Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 22

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 22
=NÝDÖGUN = Flestir kannast við hugtakið sorg og jafnmargir sem komnir eru til vits og ára þekkja það á eigin skinni. Samkvœmt því œtti þetta hugarástand að vera öllum eðlilegt, þegar þvílíkar kringum- stœður og/eða áreiti, sem fram- kalla slikar tilfinningar, eru ann- ars vegar. Sorgin œtti samkvœmt því, að vera hverjum einstaklingi jafnopin bók og kvef þreyta, höfuðverkur, eða annað það sem á líkama og sál leitar í daglegum erli. En svo er þó ekki. Sorgin, sem hefur bœði áhrif á líkamlegt og andlegt atgervi einstaklinga, er miklum mun flóknara fyrirbœri en svo. Þó svo að hugtakið sorg sé okkur tamt á tungu, þá er það einfaldlega þannig að flestum okkar tekst afskaplega illa að skilja það og þaðan af síður að skilgreina að neinu marki. Sorgin er einfaldlega óumflýjanlegur þáttur í lífi okkar. Og áfram má velta upp álitaefnum. Ef sorgin er okkur eðlileg, þegar erfiðleikar steðja að, þá má á sama hátt spyrja: Hvenær er sorgarástandið hjá einstak- lingi óeðlilegt? Er sorgin eins og kvef? Þú færð það og það hverfur að sjálfu sér eftir nokkra daga, þegar líkaminn hefur unnið á sjúkdómnum? Átt þó að hættu að fá kvefbakteríuna „í heimsókn“ annað slagið ævina á enda. Eða er sorgin eins og mislingar? Þú færð þá einu sinni á ævinni og verður albata á nokkrum dögum, en hefur myndað ónæmi og færð sjúkdóminn aldrei aftur. r sorgin eðlilegur þáttur daglegs lífs? í? i i I *

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.