Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 16
16 Litli-Bergþór Þann 9. júní kom Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt frú Elízu Reid í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð í tilefni 15 ára afmælis sveitarfélagsins. Á Selbrúnum í Þingvallasveit tóku sveit- arstjórn, sveitarstjóri og makar á móti gestunum. Þaðan lá leið forsetahjónanna um Þingvelli þar sem Ólafur Örn Har- aldsson, þjóðgarðsvörður, Vilhjálmur Árnason, formaður Þingvallanefndar og Einar Á. Sæmundsen gengu með forsetahjónunum niður Almannagjá og fóru yfir helstu verkefni og fram- tíðarsýn. Frá Þingvöllum lá leiðin í Laugarvatnshella, sem hafa verið end- urgerðir eins og þeir voru þegar búið var í þeim. Smári Stefánsson og Hallbera Gunnarsdóttir tóku á móti gestunum. Í Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni sögðu Halldór Páll Halldórsson og Sverrir Steinn Sverrisson frá sögu skól- anna á Laugarvatni og leiddu gesti um húsnæðið. Í Fontana leiddi Sigurður Rafn Hilmarsson gesti í allan sannleik um gufubað á Laugarvatni og fram var reitt hverabakað rúgbrauð með silungi. Þarna var vikið lítillega frá skipulagðri dagskrá og gengið að Vígðulaug. Eftir hádegisverð í Lindinni var haldið að Hjálmsstöðum þar sem Daníel Pálsson og Ragnhildur Sævarsdóttir sýndu nýbyggt fjós og fjölluðu um framtíðaráform sín. Úr Laugardalnum lá leiðin í Laugarás, á heilsugæslustöðina. Þar var fyrir heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, en megintilgangur heimsóknarinnar var undirritun samnings milli Bláskóga- byggðar og embættis landlæknis um heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð. Helgi Kjartansson, oddviti og Ingibjörg Guðmundsdóttir, lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri, undirrituðu samning milli Forsetinn í opinberri heimsókn í Bláskógabyggð Hjördís Gunnarsdóttir býður forsetahjónin velkomin á Heilsugæslustöðina í Laugarási. (mynd: pms) Sigurjón Kristinsson, yfirlæknir og Anna Ipsen, hjúkrunarstjóri, ásamt forsetahjónunum. (mynd: pms) Gestir í möttöku í Aratungu. (mynd: pms)

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.