Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 131
Á d r e p u r TMM 2013 · 3 131 umræðuefnið var innrásin í Tékkóslóv- akíu. Framsögumenn á fundinum voru Guðmundur J. Guðmundsson, varafor- maður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, Jóhann Páll Árnason heimspekingur og Sverrir Hólmarsson menntaskóla- kennari. Fundurinn var haldinn þann 5. september og á honum var samþykkt, án mótatkvæða, harðorð ályktun þar sem lýst var yfir að „ekki geti verið um nein flokksleg samskipti að ræða við ráðandi flokka innrásarríkjanna.“ Þetta var fyrsta samþykktin frá Alþýðubandalaginu þar sem sagt var alveg skýrt að engin flokksleg samskipti gætu komið til greina við þá flokka sem þarna áttu hlut að máli. Hér skal þess getið að formaður Alþýðubandalags- félagsins í Reykjavík haustið 1968 var Guðmundur Ágústsson, er útskrifast hafði sem hagfræðingur, fimm árum fyrr, frá háskóla í Austur-Berlín. Hann var einn sex flutningsmanna nýnefndrar tillögu á fundinum en hinir fimm voru framsögumennirnir þrír, sem hér voru áður nefndir, og þeir Guðmundur Magnússon verkfræðingur og Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur. Guðmundur Hjartarson var haustið 1968 formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins. Hann lagði kapp á að tryggja að allir flokksmenn Sósíal- istaflokksins, sem þar áttu sæti, styddu tillögu Magnúsar Torfa þegar greidd yrðu atkvæði um hana í framkvæmda- stjórninni. Hin einróma samþykkt fund- ar Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík 5. september létti róðurinn að því marki og einnig munaði um liðsinni Ólafs R. Einarssonar sagnfræðings, sem var yngsti maðurinn í framkvæmdastjórn- inni, en hann var sonur Einars Olgeirs- sonar, formanns Sósíalistaflokksins. Tillaga Magnúsar Torfa kom til atkvæða í framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins þann 18. september og var samþykkt þar með 10 samhljóða atkvæðum en einn maður sat hjá. Allir flokksmenn Sósíalistaflokksins, sem á fundinum voru, greiddu tillögunni atkvæði sitt, þar á meðal Lúðvík Jóseps- son, en sá eini sem sat hjá var ekki í Sósíalistaflokknum. Með þessari samþykkt var því lýst yfir að Alþýðubandalagið og stofnanir þess myndu „alls engin samskipti eða samband hafa, beint eða óbeint, við kommúnistaflokka og aðra valdaflokka“ innrásarríkjanna. Á landsfundi Alþýðubandalagsins í byrjun nóvember 1968 komu þessi mál aftur til umræðu. Þar mátti greina að ekki voru allir á einu máli og var brugð- ið á það ráð að vísa framkomnum tillög- um til úrvinnslu hjá miðstjórn flokksins á grundvelli stefnunnar sem mörkuð hafði verið með samþykkt fram- kvæmdastjórnarinnar 18. september. Á þessum landsfundi var Alþýðubanda- laginu breytt úr kosningabandalagi í formlegan og fullgildan stjórnmálaflokk og Ragnar Arnalds kosinn formaður hans. Með samþykkt miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins frá 20. nóvember sama ár var stefnumörkunin frá 18. september staðfest og fordæmingin á hernaðarinn- rás og valdaráni Kremlverja í Tékkó- slóvakíu ítrekuð. Í þessari samþykkt miðstjórnarinnar er slegið föstu að Sov- étríkin og fylgiríki þeirra hafi með inn- rásinni „brotið grundvallarreglur sósíal- ismans um sjálfsákvörðunarrétt og full- veldi allra ríkja“ og lýst yfir „að Alþýðu- bandalagið geti ekki haft stjórnmála- samskipti við flokka sem hafni í verki þessum grundvallarreglum.“ Þessi stefnumörkun frá 1968 stóð óhögguð æ síðan, allan þann tíma sem Alþýðubandalagið var starfandi stjórn- málaflokkur. Annað mál er hitt að lítill hópur manna innan flokksins reyndi á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.