Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 103
B e r n s k u s a g a TMM 2013 · 3 103 andlit. Þetta voru útlagarnir að koma heim úr námunum … allir líktust þeir föður mínum. Ég veit ekki hvort föður mínum þótti vænt um mig. Hvort nokkrum þótti vænt um mig. Ég á mjög fáar endurminningar … Ég sakna þeirra. Ég leita í myrkrinu og reyni að draga sem mest upp úr því. Sjaldan … örsjaldan rifjast eitthvað skyndilega upp fyrir mér sem ég mundi ekki áður. Mér finnst það sárt en ég er hamingjusöm. Ég er skelfing hamingjusöm þegar þetta gerist. Ég get ekki munað neitt um veturinn … Á veturna sat ég í jarðhýsinu allan daginn. Dagurinn var eins og kvöld. Allt í rökkri. Hvergi litarblettur … Áttum við einhverja hluti fyrir utan skálar og skeiðar? Ekki neinar flíkur … það litla sem var til var vafið inn í einhverjar tuskur. Hvergi lit að sjá. Skór … Hvað höfðum við á fótunum? Gallosíur … ég man eftir gallosíum … ég átti líka gallosíur, gamlar og stórar eins og mamma átti. Líkast til voru þær af mömmu … Fyrstu kápuna mína fékk ég á barnahælinu, og fyrstu vett- lingana. Og húfu. Ég man að í rökkrinu rétt hvítmatar fyrir andliti Vlödju … Hún liggur fyrir dögum saman og hóstar, hún veiktist í námunum, hún er með berkla. Ég er strax þá farin að þekkja þetta orð … Mamma grætur ekki … Ég man ekki til þess að mamma hafi grátið, hún sagði fátt, og síðan hætti hún víst með öllu að tala. Þegar hóstanum linnir kallar Vladja á mig: „Hafðu þetta eftir mér … Þetta er eftir Púshkín“. Og ég endurtek: „Frost og sól á dýrðardegi! En þú dottar vinur kær“. Og ég ímynda mér veturinn eins og hann er hjá Púshkín. Ég er ambátt orðsins … ég trúi orðinu skilyrðislaust … Ég bíð alltaf eftir því að hver maður fari með orð, og ég býst jafnvel við fleiri orðum frá ókunn- ugri manneskju. Ég get ennþá bundið vonir við einhvern sem ég ekki þekki. Rétt eins og mig sjálfa langi til að segja eitthvað … og svo ákveð ég að gera það … Ég er tilbúin … Ég byrja þá að segja einhverjum frá en svo finn ég ekkert á þeim stað sem ég var að tala um. Þar er auðn og tóm, minningarnar týndar. Allt í einu er komið gat þar sem þær voru. Og ég verð að bíða lengi eftir því að minningarnar komi aftur. Þess vegna þegi ég. Ég er að vinna úr öllu með sjálfri mér. Gangar, völundarhús, greni … Tuskurnar … Hvaðan fékk ég þessa pjötlur og búta? Þær eru í mörgum litum, mikið fer fyrir blárauðu. Einhver hefur komið með þetta handa mér. Úr þessum bútum saumaði ég pínulitlar manneskjur, svo klippti ég af mér hár og festi á þær og greiddi þeim. Þetta voru vinkonur mínar … Ég sá aldrei dúkkur, vissi ekkert um þær. Við vorum flutt inn í borgina en við bjuggum ekki í húsi heldur í kjallara. Á honum var einn blindgluggi. En við höfðum fengið heimilisfang, Stalingata númer sautján. Eins og hinir … eins og allir aðrir … áttum við heimilisfang. Þarna var ég að leika mér við stelpu … hún var úr húsinu, ekki úr kjallaranum. Hún gekk í kjólum og skóm. En ég í gallosíunum hennar mömmu … Ég kom með bútamennina og sýndi henni og úti á götu sýndust þeir enn fallegri en í kjallaranum. Stelpan fór að biðja mig um þá, hún vildi skipta á einhverju og þessum pjötlum. Ég tók það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.