Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 40

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 40
40 Litli-Bergþór Blaðamaður Litla-Bergþórs er mættur í Kópavoginn, síðla vetrar 2017. Tilefnið er að ræða við þau Pétur Skarphéðinsson fyrrverandi heilsugæslulækni í Laugarási og konu hans Sigríði Guttormsdóttur kennara, um árin þeirra í Laugarási, ættir, uppruna og fleira. Þau hjónin hafa nú komið sér vel fyrir í fallegri blokkaríbúð í vesturbæ Kópavogs. Áður bjuggu þau í þrjátíu ár í Launrétt 3, í öðrum læknisbústaðnum í Laugarási og síðustu þrjú árin í húsi sem þau byggðu í Langholti, á sumarbústaðarlóð í útjaðri Laugaráss, norðan við þorpið. Læknir og kennari í Laugarási í aldarþriðjung langa og góða þjónustu þeirra mikils. Eins hlutu þeir fyrir nokkrum árum „Uppsveitabrosið“, sérstaka viðurkenningu íbúanna, fyrir góð störf í þágu samfélagsins. Að margra mati var það kostur hversu ólíkir læknar þeir voru. Gylfi rólegur og alvarlegur, Pétur alltaf með spaugsyrði á vör og til alls líklegur. En báðir voru þeir frábærir læknar hvor á sinn hátt. Ef mönnum líkaði ekki við annan þeirra, fóru þeir bara til hins og allir sáttir. Að mörgu öðru leyti voru þeir þó líkir, enda báðir „hrútar“ eins og Sísa benti á, báðir skipulagðir og lentu því ekki í árekstrum út af rugli eða skipulagsleysi. Pétur starfaði í Laugarási frá 1. júlí 1983 til ársloka 2016 í rúmlega 33 ár og Gylfi frá 1. október, 1984 til júlí 2016, í 32 ár. Tilviljun réði því að þeir lentu saman á þessum stað, þótt þeir hefðu þekkst lítillega áður í gegnum námið í læknadeild og síðar í framhaldsnámi í Svíþjóð. Geirþrúður Sighvatsdóttir: Viðtal við hjónin Pétur Skarphéðinsson lækni og Sigríði Guttormsdóttur kennara Sísa og Pétur á góðri stund. Læknarnir Pétur Zóphónías Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson eru goðsögn meðal uppsveitunga, enda þjónuðu þeir íbúum uppsveita Árnessýslu af einstakri alúð, samviskusemi og samheldni í yfir þrjátíu ár, eða þar til þeir náðu báðir sjötugs aldri árið 2016, og má það teljast einstakt. Það eru ekki mörg byggðarlög á landinu, sem hafa notið jafn mikils og stöðugs öryggis í læknisþjónustu og þessar sveitir. Í kveðjuhófi sem haldið var þeim til heiðurs 12. janúar 2017 í Aratungu mátti sjá að íbúar læknishéraðsins mátu Frá Kveðjuhófi læknanna Péturs og Gylfa þ. 12. janúar 2017. Á myndinni eru f.v. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, Pétur, Gylfi og Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga HSu.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.