Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 22
22 Litli-Bergþór Kristján Loftsson var fæddur 12. júní 1887 að Hamri í Gnúpverjahreppi, sonur Lofts Loftssonar frá Tjörnum undir Eyjafjöllum og Sigríðar Bárðardóttur frá Kolla- bæ í Fljótshlíð. Þau áttu fjögur börn. Elst var Halla Lovísa fædd 1886, næstur kom Kristján, þá kom Gústaf sem fæddur var 1891 og loks Loftur sem var fæddur 1896. Vorið eftir að Kristján fæddist fluttu foreldrar hans að Dalbæ í Hrunamannahreppi en þaðan mundi hann fyrst eftir sér. Hafði faðir hans ætlað af bæ og stóð hestur hans ferðbúinn á hlaðinu. Sá stutti náði í tauma hestsins og teymdi hann út á tún þar sem hann fannst svo liggjandi á svelli, enn haldandi í tauminn á hestinum. Nokkuð rót var á Lofti og Sigríði hvað búsetu varðaði. Þau fluttu aftur að Kollabæ í nokkur ár en þegar Kristján var 13 ára fluttu þau að Miðfelli í Hrunamannahreppi þar sem þau bjuggu í ein átta ár. Kristján sinnti ýmsum verkum, fór meðal annars 15 ára gamall fyrst til sjós þó að hann stoppaði stutt í það skiptið. Sextán ára flutti hann smjör til Reykjavíkur úr nýstofnuðu rjómabúi í hreppunum, en bændur fluttu smjörið sjálfir. Til gamans má geta þess að í smjörferðinni mætti hann á Hellisheiðinni þeim hópi bænda sem tók sig upp og fór til Reykjavíkur til að mótmæla lagningu síma um landið eins og frægt er. Árið 1907, þegar Kristján var tvítugur, flutti fjölskyldan einu sinni enn og nú að Gröf í Hrunamannahreppi þar sem Kristján sá m.a. um veggjahleðslu í nýbyggingar á baðstofu og hlöðu. Varð hann síðar þekktur fyrir að vera góður hleðslumaður. Þegar hann var 23 ára gamall varð vendipunktur í lífi hans er hann réði sig til Katrínar Guðmundsdóttur í Haukadal sem misst hafði mann sinn þá um sumarið. Tveim árum síðar tók hann við skuld sem hvíldi á jörðinni og eignaðist hana þar með hálfa. Árið eftir giftist hann dóttur Katrínar, Guðbjörgu Greipsdóttur, sem fædd var 12. október 1893 í Haukadal og var hún næst yngst sjö systkina sem lifðu af níu fæddum. Þau systkini hennar sem lifðu voru: Ketill f. 1882, Jóhanna f. 1884, Katrín f. 1886, Þórunn f. 1888, Sigríður f. 1891 og Sigurður f. 1897. Kristján og Guðbjörg urðu að byrja á að byggja upp fjárhús og hlöðu í Haukadal þar sem fyrri húsakostur var orðinn mjög lélegur og því ekki annað fært en að endurnýja hann. Seinna byggðu þau einnig fjós og hesthús við hlöðu. Var fóðurgangur í fjósinu hjá þeim sem þá var nýnæmi. Gekk þeim búskapur nokkuð vel framan af og fjölgaði fé nokkuð. Jörðin var stór og víðáttumikil og langt að fara á milli í gegningar þar sem fjárhús voru vítt um á jörðinni. Hið forna Haukadalssel er um 6 km fyrir norðan Haukadalsbæinn forna, þar var oft staðið og mokað ofan af fyrir sauðina sem voru þar í vetrarbeit. Ærhús stóðu suður með Tungufljóti í almenningi í um 8 km fjarlægð þannig að nærri má Af Kristjáni Loftssyni á Felli Guðbjörg Jóhannsdóttir í Ásatúni í Hrunamannahreppi, hafði tal af mér fyrir margt löngu og benti mér á gamalt viðtal við afa sinn, Kristján Loftsson frá Felli í Biskupstungum. Ég leitaði uppi þetta viðtal á Tímarit.is og hafði gaman af að lesa það. Það er tekið af manni sem skammstafar nafnið sitt VS og birtist í Tímanum sunnudaginn 27. júní 1976. Þegar ég var að leita að viðtalinu birtust tilvísanir í minningargreinar um Kristján og konu hans, Guðbjörgu Greipsdóttur frá Haukadal. Ég gat ekki stillt mig um að nýta þessar greinar til að fræðast meira um þau hjónin og gekk ég svo langt að kíkja í minningargreinar um bræður Kristjáns líka og er eftirfarandi texti byggður á þessum greinum. Kristján Loftsson í réttunum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.