Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Safnablašiš Kvistur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Safnablašiš Kvistur

						NÝ LÖG OG BREYTTAR ÁHERSLUR
Safnasjódur
Safnasjóði var komið á fót árið
2001 með setningu safnalaga. Þau
áttu að leysa af hólmi eldra kerfi
styrkveitinga til byggðasafna sem
Þjóðminjasafn íslands hafði séð um
og var skilgreint í þjóðminjalögum
og eldri lögum. Hugmyndin á bak
við stofnun safnasjóðs var að koma
úthlutuninni í fast faglegt form og
að öll söfn sem uppfylltu skilyrði lag-
anna gætu sótt um styrki frá ríkinu
til starfsemi sinnar. Á árunurn 2003
til 2012 var úthlutað úr safnasjóði
samkvæmt þessum lögum en áhersl-
ur og aðferðir breyttust milli ára.
Við það fyrirkomulag sem tíðkast
hefur frá árinu 2012 þ.e. að allir
rekstrarstyrkir séu jafn háir, eða
1 millj. kr., hefur dregið úr vægi
þeirra í rekstri safnanna. Það er í takt
við almenna breytingu á styrkjum
frá ríkinu til menningarstarfsemi þar
sem áherslan hefur færst yfir á styrki
í skilgreind verkefni í stað almennra
rekstrarstyrkja.
í gildandi safnalögum segir að sjóðn-
um sé heimilt að veita allt að 40%
af ráðstöfunarfé sínu í styrki til að
efla rekstur viðurlcenndra safna.
Mikilvægt er að safnasjóður nýti það
talcmarkaða fé sem hann hefur til
úthlutunar með sem bestum hætti.
Sú aðferð að deila jafnháum rekstr-
arstyrkjum til allra sem sækja um
slíka styrki er ekki vænleg leið til að
ná fram skilgreindum markmiðum.
Hlutfall rekstrarstyrkja úr safnasjóði
af heildarrekstrarfé safna var árið
2011 um 2,7%, þetta hlutfall er þó
mjög misjafnt eftir rekstrarumfangi.
Hæst er það um 20%. Heildarfjöldi
veittra rekstrarstyrkja árið 2014 var
37, samtals 37 milljónir.
Ný safnalög 141/2011
Um áramótin 2012/13 tóku ný safna-
lög gildi. Þau eru um margt frá-
brugðin eldri lögum. Sem dæmi má
nefna að nú geta aðrir aðilar en söfn
sótt um verkefnastyrki úr sjóðnum.
Tekið er fram að einungis söfn sem
hafa hlotið viðurkenningu sam-
kvæmt safnalögum geta sótt um
rekstrarstyrk í sjóðinn en þó ekki
söfn í eigu ríkisins. í lögunum kemur
fram að elcki er um rétt viðurkenndra
safna til rekstrarstyrks að ræða held-
ur aðeins rétt til þess að sækja um
slíkan styrk hljóti þau ekki rekstrar-
styrk á fjárlögum. í athugasemdum
með frumvarpinu segir um rekstr-
arstyrki að „að fjárhagsgrundvöllur
viðurkenndra safna skuli vera tryggð-
ur af eigendum þeirra og þannig er
lögð áhersla á að rekstur safna sé
á ábyrgð eigenda. Því ber að líta á
rekstrarstyrki sem veittir verða sam-
kvæmt þessari heimild sem viðbót við
rekstrarfé umræddra safna, fé sem er
ætlað að efla starfsemi þeirra, en er
ekki hluti af nauðsynlegum rekstrar-
grunni þeirra." Hlutverk sjóðsins eigi
fyrst og fremst að vera að styrkja skil-
greind verkefni á sviði safna.
Það safnaráð sem skipað var í upp-
hafi árs 2013 lét það verða sitt fyrsta
verk að breyta aðferðum við mat og
úthlutun verkefnastyrkja og var í
fyrsta sinn úthlutað eftir nýjum út-
hlutunarreglum og verklagi árið 2014.
Höfuðáhersla er lögð á faglegt mat og
gagnsæi og eru viðmið ráðsins birt
á heimasíðu þess. Nokkrar áherslu-
breytingar eru í reglunum frá því
sem verið hefur í takt við ný safna-
lög. Nú hefur safnaráð heimild til að
ákveða hvort sjóðurinn leggi áherslu
á ákveðna þætti safnastarfs í úthlutun
verkefnastyrkja hvers árs og sjóðnum
er nú í fyrsta sinn heimilt að styrkja
aðra starfsemi en söfn til að efla
faglegt safnastarf, m.a. rannsóknir á
starfssviði sjóðsins. Það reyndi á þetta
ákvæði laganna strax við úthlutun
ársins 2013 og fengu meðal annarra
Félag íslenskra safna og safnmanna og
Rekstrarfélag Sarps úthlutað úr sjóðn-
um samkvæmt þessu ákvæði laganna.
í úthlutunarreglunum kemur fram
að safnaráð leggur faglegt mat á
gæði verkefna og metur styrkhæfi
umsókna með tilliti til verkefna
og gildis þeirra fyrir safnastarf al-
mennt og gerir tillögu um upphæð
styrkja. Ekki verður sjálfkrafa út-
hlutað til allra verkefna sem stand-
ast lágmarksviðmið safnaráðs heldur
munu upphæðir og fjöldi styrkja
ráðast af auglýstum áherslum hvert
ár skv. 2. gr„ ráðstöfunarfé sjóðsins
og fjölda og gæðum umsólcna. Nú er
unnið að sambærilegum breyting-
um á úthlutun rekstrarstyrkja með
það að leiðarljósi að þeir peningar
sem safnasjóður hefur úr að spila ár
hvert nýtist sem best faglegu safna-
starfi til framdráttar.
Ágústa Kristófersdóttir,
framkvæmdastjóri Safnaráðs
14
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44