Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 30
30 Litli-Bergþór Nafngiftin Brúarhlöð virðist ekki koma fyrir í ritum fyrri alda og hvernig það er tilkomið er ekki ljóst. Ekki eru haldbærar heimildir um brú þarna, hvorki sem náttúrufyrirbrigði eða manngerða fyrr en með brúarsmíðinni 1907. Í bók sinni um Hvítá segir höfundurinn Hjálmar Bárðarson að Ölfusá/Hvítá séu taldar mestu flóðaár á landinu. Það er býsna hár sess. Þar kemur vafalaust til vatnsmagn sem þar getur komið fram og trúlega einnig allt það land sem hún flýtur yfir þegar svo gerist. Reyndar verður að undanskilja hamfarir vegna uppsöfnunar vatns undir Vatna- og Mýrdalsjökli, sem brýst fram í miklum hlaupum, sem svo kallast, en hefðbundin flóð vegna rigninga og leysinga eða ístruflana eru vafalítið hvað mest á landinu í Hvítá og Ölfusá eins og Hjálmar segir. Í blaðinu Ísafold 9. júlí 1897 greinir frá Amtráðsfundi þar sem óskað er eftir að hæfur maður skoði og geri kostnaðaráætlun um brúargerð m. a. á Hvítá hjá Brúarhlöðum. Í frétt í Fjallkonunni 26. apríl, 1900 er sagt frá sýslunefndarfundi Árnesinga, nýlegum, þar sem synjað var um styrk til Skollagrófarferju; þótti æskilegra að Hvítá yrði brúuð á Brúarhlöðum. Í grein í Þjóðólfi frá 15. júní, 1906 segir frá hugmyndum landsverkfræðingsins Jóns Þorlákssonar um vegagerð efst í Biskupstungum og Ytri-hrepp og nefnd í því sambandi brú á Brúarhlöðum. Hann segir ána þar örmjóa að eins um 25 álnir (um 16 m) og nægði þar trébrú. Ölfusá hafði verið brúuð við Selfoss 1891, en Hvítá annars ekki. Þá brú má kalla fyrstu nútíma brú á landinu (annað en trébrýr). Þótt staðurinn hjá Brúarhlöðum væri ekki miðhéraðs hafa menn trúlega horft til hans vegna þess hversu áin féll þar þröngt og á klöppum og því væri þar gott brúarstæði frá náttúrunnar hendi. Mikið stóð til sumarið 1907, en þá skyldi Friðrik VIII Danakóngur ásamt hópi ríkisþingmanna heimsækja landið. Farið skyldi í ferðalag á Þingvöll og um Suðurland. Þetta var stór hópur og er talið að hann hafi verið um 200 manns útlendingar og Baldur Þ. Þorvaldsson: Brýr á Hvítá hjá Brúarhlöðum Trébrúin hjá Brúarhlöðum 5. ágúst 1907 nýbyggð þegar Friðrik VIII Dana- kóngur með fríðu föruneyti fór þar um. Myndin er tekin á stað rétt við núverandi brú til suðurs. Vegurinn frá brúnni að austan lá áður upp hlíðina til suðurs eins og fylkingin sýnir. Myndin er tekin úr bókinni Islandsfærden frá 1907. Gamla brúarstæðið séð ofan úr brekkunni til austurs. Núverandi vegur sést lengst til vinstri. Fyrir miðri mynd má ógreinilega sjá á klapparbrúnum sitt hvoru megin leifar hleðsla undir brúarendum. Vegurinn að austan sveigði til hægri bakvið stabbann fyrir miðri mynd. Áin hefur þvegið af klöppunum öll ummerki um gamla veginn að brúnni. Bleytan á klöppunum er vegna rigninga sem stóðu yfir myndatökudaginn. Mynd BÞÞ.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.