Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skagablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skagablašiš

						Skagablaðið
Mynd af hluta hópsins sem gekk fylktu liði upp á íþróttavöll á þrettándanum.
Fjölmenni á álfabrennu
Metaðsókn var að álfabrenn-
unni á þrettándanum sl. mánu-
dag. Telja kunnugir að hátt á
þriðja þúsund manns hafi sótt
brennuna í góðu en köldu veðri
sl. mánudag.
ins og venja hefur verið und-
anfarin ár var lagt upp í hóp-
göngu frá Arnardal, þar sem
álfar, skessur og tröll fóru í fylk-
ingarbrjósti en jólasveinar voru
skammt undan. Alla leiðina upp
á íþróttavöll var fólk að slást í
hópinn.
Að vanda var sungið dátt og
dansað umhverfis brennuna og
þegar köstinn tók að brenna nið-
ur tók við glæsileg flugeldasýn-
ing.
Fæðingum fækkaði ’91
Alls fæddust 180 börn á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári, 24
færra en árið 1990 sem reyndar var dálítið sérstakt. Fæðingar
þá voru nefnilega fleiri en verið hafði allt frá árinu 1982. Af þess-
um 180 börnum voru 89 frá Akranesi en 91 frá stöðum utan Akra-
ness. Þrátt fyrir að fæðingum hafi fækkað um 24 á síðasta ári er
talan engu að síður há. Arið 1982 fæddist hér 201 barn, 187 árið
1983, 178 árið 1984, 175 árið 1985, 176 árið 1986, 167 árið 1987,
177 árið 1988 og 166 árið 1989.
Ovænt „hvás11 ferðamanna
Skagamenn velta því gjarnan
fyrir sér hvort Akranes sé á korti
ferðamanna. Svo virðist greini-
lega vera því á milli jóla og nýárs
kom hingað tæplega 190 manna
hópur Svisslendinga og Itala á
vegum Ferðaskrifstofu Guð-
mundar Jónassonar. Góður róm-
ur var gerður að heimsókninni og
þeim móttökum sem hópurinn
fékk.
órdís Arthursdóttir, ferða-
málafulltrúi Akraneskaup-
staðar, sagði í samtali við Skaga-
blaðið að heimsóknin hefði í
senn verið ánægjuleg og
strembin. Upphaflega var ætlun-
in að hópurinn kæmi hingað á
Gamlársdag en þar sem ekki
viðraði til flugs til Vestmanna-
eyja daginn áður var förinni
hingað flýtt um einn dag.
Sinawikkonur á Akranesi urðu
því að hafa hraðar hendur við
undirbúninginn því ætlunin var
að bjóða ferðamönnunum upp á
nýbakaðar kleinur og heitt
súkkulaði í Garðahúsinu. Þrátt
fyrir þessa óvæntu uppákomu
tókst að taka á móti gestunum á
þann hátt sem skipulagt hafði
verið að mestu, nema hvað
hliðra varð til fyrirhugaðri heim-
sókn í kirkjuna vegna jarðarfar-
ar.
Þess í stað skoðuðu ferða-
mennirnir höfuðstöðvar Harald-
ar Böðvarssonar hf. og höfðu
gaman af. Sagði Þórdís sérstaka
ástæðu til þess að þakka forráða-
mönnum fyrirtækisins velvild
þeirra og aðstoð í þessu tilviki.
Greiðasemi þeirra hefði hrein-
lega bjargað deginum.
Góð byrjun á nýja árinu
Akranes virðist svo sannarlega á góðri leið með að festa sig í
sessi sem áhugaverður staður til heimsókna á meðal útlend-
inga eins og sjá má af fréttinni hér að ofan. Nýja árið var varla
gengið í garð þegar hingað komu nokkrir franskir ferðamenn
strax að morgni 2. janúar. Þeir skoðuðu m.a. Byggðasafnið að
Görðum á meðan skammri dvöl þeirra hér stóð.
Freyfaxs að Görðum
Byggðasafninu að Görðum var þann 30. desember sl. afhent
líkan af Freyfaxa, skipi Sementsverksmiðju ríkisins. Það
voru þeir Friðrik Jónsson og Gylfi Þórðarson sem afhentu Gutt-
ormi Jónssyni, safnverði, skipið. Þetta var jafnframt síðasta form-
lega embættisverk Friðriks sem hætti störfum hjá SR um áramót-
in eftir áratuga farsælt starf. Meðfylgjandi mynd var tekin við af-
hendinguna í byggðasafninu.
Þorsteinn Hannesson, forseti Rotaryklúbbs Akraness, Sigrún Pálsdótt-
ir og Loftur J. Guðbjartsson, umdœmisstjóri Rotaryhreyfingarinnar á
íslandi.
Tímamót hjá Rotaryklúbbi Akraness strax í byijun nýs árs:
Fvrsta konan tekin inn
Blað var brotið í sögu Rotary-
reyfingarinnar á Islandi í síð-
stu viku er Rotaryklúbbur
kkraness tók inn fyrstu konuna í
reyfinguna hérlendis. Frum-
vöðullinn heitir Sigrún Páls-
óttir, 36 ára gæðastjórnandi hjá
denska járnblendifélaginu að
Irundartanga.
Með inntöku Sigrúnar í
Rotaryklúbb Akraness sló
ísland botninn í þá þróun sem átt
hefur sér stað á Norðurlöndum á
undanförnum misserum, þar sem
konur hafa gengið í Rotary-
klúbba í hverju landinu á fætur
öðru. Konur eru nú meðlimir í
Rotaryhreyfingunni víða um heim
Sjór í trillu í hófninni
^#iðvörunarkerfi í trillunni Ebba kom að líkindum í veg fyrir
W meira tjón en raun bar vitni er sjór komst í trilluna þar sem
hún lá við bryggju f Akraneshöfn aðfaranótt þriðjudags. Við-
vörunarljós á trillunni tóku að blikka er sjór rann inn í hana. Vart
varð við ljósin um kl. 4 um nóttina. Lögreglu og eiganda trillunn-
ar var gert viðvart og fljótlega var hafist handa við að dæla sjó úr
henni. Talið er að sjór hafi komist inn um botnloka.
í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar-
dóms í Kaliforníu fyrir nokkrum
árum, þar sem komist var að því
að hreyfingunni væri óheimilt að
synja konum inngöngu þar sem
það stríddi gegn jafnréttislögum
viðkomandi þjóðar.
Sigrún er ekki óvön því að
vera brautryðjandi á sínu sviði.
Hún var t.d. fyrsta konan sem út-
skrifaðist úr vélaverkfræði frá
Háskóla íslands árið 1979.
Tveimur árum síðar lauk hún
MSc prófi í faginu við háskólann
í Minnesota í Bandaríkjunum.
Hún er þó ekki fyrsta íslenska
konan sem gengur í Rotaryklúbb
því Sigríði Snævarr, sendiherra í
Svíþjóð, var veitt innganga í
Rotaryklúbb Djurgaarden þar í
landi fyrir nokkrum vikum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
4-5
4-5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10