Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 Óperan Ragnheiður og Kammerkór Suðurlands Þann 16. ágúst 2013, var óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson frumflutt í Skálholti við mikið lof áheyrenda og frábæra dóma gagnrýnenda, sem héldu vart vatni yfir dramatísku tónverkinu og góðum flutn- ingi. Óperan fjallar um ástir og örlög Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups og var viðeigandi að frum- flytja verkið á þessum stað á 350 ára ártíð Ragnheiðar, en hún lést árið1663 aðeins 21 árs að aldri. Texta við óperuna samdi Friðrik Erlingsson, og nær hann að gera þessari dramatísku sögu ótrúlega góð skil í knöppu formi. Þátttakendur í ævintýrinu voru 50 manna sinfóníu- hljómsveit, níu einsöngvarar og Kammerkór Suð- urlands. Stjórnandi óperunnar, sem í Skálholti var flutt á tónleikaformi, var hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, fyrrum aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sýningar voru þrjár, en auk þess var eldri borgurum í uppsveitunum boðið á generalprufuna. Einsöngvararnir skiluðu allir sínum hlutverkum frábærlega og smellpössuðu í hlutverkin. Þóra Ein- arsdóttir sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson sem Daði Halldórsson og Viðar Gunn- arsson sem Brynjólfur biskup. Bergþór Pálsson söng hlutverk sr. Hallgríms Péturssonar. Einnig fékk Kammerkór Suðurlands mjög góða dóma fyrir sinn hluta í flutningnum. Nú hefur Íslenska Óperan tekið verkið upp á sína arma og hyggst setja það upp næsta vor og geta þá þeir, sem ekki komust á sýningarnar í Skálholti, farið að hlakka til að sjá frábært verk. Kammerkór Suðurlands Kammerkór Suðurlands hefur starfað síðan 1997 undir stjórn stofnanda síns, Hilmars Arnar Agnarssonar, þá organista og kórstjóra í Skálholti og nú organista í Grafarvogskirkju. Kemur söngfólkið víða að af Suður- landi og úr Reykjavík. Síðustu tvö ár hafa verið viðburðarík hjá kórnum. Kórinn tók þátt í Myrkum músíkdögum í febrúar 2012, þar sem hann frumflutti verk eftir ung íslensk tónskáld. Verkin voru sérstaklega samin fyrir kórinn og unnin í samstarfi við tónskáldin, þau Völu Gestsdóttur, Ragnhildi Gísladóttur, Benedikt H. Hermannsson, Möggu Stínu, Harald R. Sverrisson, Pál Ragnar Pálsson og Kjartan Sveinsson. Kórinn flutti þar einnig nýleg verk eftir Georg Kára Hilmarsson, Báru Grímsdóttur, Örlyg Benediktsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Egil Ólafsson. Jónas Sen valdi þessa tónleika sem bestu kórtónleika ársins 2012 í áramótadómi sínum. Hljóðritun þessara verka hófst svo í október 2012 og lauk á vordögum 2013. Tónskáldin tóku þátt í upptökunum og fylgdu sínum verkum eftir. Kjartan Sveinsson var upptökustjóri og listrænn stjórnandi og verður platan gefin út af Smekkleysu. Meðal annarra viðburða sem Kammerkór Suðurlands tók þátt í eru Tónlistarhátíðin Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri og tónlistarhátíðin UNM (Ung Nordisk Musik) í Skálholti, en þar voru flutt verk eftir ung tónskáld frá Norðurlöndunum. Þetta var hvorutveggja í ágúst 2012. Í apríl 2013 tók kórinn þátt í tónlistarhátíðinni Tectonics, nútímatónlistarhátíð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og kom þar fram á tvennum tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveitinni með verk eftir Eyvind Kang/ Kammerkór Suðurlands. Þóra Einarsdóttir sem Ragnheiður og Eyjólfur Eyjólfs- son sem Daði í Óperunni Ragnheiði.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.