið þurfti að gera þrjár skiptingar vegna meiðsla. Staðan var markalaus eftir venju- legan leiktíma og því þurfti að fram- lengja leikinn. Wolfsburg hóf raunar framlenginguna af miklum krafti, en Pernille Harder kom liðinu yfir þegar hún skoraði áttunda mark sitt í keppninni á yfirstandandi leiktíð. Þegar leið á framlenginguna virt- ist síðan sem búið væri á tankinum hjá leikmönnum þýska liðsins og leikmenn Lyon gengu á lagið. Það bætti ekki úr skák fyrir Wolfsburg að liðið lék einum leikmanni færri lungann úr framlengingunni þar sem Alexandra Popp var áminnt með gulu spjaldi í annað skipti og þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi í upphafi fyrri hluta framlengingarinnar. Amandine Henry, Eugenie Le Sommer og Ada Hegerberg breyttu stöðunni í 3-1 með mörkum sínum á sex mínútna kafla undir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Heger- berg skoraði þarna sitt fimmtánda mark í keppninni á leiktíðinni, en hún stóð uppi sem markahæsti leik- maður keppninnar. Camille Abily rak svo síðasta naglann í líkkistu Wolfsburg þegar hún skoraði fjórða mark Lyon undir lok leiksins. Abily skoraði þar af leiðandi sex mörk í keppninni á tímabilinu líkt og Sara Björk og deila þær því bronsskónum. Þetta er sorglegur endir á ann- ars afar góðu keppnistímabili hjá Söru Björk og liðsfélögum hennar hjá Wolfsburg sem urðu tvöfaldir meistarar heima fyrir. Lyon hefur nú unnið keppnina þrjú ár í röð, og liðið enn fremur borið sigur úr býtum í keppninni oftast allra liða, eða fimm sinnum. Wolfsburg var hins vegar í leit að sínum þriðja Meistaradeildartitli eftir að hafa unnið keppnina árin 2013 og 2014. Sara Björk hafði fundið fyrir eymslum í hásin fyrir leikinn. Það voru þau hásinarmeiðsli sem urðu til þess að hún neyddist til þess að yfirgefa völlinn, en hásinin var trosnuð og sem betur fer ekki slitin. Næsta verkefni Söru Bjarkar er með íslenska kvennalandsliðinu, en liðið á mikilvægan leik fyrir höndum í undankeppni HM 2019. Ísland mætir Slóveníu á Laugardals- vellinum 11. júní, en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli Söru Bjarkar eru og óljóst hvort hún verði klár í tæka tíð fyrir þann leik. Sigur í þeim leik fleytir íslenska liðinu á topp riðils síns og setur liðið í góða stöðu fyrir toppslag riðilsins gegn Þýskalandi næsta haust. hjorvaro@frettabladid.is Slæmur endir á góðu tímabili Wolfsburg mistókst að fullkomna gott tímabil með sigri í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna. Liðið tapaði fyrir Lyon í úrslitaleik keppninnar gær, en Sara Björk fór meidd af velli eftir tæpan klukkutíma. 6 Sara skoraði sex mörk í keppninni á leiktíðinni. FÓTBOLTI HK komst á topp Inkasso- deildar karla í knattspyrnu með 3-1 sigri á Þrótti í fjórðu umferð deildarinnar í gærkvöldi. Það voru Bjarni Gunnarsson, Kári Pétursson og Ásgeir Marteinsson sem skor- uðu mörk HK í leiknum, en Aron Þórður Albertsson lagaði stöðuna fyrir Þrótt. HK hefur tíu stig á toppi deildarinn- ar og er einu stigi á undan ÍA sem mætir Njarðvík á Akranesi í kvöld og getur endurheimt toppsætið með sigri í þeim leik. Þróttur hefur hins vegar fjögur stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni í sumar. Þá náði Leiknir Reykjavík í sín fyrstu stig í deildinni í sumar þegar liðið hafði betur með þremur mörk- um gegn einu í nágrannaslag gegn ÍR. Sævar Atli Magnússon, Anton Freyr Ársælsson og Sólon Breki Leifsson sáu til þess að Leiknismenn ganga hnarreistir um Breiðholtið næstu dagana. Björgvin Stefán Pét- ursson lagaði hins vegar stöðuna fyrir ÍR-inga. – hó HK tyllti sér í toppsætið 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R26 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 6 -D E F 4 1 F E 6 -D D B 8 1 F E 6 -D C 7 C 1 F E 6 -D B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.