26 GUNNAR KARLSSON SKÍRNIR sagt frá því að áhrif hafsins valda því að bein dýra, þar á meðal manna, mælast eldri ef þau hafa lifað mikið á sjávarfæði.63 Er okkur húmanistum nú láandi þótt okkur detti í hug að eitthvað eigi enn eftir að koma í ljós sem skýri hvers vegna íslenskt birki mælist með svona háan geislakolsaldur? Almennar líkur Ástæða þess að landnámið hefur ekki færst umtalsvert til í tíma þótt fornleifar hafi að verulegu leyti komið í stað ritaðra sagna sem heim- ildir um það er einfaldlega sú að fornleifunum ber að mestu leyti saman við sögurnar. Landnámslagið fékk nafn sitt áður en það var tímasett nákvæmlega vegna þess að menn tóku eftir því að það var víða nærri upphafi landnáms í jarðlögum. Svo var það ekki fyrr en seinna, árið 1995, sem Karl Grönvold fann það í borkjarna úr bor- holunni GRIP í Grænlandsjökli í árlagi sem hafði verið ársett 871 ± 2 ár.64 Síðar hefur komið í ljós að amerískir fræðimenn fundu þetta gjóskulag í öðrum borkjarna, GISP2, og þar er það ársett 877 ± 4 ár.65 Ef einhverjum er sérstakt kappsmál að koma vitnisburði fornleifa heim og saman við tímasetningu Ara mætti líklega gera það með því að reikna með tímasetningu Ameríkananna, einkum með því að nota allt óvissubilið og segja að ekki sé víst að hafi verið byggt í Reykjavík fyrr en undir (877 + 4 = ) 881. Eina árið sem passar við báðar talningarnar er hins vegar 873 (871 + 2 og 877 - 4). En hér í þessari grein er samt sem áður talað um landnámsgos um 870 vegna þess að það er okkur tamast, og mér hefur ekki tekist að komast að ástæðu þess að talningunum ber ekki saman. Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetn- ing hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar. Fyrir utan fjóra rómverska kopar- peninga hefur ekkert fornleifakyns fundist á Islandi sem bendi til mannvistar fyrr en um miðja níundu öld og það þá aðeins á tveimur stöðum enn, í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Um síðustu aldamót 63 Olsson og Elsa G. Vilmundardóttir 2000: 119-145. 64 Karl Grönvold o.fl. 1995: 150-153; Karl Grönvold 2000: 15-19. 65 Zielenski o.fl. 1997: 631-632.