Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 10
10 Litli-Bergþór Kvenfélag Biskupstungna Litið yfir farinn veg 2014 og það sem af er 2015 Aðalfundur félagsins var haldinn í Bergholti þann 23. mars sl. og að venju var lesin upp ársskýrsla stjórnar við það tilefni. Kosið var í stjórn og nefndir og ýmislegt skrafað yfir kaffinu. Hér á eftir fer yfirlit yfir starf félagsins á árinu 2014 og það sem af er þessu ári. Í stjórn árið 2015-2016 sitja: Svava í Höfða formaður, Geirþrúður á Miðhúsum ritari, Bryndís á Helgastöðum gjaldkeri, Agnes á Galtalæk meðstjórnandi og varaformaður og Oddný á Brautarhóli meðstjórnandi. Varakonur í stjórn eru Herdís Friðriksdóttir og Sig- urlaug Jónsdóttir, báðar búsettar í Reykholti. Veitinganefnd er í höndum Sirríar á Vatnsleysu, Sigrúnar á Engi og Jórunnar á Drumboddsstöðum. Varamaður er Oddný á Brautarhóli. Skógræktarnefnd skipa: Sigga Jóna í Hrosshaga, Herdís í Reykholti og Agnes á Galtalæk. Aðrar nefndir starfandi hjá félaginu í ár eru sum- armarkaðsnefnd, afmælisnefnd vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, ferðanefnd og jólamarkaðsnefnd. Félagar Kvenfélags Biskupstungna árið 2014 voru 53 talsins, þar af fimm heiðursfélagar. Tvær félagskonur létust 2014, þær Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Spóastöðum sem lést í janúar og Þuríður Sigurðardóttir sem búsett var í Reykholti sem lést í júlí. Þá lést Margrét Guðmundsdóttir á Iðu í apríl á þessu ári. Venjan er að halda fjóra félagsfundi á ári og var svo í fyrra. Stjórn fundar oftar og hittist hún sjö sinnum í fyrra. Ég gerði það að gamni mínu að taka saman upplýsingar um vinnu félagskvenna á síðasta ári. Þær eru ekki nákvæmar en líklega er þetta þó vanmat frekar en hitt bæði á vinnuframlagi og bakstri. Félagið sá um fjórar erfidrykkjur á síðasta ári og var með kaffiveitingar bæði á sumarmarkaði og jólamarkaði, auk þess sem bakað var fyrir kökubasar á jólamarkaði. Mikið var bakað að venju og mun út úr þeim bakstri hafa komið um það bil 181 terta, 1050 pönnukökur og 720 kleinur á árinu. Auk þessa voru smurðar um 400 flatkökur. Vinnustundir hafa verið um það bil 315 eða 39 vinnudagar, ef miðað er við átta stunda vinnudag, en það samsvarar því að ein manneskja hafi unnið í heilan mánuð að þessu. Ekki slæmt, verð ég að segja. Tekjum af þessari fjáröflun er varið til að styrkja ýmis málefni og í fyrra greiddum við út rúmlega 600.000 krónur. Í ár erum við búnar að kaupa nýja stóla í kaffistofuna í Bergholti. Þá fengum við á góðum kjörum hjá innansveitarmanninum Einari Þórkatli Einarssyni á Litla-Fljóti, sem rekur Stáliðjuna. Félagið hefur til umráða dálítinn skógarreit á Spóastöðum og sér skógræktarnefnd félagsins um hann. Á síðasta ári voru það, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, Herdís Friðriksdóttir og Íris Svavarsdóttir sem sátu í þessari nefnd. Átta konur lögðu leið sína í skógarreitinn vorið 2014, þökulögðu undir borðinu sem þar er og í kringum það, báru áburð á tré eftir þörfum og drukku síðan saman kaffi og nutu skógarreitsins í indælu veðri. Samkoman var endurtekin í vor og er ávallt gaman að koma í reitinn og njóta hans. Ef þið vitið ekki hvar þessi reitur er þá getið þið þekkt hann á lítilli, fallegri göngubrú sem sést frá aðalveginum. Það er öllum heimilt að fara í reitinn og ganga þar um og nýta sér borðið og bekkina sem þar eru í lundi. Fólk er bara beðið um að ganga vel um. Texti: Svava Theodórsdóttir Í Búrfelli var tekið höfðinglega á móti kvenfélags- konum, og sýndi Böðvar okkur m.a. Búrfellskirkju.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.