Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 39

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 39
Litli-Bergþór 39 Af blöðum Jóns Karlssonar í Gýgjarhólskoti Fundarstjóri, góðir áheyrendur. Nú á dögum fjárleysis í Biskupstungum er ástæða til að rifja upp sögur af fjallferðum og hugleiðingar um afréttinn…. Þegar mjöllin þoka fer, þýðir völl úr skorðum, upp um fjöll ég uni mér eins og tröllin forðum. Ef við reynum að gera okkur grein fyrir hvert stefnir um gróðurfar og nýtingu afréttarins er eðlilegt að skyggnast í fortíðina eftir því sem auðið er, því að framtíðin er alltaf svo feiknarlega óráðin. Heimildir eru nú mjög takmarkaðar langt aftan úr öldum. Landnámabók segir frá fyrstu kappreiðum, sem sögur fara af á Íslandi, en þær fóru fram á norðanverðum Kili og má því ætla að þar hafi verið sléttir melar þegar sú saga var samin, eins og er enn á okkar dögum. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin er fyrir nær 300 árum, segir frá skógarnytjum, sem kirkjurnar áttu í afréttinum hér sunnan við Bláfell og eru þá sagðar löngu eyddar og komnar í sand. Og má segja það sama um þau svæði enn í dag þó nokkrar birkileifar finnast þar enn á þónokkrum stöðum. Þar er líka getið um Tungusel eða Gamlasel, sem er skammt fyrir ofan Gullfoss, og smá tilraunir sem þar hafi verið gerðar til búsetu, en er sagt óbyggilegt með öllu sökum gróðurleysis. Þá er og í þeirri bók getið um að sagnir hafi verið um menjar eftir byggð inn með Bláfelli, „en ekki stendur það á föstum fótum“ segir þar. Þá er og í Jarðabókinni getið um að kirkjurnar í sveitinni eigi afrétt fyrir norðan Hvítárvatn, en hefur ekki verið notaður þá í manna minnum. Sjálfsagt hefur fé oftast verið fátt á þessum öldum þegar harðindin voru á góðri leið með að útrýma þjóðinni, einnig hefur sjálfsagt verið gróðurlítið upp á hálendinu mörg sumur, því allt niður í Svartárbotna og Gránunes eru óyggjandi minjar um langvarandi sífrera, svokallaðar rústir, það er að segja að klaki hefur ekki farið úr jörð í mörg sumur samfleytt. Svo er það fyrir rúmlega einni öld, að Tungnamenn fara að reka fé innyfir Hvítá. Þá hafði hreppurinn eignast þennan afrétt og bændur verið að reyna að fjölga sauðfé. Þá voru komin skárri áhöld til heyöfl- unar og markaður fyrir sauði, sem Englendingar keyptu og fluttu lifandi með skipum heim til sín. Ekki eru til miklar heimildir um gróður fyrir innan Hvítá á þessum tíma, þó vitum við að allmikið gróðurlendi var í Tangaveri við Hvítá fram yfir aldamót og mun hafa náð saman við Svartártorfur meðfram Hvítárvatni. Einnig er getið um mikla hvönn meðfram Tjarná. Til er ritgerð eftir Sigurð Pálsson í Haukadal, samin skömmu áður en farið var að reka fé innyfir Hvítá. Þegar unirrituð tók viðtal við þau Gýgjarhólskotshjón, Jón og Ragnhildi, fyrir Litla-Bergþór árið 2005, fékk ég tækifæri til að lesa kveðskap Jóns og tækifærisræður, sem Ragnhildur hafði haldið saman. Varð úr að ég tók kassann með heim og skrifaði upp það sem á blöðunum stóð, þar á meðal eftirfarandi erindi, sem flutt var á einhverri samkomu á fjárleysisárunum 2004-2006. Nú, þegar mikið er rætt um beitarþol og gróðurfar á Biskupstungnaafrétti, er gaman að rifja upp hvað einn ötulasti uppgræðslumaður sveitarinnar hafði um málið að segja fyrir 10 árum, en hann lést í mars á þessu ári. Gefum Jóni orðið: Jón Karlsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.