Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 20
20 Litli-Bergþór Í þrjátíu ár hefur Lionsklúbburinn Geysir verið hluti af fjölbreyttri flóru félagslífs hér í Tungunum. Klúbburinn okkar er alltaf hress og ferskur þótt auðvitað hafi gengið á ýmsu þessi þrjátíu ár, stundum gengið vel og stundum miður. Þannig er hjá öllum félagasamtökum, allsstaðar. Félagatalan hefur verið á bilinu frá einum tug til nærri þriggja, en alltaf hefur verið sami góði andinn, að sögn þeirra sem gerst þekkja. Markmiðið er alltaf að gera gagn og hafa gaman. Það er nefninlega þannig að ekkert félagslíf er skemmtilegt nema það sé líka gagnlegt og engin leið er að gera neitt gagn nema því fylgi gleði og gaman. Lionsklúbbar taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi í gegnum einn öflugasta hjálparsjóð sem til er. Við Íslendingar höfum margsinnis notið ómetanlegs stuðnings þessa sama sjóðs bæði vegna náttúruhamfara, og eins vegna kaupa á rándýrum lækningatækjum. Núna á afmælisárinu hefur klúbbstarfið verið líflegt að vanda. Fastir fundir eru tvisvar í mánuði yfir vetrartímann, ýmist á fasta fundarstaðnum í Bergholti eða við förum í lengri eða styttri ferðir, innan sveitar eða utan. Við höfum haft fjölbreytt viðfangsefni á starfsskránni þetta afmælisár. Þar ber hæst umfjöllun um lestrarörðugleika barna og ungmenna, sem hófst með opnum fundi í Aratungu í haust er leið, með fjölda sérfróðra fyrirlesara, og lauk með stórri styrkveitingu til Reykholtsskóla til kaupa á hjálpartækjum til lestrarkennslu. Mörg fleiri verkefni má nefna; fyrirlestra um lífsleikniverkefni í skólum, um gjaldtöku við Geysi, um líffæraflutninga, um Dettifossslysið, um sjálfa Lionshreyfinguna o.s.frv. Árleg haustferð klúbbsins var að þessu sinni farin alla leið í Grímsnesið, með mökum og sáu margir Grímsnesið þá í nýju ljósi. Sama er að segja um ferð í Gnúpverjahreppinn. Þar skoðuðum við búgrein sem var flestum framandleg, minkabú. Einnig var farið í fyrirtækjaheimsóknir á Selfossi og á Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu. Fastir liðir í starfsemi klúbbsins eru sagna- og vísnakvöld fyrri hluta vetrar og Villimannaveisla á þorraþræl. Við lítum á sagnahefðina sem einn af mikilvægum þáttum í þjóðmenningu okkar Íslendinga, sem eiga undir högg að sækja. Því er afar mikilvægt að hlú að þessu, því fremur sem áhugi almennings virðist ekki vera mikill. Villimannakvöldið byrjaði smátt fyrir nokkrum árum, en hefur heldur betur slegið í gegn. Lionsmenn alls staðar að, sunnan með sjó, af höfuðborgarsvæðinu, frá Akranesi og að sjálfsögðu úr allri Árnessýslu kunna vel að meta hinn einfalda matseðil og hina léttu og skemmtilegu stemningu sem þarna ríkir. Vetrarstarfinu lauk svo með hátíðarsamkomu að Hótel Geysi, þar sem 70 manns var boðið til glæsilegrar afmælisveislu. Þar bar hæst samþykkt tveggja ályktana um velferðar-og samfélagsmál. Önnur ályktunin var hvatning til sveitarstjórnar varðandi hjúkrunar- „Við þjónum“ eru kjörorð Lionshreyfingarinnar. Þau kjörorð eiga við, jafnt um viðfangsefnin á alþjóðavettvangi sem á heimavelli. Íslenskir Lionsklúbburinn Geysir 30 ára Örn Erlendsson. Örn Erlendsson, formaður Lions, afhendir að gjöf, bækur til lestrarþjálfunar og tvær Ipad spjaldtölvur til Bláskógaskóla sem Hrund Harðardóttir skólastjóri tekur við fyrir hönd skólans. Ljósmyndari Guðmundur Ingólfsson. Hátíðarsamkoma Lions að Hótel Geysi. Ljósmyndari Guðmundur Ingólfsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.