Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 1
2. TBL. 9. ARG. FIMMTUDAGUR 16. JANUAR 1992 VERÐ KR. 150,- Framkvæmdr við HvaHjarðargöng hefjast eflir 12-15 mánuði: Endanleg ákvörðun hefur verið tekin um að Hnausaskersleiðin verði fyrir valinu fyrir jarðgöng undir Hvalfjörð. Eins og Skagablaðið hefur margsagt frá áður voru yfirgnæfandi líkur á að hún yrði valin fremur en Kiðafellsleið. Þetta eru góðar fréttir fyrir Akurnesinga. Með þessu vali aukast líkurnar á vegtengingu gangnganna við Þjóð- veg 1 vestur fyrir Akrafjall að mun. Endanleg ákvörðunar þar að lút- andi er þó ekki á döfinni á næstu misserum . ðeins er nú beðið formlegrar Lsamþykktar Halldórs urböm Blöndal, samgönguráðherra, á framkvæmdinni en stjórnarmenn Spalar hf. áttu fund með honum á mánudag. Málið fór síðan fyrir ríkisstjórn í fyrradag, þar sem það var kynnt. Rannsóknarþættinum vegna ganganna er nú að mestu lokið. Þær viðbótarniðurstöður sem fengist hafa á síðustu mánuðum hafa rennt styrkari stoðum undir þær niðiurstöður sem fengust við frumrannsóknir. Vonast er til þess að fram- kvæmdir við göngin geti hafist snemma á næsta ári eða eftir 12 - 15 mánuði. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er 3,4 mill- jarðar króna. Erlendir bankar, m.a. tveir stórbankar í Japan auk Barclays bankans í Bretlandi svo og Oppenheimer fjármögnunar- fyrirtækisins í Bandaríkjunum, hafa sýnt áhuga á að fjármagna framkvæmdina. Að líkindum verður skýrt frá framvindu þeirra mála á allra næstu vikum. Hugmyndin er að afla um 20% kostnaðarins með sölu hlutafjár í Speli hf., þ.e. um 700 milljóna króna. Afganginn, 2,7 milljarða króna, er ætlunin að fá erlenda aðila til að fjármagna. Ef marka má þau viðbrögð sem fregnin um göngin hefur þegar fengið er- lendist virðist ætla að verða auð- veldara að fjármagna þau en ráð var fyrir gert. Börn úr sérdeild Brekkubæj arskóla gera það aldeilis ekki endasleppt á myndlistarsvið- inu. Sl. sunnudag voru fjórum þeirra afhent verðlaun frá Búlgarska rauða krossinum fyrir framlag þeirra til alþjóð- legrar myndlistarsamkeppni fjölfatlaðra barna. Alls komu átta verðlaun komu í hlut íslenskra barna, þar af fóru fern til Akraness. Sannarlega glæsi- legur árangur. Þetta er í þriðja sinn sem börn frá sérdeild Brekkubæjarskóla vinna til verðlauna í þessari sömu sam- keppni. Auk Akurnesinganna fjögurra fengu þrír Vestmanna eyingar verðlaun svo og eitt barn úr Reykjavík. Frá íslandi fóru alls 59 verk í þessa keppni. Öll verkin í sam- keppninni voru til sýnis í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, frá 8. - 18. maí á síðasta ári. Verðlaunahafarnir Jón Einarsson, Kristjana Björnsdóttir, Guðmundur Örn Björnsson og Einar Sigurðs- son ásamt Gísla Björnssyni, formanni Akranesdeildar RKÍ og Helgu Garðarsdóttur, yfirkennara sérdeild- arinnar. Viðburðarikt ár framundan á 50 ára kaupstaðarafmæli Akraness: Háh'ðaidagskrá aiman suimudag Tæpast hefur það farið framhjá nokkrum Skagamanni, að Akranes á 50 ára kaupstaðar- afmæli á þessu ári. Það var þann 1. janúar 1942 að Akranes fékk formleg réttindi sem kaupstaður en fyrsta kosning til bæjarstjórn- ar fór fram 25. janúar. Bæjar- stjórn kom fyrst saman til fundar daginn eftir. Skagablaðið ræddi við Gísla Gíslason, bæjarstjóra, og innti hann eftir því hvað helst yrði á döfinni á afmælisárinu. nfmælishaldið hefst með form legum hætti sunnudaginn 26. janúar með hátíðardagskrá bæjarstjórnar í nývígðum sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. Dagskráin, sem þau Kristín Steinsdóttir, Guðmundur Vé- steinsson, Ásmundur Ólafsson og Ólína Jónsdóttir hafa undir- búið, verður flutt af Skagaleik- flokknum og hefst kl. 14. Söng- hópurinn Sólarmegin syngur við þetta tækifæri og Skólahljóm- Víða stórafmæli í ár Það er ekki einasta Akraneskaupstaður sem fagnar stórafmæli á árinu 1992. Prentverk Akranes fagnar einnig á árinu 50 ára af- mæli sínu svo og BíóhöIIin. Þá fagnar Hf. Skallagrímur því nk. fimmtudag að 60 ár eru liðin frá stofnun félagsins og síðar á árinu á Sjúkrahús Akra- ness 40 ára afmæli. Það verður því væntanlega nóg að gera í tertubakstrinum þetta árið! sveit Akraness tekur á móti gest- um með dynjandi lúðrablæstri," sagði Gísli. Hátíðardagskráin er nú á loka- stigum vinnslu og verður nánar auglýst í Skagablaðinu í næstu viku. Gísli sagðist geta lofað bæjarbúum góðri stundu annan sunnudag. Að dagskránni lok- inni yrði bæjarbúum svo boðið í kaffi og að sjálfsögðu viðeigandi afmælistertu. Gísli sagði hvern atburðinn reka annan á afmælisárinu. Gef- inn hefur verið út afmælispening- ur í 500 tölusettum eintökum sem kaupa má á bæjarskrifstof- unni. Skólar bæjarins munu á næstu vikum leggja sitt af mörk- um til afmælisársins og þá tekur íþróttahreyfingin virkan þátt í af- mælinu með mótahaldi af ýmsum toga. Ætlunin er að nýta sumarið vel til skógræktarátaks og vegleg dagskrá verður í kringum 17. júní. Hápunktur afmælisársins verður svo væntanlega í byrjun júlí er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sækir Akranes heim. „Ég leyfi mér að bera þá von í brjósti að allir Akurnesingar verði í afmælisskapi á þessu merkisári og taki virkan þátt í því sem boðið verður upp á til fróðleiks og skcmmtunar," sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri. Eldurínótt Eldur kom upp í mjölþurrkara í síldarverksmiðjunni laust eftir miðnætti í nótt. Slökkvilið var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Litlar skemmdir urðu og var vinnsla í verksmiðjunni með eðlilegum ætti í morgun. Þrátt fyrir að atvinnuleysi á landinu í desember hafi verið það mesta í 16 ár eða frá 1975 vekur það at- hygli þegar tölur yfir einstök kjördæmi eru skoðaðar að Vesturland kemur betur út en oft áður í slíkum saman- burði. Atvinnuleysi á Vest- urlandi í desember var 1,9% af mannafla. Gengið var frá sölu á Rauðsey, skipi Haraldar Böðvarssonar hf., til Húsa- víkur fyrir áramótin. Skipið hafði verið á sölu um nokkra hríð. Óhætt er að segja að hlaupið hafi á snærið hjá þeim HB mönnum í lok ný- liðins ár því samningar um sölu á togaranum Skipaskaga tókust einnig. Hafsteinn Gunnarsson hef ur verið ráðinn sem sér- stakur útbreiðslustjóri get- rauna hér á Akranesi á veg- um Knattpsyrnufélags ÍA og Körfuknattleiksfélags Akra- ness. Gengið hefur verið frá nýjum samstarfssamningi fé- laganna tveggja og er ætlunin að reyna að stórefla þáttöku Akurnesinga á þessum vett- vangi. Gunnar Sigurðsson, um- boðsmaður Olís hér á Akranesi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olís fyrir allt Vesturland. Með þessu vill fyrirtækið auka valddreif- ingu innan þess. Gunnar mun m.a. hafa eftirlit með umboðum og söluaðilum á Vesturlandi. Einnig mun hann annast eftirlit með eign- um fyrirtækisins og sjá til þess að þeim sé viðhaldið. Hann verður umboðsmönn- um og söluaðilum á Vestur- landi einnig til ráðgjafar í samræmi við þær reglur sem settar eru af stjórnendum fyrirtækisins. Skólanefnd Tónlistar- skóla Akraness sam- þykkti á fundi sínum fyrir nokkru að hækka skólagjöld um 6% frá og með 1. janúar sl. * Asdís Kristmundsdóttir frá Akranesi kemur til með að syngja annað tveggja kvenhlutverka í uppsetningu Óperusmiðjunnar á La Bo- heme í marsmánuði. „Þetta er meiriháttar og mjög spennandi," sagði Ásdís er Skagablaðið ræddi við hana. Þetta er fyrsta stórhlutverk hennar á söngsviðinu hér- lendis en hún hefur haldið nokkra einsöngstónleika.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.