Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 1

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 1
ÞJÖÐHAGSSTOFNUN 25/11/1974. ÖR ÞJÖÐARBÖSKAPNUM: Ágrip helztu áætlana fyrir árið 1974. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur. Búizt er við, að þjóðarframleiðslan aukist um 3 1/2-4% að raunverulegu verðgildi á þessu ári. Hins vegar er talið, að viðskiptakjör rýrni sem nemur um 4-5% af þjóðarframleiðslu, þannig að raunverulegar þjóðartekjur minnki um 1/2-1%. Spáð er um 34% meðalhækkun útflutningsverðlags í ísl. krónum, eða 21-22% í erlendri mynt, og um 45% meðalhækkun innflutningsverðlags í krónum, eða um 31-32% í erlendri mynt, en þar af veldur hækkun olíuverðs beint um 11%. Ötflutningsframleiðsla er talin aukast um 2% frá fyrra ári, eingöngu vegna aukningar sjávarvörufram- leiðslu, en hins vegar verður að líkindum um nokkra magnminnkun útflutnings að ræða, vegna aukningar útflutningsvörubirgða. Nýjasta vitneskja um sjávarvöruframleiðslu á árinu bendir til nokkru meiri aukningar en reiknað er með í þjóðhagsspánni. Er nú útlit fyrir nokkra aukningu frystiafurðaframleiðslu, en hins vegar gæti aukning saltfisk- og skreiðarframleiðslu orðið minni en gert er ráð fyrir í spánni. Jafnframt má búast við meiri birgðasöfnun en áður var talið,. þannig að útflutningur gæti orðið svipaður og spáð var. 1 landbúnaði er gert ráð fyrir heldur meiri framleiðsluaukningu en í fyrra, m.a. vegna hinnar góðu uppskeru garðávaxta. Hins vegar er búizt við mun minni aukningu iðnaðarframleiðslu en á sl. ári, enda er nú ekki að vænta neinnar aukningar álframleiðslu eins og undanfarin ár, en álverksmiðjan náði fullum ársafköstum þegar á árinu 1973. Gert er ráð fyrir, að byggingarstarfsemi muni í ár aukast mun hægar en í fyrra, einkum vegna eðlilegra takmarkana á framboði framleiðsluafla í þessari grein, en talsverðrar umframeftir-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.