Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐID \ > kemur út á hverjum virkuni degi. I Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við i ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árit. ; til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; ! 9V'2—10V2 árd. og kl. 8 —9 siðd. : ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; : (skrifstofan). i ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á : mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I hver mm. eindálka. ; í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan I ; (í sama húsi, sömu símar). ; Auðvaldið siglfirzka færist í aukana. Siglfirzkir sildarútvegsmenn ógna siglfirzkum verka- konum með útilokun frá síldarkverkun. Um nokkurt skeið hefir staðið deila á milli verkakvenna á Siglu- firði og atvinnurekenda um á- kvæðiskaup við síldarsöltun. •Samningar vo'ruj reyndir, en strönduðu. Verkakonur hafa sam- þykt 90 aura fyrir að salta og kverka í eina tunnu, en aftur á móti hafa atvinnurekendur ákveð- ið 75 aura fyrir sama verk. 1 þessu þófi hefir staðið fram á penna dag. Nú láta atvinnurekendur þau boð frá sér ganga, að þeir ráði stúlkur af Suðurlandi og viðar áð, ef verkakonur á Siglufirði ráði sig ekki fyrir 75 aura, og þá verði þær útilokaðar frá allri vinnu. Verkakonur á Siglufirði taka stóryrðahótunum þessunt með mestu stillingu og láta hvergi skelfast. Hær eru reiðubúnar aö heyja bardagann, þar til yfir lík- ur. Þær eru fullvissar um sigur í deilunni og treysta því, að stétt- arsystur þeirra hér á Suðurlandi og víðar ráði sig ekki fyrir iægra kaup en þær hafa ákveðið. í fyrra var goldið alment 1 lcr. iyrir söllun og kverkun síldar- tunnu. Nú hafa konurnar lækkað þetta kaup um 10o/p. Otvegsmenn vilja lækka um 25°/n. Allir geta nú séð sanngirnina. Á Siglufirði er þetta eini atvinnutíminn fyrir könurnar, og atvinnan getur undir mörgum atvikum orðið mjög rýr, í .fyrsta lagi, ef veiði bregst, og í öðiu Íagi, ef svo imrg*( fólk er um vinnuna, að lítil vinna komi á hverja stúlku. Þriðja ástæðan er ,sú, ef síldarkaupendur skyldu kippa að sér he.ndinni um kaup, svo að söltun yrði minni. Alt þetta getur komið á daginn, og þá er þessi ákvæðisvinna orðin lítilsvirði. Enn er þess að gæta, að atvinn- an hefst ekki fyrr en síldveiðin byrjar, og á því getur orðið bið. Það er komið undir veðri og fleira. En um leið og vinnan byrj- ar, hefst baráttan. Sunnlenzkar stúlkiír! Athugið því, hvað hér er að gerast! Af- koma ykkar allra er í veði, ef þið styðjið ekki konurnar á Siglufirði í þessari deilu! Munið, hvað samtökin giltu fyr- ir ykkur í fyrra á Siglufirði! Vinnið á sama hátt í ár! Th. Stauning forsætisráðherra Dana. Thorvalcl Stuunlng er fæddur í Kaupmannahöfn 26. október 1873. Faðir hans var P. A. Stau- ning vagnasmiður. Th. St. ólst upp h a foreldrum sínum og lærði tó- baksiðnað: Stundaði hann þá iðn, þar til hann var 26 ára gamall, en 1893 varð hann gjaldkeri í „So- sialdemokralisk Forbund“og hafði hann þá stöðu á hendi til ársins 1910, en þá varð hann formaður þess, en lét af þeim starfa 1924, er hann varð forsætisráðherra í hinu fyrsta ráðuneyti jafnaðarmanna í Danmörku. Það bar snemma á gáfum hjá Th. St„ og yerkamannafélögin og jafnaðarmannaflokkurinn nutu brátt mikils gagns af þéim. Þann- ig var hann mörg ár formaður verkamanna í tóbaksiðnaðinum og ritstjóri blaðs þeirra. Árið 1906 var hann kjörinn til fóiksþingsins í Fane-kjördæmi og var þingmað- ur þess til 1918, en þá var hann kosinn í Kaupmannahöfn. Hann hefir því setið í fólksþinginu í 20 ár. I bæjarstjórn Kaupmanna- hafnar var hann kosinri 1913 og var formaður bæjarstjórnarinnar 1919—24, er hann varð ráðherra. í Zahle-ráðaneytinu sat hann ár- m 1916—20, er vinstri menn steyptu því úr völdum. Th. Stauning hefir síðustu 30 árin haft margvísleg störf á hönd- um innan verkamannafélaganna og jafnaðarmannaflokksins. Hann hefir setið jrar i ótal nefndum, verið fulltrúi þeirra á fundum víðsvegar og á alþjóðafundum og int þau störf vel af hendi. For- maóur þingflokksins var hann frá 1910. Þegar jafnaðarmenn mynduðu stjórn 1924, var það ekki talið nema eðlilegt og sjálfsagt, að Th. Stauning yrði forseti ráðuneytis- ins, enda á flokkurinn fáum jafn- góðum á að skipa til þess starfa. Hann er vel liðinn af öllum, og enda þótt andstæðingar jafnaðar- manna hnýti í hann og ráðuneyti hans, komast þeir þó ekki hjá því að viðurkenna hæfileika hans. Hann er dugnaðarmaður hinn nlesti, góður ráðamaður, fastur fyrir og fylginn sér, blátt áfram ,í allri framgöngu og hefir ávalt tírna til þess að veita mönnum á- heyrn, þurfi menn einhvers að leita til hans. Blaðamaður er hann ágætur og hefir um Jangt skeið skrifað í „Sosial-Demokraten“; hann hefir einnig skrifað leikrit („Livets Lögne“), og var það leikið í leik- húsi verkamanna hér í Höfn síð- ast liðinn vetur og gerður að góður rómur. Þorf. Kr. Gðtufierðir. Einhver, sem segist vera athug- ull, skrifar grein í „Vísi“ 7. þ. m. um götugerðina í bæiium og tel- ur vera farið mjög aftan að sið- unum í því efni, þar sem nú sé verið að gera við Njálsgötu, Grettisgötu og Barónsstíg, og tcl- ur liggja nær, að teknar séu til viðgerðár þær götur, sem „segja má, að almenningur noti“, t. d. Fríkirkjuvegur og Vonarstræti. Hinar fyrr nefndu götur kailar hann „útjaðragötur, sem engir eigi leið um aðrir en þeir, sem við þær búa“. Þessi athuguli herra er senni- lega einn af þeim, sem malbikið troða mest í miðbænum, enda telur hann það mikla bót, að í sumar hafi Aðalstræti og Austurstræti verið malbikuð. Slíka menn kalla

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.