Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 8
8 Litli-Bergþór Um og uppúr 1990 voru ýmsar hugmyndir á kreiki um hvernig væri hægt að mynda einhvern vettvang til félagsstarfs fyrir þá sem komnir væru á efri ár og farnir að hægja á sér í hinu daglega amstri, en hefðu þörf fyrir að koma saman og blanda geði við náungann. „Maður er, jú, manns gaman“. Fremst í flokki þessa áhugafólks fór Jónína Jónsdóttir á Lindarbrekku ásamt mörgum öðrum, með dyggum stuðningi séra Guðmundar Óla Ólafssonar. Haldinn var fundur í Aratungu 11. maí 1992. Þar var stofnað félag sem hlaut nafnið Félag eldri borgara í Biskupstungum. 25 manns mættu á stofnfundinn. Félagið er hugsað fyrir 60 ára og eldri, en styrktarfélagar á öllum aldri velkomnir. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Jónína Jónsdóttir og starfaði hún í 3 ár. Þá var kosinn Sigurður Þorsteinsson og starfaði hann í 17 ár og á eftir honum var kosin Fríður Pétursdóttir og starfaði hún í 3 ár. Núverandi formaður er Guðni Lýðsson og hefur hann starfað í 1 ár. Fljótlega var farið að huga að starfsemi félags- ins; hvað væri hægt að gera sér til gamans og dægrastyttingar. Leitað var fyrirmynda hjá Hrunamönnum sem höfðu orðið nokkurra ára reynslu, svo og hjá Selfyssingum. Einn félagsmanna, Ragnheiður Vilmundardóttir, hafði nokkra reynslu af útskurði í tré og bauðst hún til að segja til í útskurði eftir því sem hún hafði kunnáttu Félag eldri borgara í Biskupstungum Í Papey 14. Júní 2009. Standandi eru: Guðjón Gunnarsson, Jóhann Vilbergsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, Svavar Sveinsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Jón Karlsson, Þuríður Sigurðardóttir, Haukur Ingvarsson, Sigurður Þorsteinsson, Kristján Kristjánsson, Inga Kristjánsdóttir og Eygló Jóhannesdóttir. Sitjandi eru: Guðni Karlsson, Guðni Lýðsson, Sigurður Erlendsson, Njörður Jónsson, Lára Ágústsdóttir, Valbjörg Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Erna Jensdóttir. Við minnumst Ragnhildar og Jóns, Þuríðar, Hauks, Guðna Karls, Margrétar og Ernu, sem eru ekki lengur á meðal okkar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.