Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 79
TMM 2012 · 1 79 Rúnar Helgi Vignisson Inniskór Ég var mættur á líknardeildina á umræddum tíma, ætlaði að taka matartímann í þetta. Tengdapabbi hafði beðið mig um að keyra sig í skóbúð til að kaupa nýja inniskó, ekki veit ég af hverju hann bað mig frekar en dóttur sína. Það var nýbúið að taka af honum aðra stóru tána og af þeim sökum og vegna annarra fótameina komst hann ekki með góðu móti í gömlu skóna lengur. Auk þess var sólinn sprunginn öðrum megin og hætt við að honum yrði fótaskortur þess vegna. Hann var ekki tilbúinn þegar til kom, þó að ég hefði lagt ríka áherslu á að ég væri tímabundinn. Það var verið að skipta um sárabindi á honum. Hjúkrunarkona stóð við fótagaflinn og virtist vera að ljúka við verkið, að minnsta kosti var kominn allstór vöndull um ristina á honum. „Nei, ekki svona!“ sagði hann. „Hvernig á ég að komast í skó svona?“ Án þess að segja orð vatt hjúkrunarkonan ofan af fætinum aftur. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að ég stóð þarna eða vegna þess að tengdapabbi var búinn að slá hana út af laginu sem henni fórst þetta heldur illa úr hendi, hún þurfti að gera margar atlögur að þessu og þegar upp var staðið og hún taldi sig hafa lokið verkinu var þetta ekki sérlega ásjálegt. „Fyrirgefðu að ég skyldi láta þig bíða, vinur,“ sagði hann. „Þetta tók bara alltof langan tíma.“ „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ sagði ég og hjálpaði honum fram úr rúminu. „Jú,“ sagði hann, „það er nógu slæmt að ónáða þig svona. Þú hefur nóg á þinni könnu.“ „Eins og ég hef margsagt þér, þá erum við jafnaðarmenn alltaf tilbúnir að hjálpa ykkur sjálfstæðismönnum í neyð.“ „Já, var það ekki!“ sagði tengdapabbi og hló við. „Eins og skátarnir.“ „Viltu ekki fara í hjólastólinn, Ragnar?“ spurði hjúkkan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.