Ísland


Ísland - 10.07.1897, Blaðsíða 3

Ísland - 10.07.1897, Blaðsíða 3
I8LAND. 111 Þangað til hann gerir það stendur óhrak- ið það sem jeg sagði. Og jeg er hræddur um, að það verði bið á slíku svari frá honum enn um hríð. Þangað til bíð jeg átekta og kveð rainn góða vin í bróðerni. Jón ólafsson. Ameríkubrjef. Vinnipeg, 5. júní 1897. ..^ey e,r DD hefur verið frámunalega ö d tíð í allt vor, norðanstormur með frosti og jeljagangi, svo að tvísýnt er um alla uppskeru ef kuldarnir haldast öllu lengur. öras farið að faila nú mitt í gróandanum í úteingi, að sagt er. Verslunardeyfð og atvinnuleysi ákaflegt venju fremur; og útlitið því í meira lagi iskyggilogt, að því er almenn bjargráð snertir. Yfir að líta fljótlega er áferðin heldur falieg, og svipurinn heldur myndar- legur á þjóðlífinu hjer, því auðurinn er nogur, þótt þeir sjeu fáir, sem hann eíga, og framkvæmdirnar rniklar og stórkost- legar. En þegar betur er að gætt, þá sjer maður, að það eru tiltölulega fáir menn, sem eiga þetta land með öllu, sem 1 því er, og fólkinu líka. Það eru fáein- ar ákaflega sterkar afltaugar eða fram- kvæmdaöfl, sem mynda taugakerfi þjóð- iíkamans hjer, og sem ráða svo að segja öllum merkjanlegum hreyfingum, hinna ein- stöku og þjóðheildarinnar. Það eru járn- klœr auðvaldsins, sem öllu halda föstu í ákveðnum skorðum, og í ákveðnu augna- miði — til eigin hagsmuna, svo að lítt eða ekki gætir hinna veikari kraftanna, eða viðleitni einstaklinganna, hinna mörgu, i því að hagnýta sjer kosti landsins og eigin verðleika. En það meistaralegasta við þetta fyrirkomulag er það, hve vel getur sýnst fara á því. Og fólkið sjálft, sem reirt er þessum böndum, imyndar sjer ekki, að það sje bundið, og gortar af því, hve „frjálst11 það sje, eða það skoðar bönd- in sem alveg öhjakvœmileg guðleg forlög. En svo óttast jeg, að því bregði í brún, þegar sá tími kemur (en sem nú er óðum að nálgast), að það rekur sig á afleiðing- arnar í alvarlegasta stil, sem óefað verður einvaldur aðall samhliða ósjálfbjarga „skrílu. Eins og vitanlegt er, hafa margir þeirra, er hingað hafa flutt frá íslandi, farið það- au frá kuldalegum kjörum: andlegri og líkamlegri þrælkun, sulti og seyru; og er það, að jeg held, aðal ástæðan fyrir því, hve fáir flytja keim aftur hjeðan; því að satt er það, að margur hefur bætt kjör sín með því að flytja hingað frá íslandi, en þó einkum þeir, sem allra vesalastir voru heima og öllu illu höfðu vanist þar. Þeim hefur síður brugðið við til hins Iak- ara en hinum, sem höfðu haft við þolan- leg kjör að búa meðan þeir voru heima. En svo er það lika óefað mikið af því, hve fáir flytja heim, að menn hafa ekki ráð á að komast heim, þó þeir fegnir vildu; ýmist af því, að menn eru alveg eigna- lausir, eða þá af því, að þeir geta ekki komið eigum sínum í peninga. Jeg þekki t.d. einn íslending hjer í bænum, sem sár- langar heim aftur, en segist eingin ráð hafa á að komast það. Hann hefur þó lijer til umráða 3—4 fasteignir í bænum, hverja um 1000 doll. virði. Einnig þekkí jeg „ríkan“ óðalsbónda í Argyle byggð, sem hafði orð á því við mig, að sig lang- aði heim, ef hann gæti selt lömbin sín, en svo sagði hann, að það væri alveg ómögulegt að koma þeim í peninga, og munu þau þó vera virt til þúsunda af doll- urum í „hagsskýrslum" útflutningsagent- anna. En svo er líka mikið af eignalausu fólki hjer og sem allt af á í harða höggi með að hafa ofan af fyrir sjer, en sem ekki vildi fara heim hvað sem í boði væri. Það er þannig alls ekki undir því komið, hvern- ig meun komast hjer af, hvort menn lang- ar heim aftur til ættjarðarinnar eða ekki, eða hvort menn hafa trú á framtíð þessa lands eða ekki, slíkt er miklu meira kom- ið undir heilbrigðri skynsemi og náttúr- legri dómgreind. Að sönnu mun því naumast til þess að hugsa, að menn flytji hjeðan heim sem nokkru nemur. En þó væri æskilegt, að einstakir menn fyndu hvöt hjá sjer til þess að koma einhverju nytsömu til verklegra framkvæmda þar heima, eftir hjerlendum fyrirmyndum þjóðinni til heilla. — Jeg meina ekki járnbrautarlagning, eða nokk- ur slik stór „humbug", heldur eitthvað sem lyti að því að auka framleiðslu auðs- ins af jörðinni. En svo er sem stendur eingin eftirspurn eftir þess háttar mönn- um þar heima, og enda vandsjeð, hvort menn þar heima vildu nokkuð leggja í sölurnar til uppörfunar fyrir slíka menn til að tileinka ættjörðinni árangur lífs síns að nokkru leyti; þótt þeir kynnu að vera til hjer, sem fúsir væru til og færir um aðgera eitthvað til umbóta á íslandi, ef nauðsynleg skilyrði væru fyrir hendi til þess. En svo ætti að mega fara að vænta þess, að hinir betri og vitrari menn þjóðarinnar fari úr þessu að sjá önnur betri og sæmilegri ráð, til þess að afstýra útflutningi fólks af landinu, en lagalegt útflutningsbann, eða ofbeldislega hindrun málfrelsis; — og bestu ráðin til þess eru auðvitað þau, að bæta lífskjör fólksins í land- inu, svo að það fái von um framtíð lands- ins, og laungun til að lifa fyrir heill þjóð- fjelagsins. Og það sem gera þarf, er að út breiða verklega þeklcing, og koma á fót iðnaðarstofnunum; og í stuttu máli, að breyta búnaðar- og lifnaðarháttum manna almennt, samkvæmt fjárhagslega áreiðan- legum útreikningi, byggðum á ómótmælan- legri reynslu. Island erlendis. í vor flúði fjöldi bænda úr íslendinganýlendunni Shoal Lake og settust margir að í Winnpeg. Þð er svo sagt þaðan, að þar hafi í vor verið margir ísiendingar vinnulausir, eða að eins haft hlaupa- vinnu. Prá því var skýrt í vetur hjer í blaðinu, að ís- lenskur maður í Winnipeg, hr. S. B. Jðnsson hefði fundið upp nýja sláttuvjel. Nú á að sýna vjelina á sýningu þar í bænum í sumar og hafa íslending- ar vestra myndað fjelag með 1000 dollara höfuð- stól til að búa vjelina út og koma henni á fram- færi. Dessir stúdentar íslenskir tóku heimspekispróf við háskólann í fyrra mánuði: Guðmundur Björns- son, Guðmundur Finnbogason og Halldór Júlíus- son, allir með ágætiseinkunn, Árni Dorvaldsson, Edvald Möller, Skúli Magnússon, allir með 1. eink- unn, og Sveinn Hallgrímsson með 2. einkunn. Próf i guðfræði tók í f.m. víð háskólann Frið- rik Hallgrímsson biskups með 2. einkunn. Hann kom heim hingað með „Jyden“. Eitgerð eftir Bjarna Sæmundsson cand. mag. hefur nýlega birst í dönsku timariti, „Videnskabe- lige Meddelelser fra den naturhistoriske Forening i Kbhvn 1897“, og heitir sú ritgerð: „Zoologiske Meddelelser fra Island“. Frá fjallatindum til fiskimiða. Yfirdómurinn hefur nýlega dæmt i máli aust- firsku, milli Dórarins verslunarstjóra Gnðmundsson- ar og Skafta ritstjóra Jósefssonar og er málið svo til komið, að ritstjórinn bjó í hÚBÍ Dórarins, svo- kölluðu Rekdahlshúsi allt til þess í fyrra sumar; þá komu 2 stefnuvottar einn góðan veðurdag með þau boð frá húseiganda, að ritstjórinn skyldi flytja sig burt úr húsinu með þvi að húsaleiga var ó- borguð fyrir 5 síðustu mánuðina. Ritsjórinn sinnti ekki boðunum og sat kyr í 5 daga; þá ætlaði hann að borga húsaleiguna, en húseigandi vildi ekki taka við henni og afhenti Skafti hana bæjarfógeta. En nokkrum dögum síðar kom fógetinn og bar út Skafta eftir kröfu húseiganda. Hann áfrýjaði þeirri fógetagerð til yfirdómsins og er nú dómur fallinn á þá leið, að húseigandinn er dæmdur til að greiða í málskostnað 50 kr., og 1000 kr. í skaða- bætur til Skafta ritstjóra. Skipalisti. „Jason“ (59,23 sml.), skipstj. John White, kaup- skip til Bryde, „Anna“ (71,10), skipstj. Rasmus- sen, kaupskip til Thomsen frá Liverpool; „Á. Ás- geirsson" (564,25), skipstj. H. G. Gregersen, gutu- skip kaupm. á ísafirði, kom að utan og austan um land; „Nordkap“ (290,61), skipstj. Andersen, gufu- skip Zöllners og Yidalins, kom vestan um land; „Bremnæs“ (64,53), skipstj. H. A. Horsög, strand- ferðagufubátur af Austfjörðum; „Ulster“ (71,99), skipstj. John Daenison, botnverpingur; „Jyden“ (244,37), skipstj. Chr. A. Lund, aukaskip lands- sjóðsútgerðarinnar, kom frá Kaupmannahöfn. „Einar Limers“ (352,00), skipstj Hans Henrik- sen, frá Önundarfirði; „Botnia" (565,90), skipstj. C. J. Holm, Gufuskipafjelagið, kom utan að norðan um land; „Solafide" (333,22), skipatj. T. Tómesen, verslunarskip til Björns Guðmundssonar, frá Eingl. Dingmálafundur var haldinn í Keflavík 24. f.m. Fundurinn vildi ekki láta hreifa stjórnarskrármál- ið á þessu þingi nema fram kæmi frumvarp frá stjórninni er betur tryggði sjálfstjórnarrjettindi ís- lands en nú er, og var þar tekið fram að tilboði um sjerstakan íslenskan ráðgjafa vildi fundurinn hafna, ef ekki væri meira í boði. Fundurinn vildi þiggja tilboð gufuskipafjelags- ins, en hætta landssjóðsútgerðinni um tvö ár; þó eigi nema lögin úr gildi. Fundurinn skorar á þingið að fylgja þvi fram, að Faxaflói verði friðaður fyrir botnverpingum og vill þá að gerðar sjeu í móti einhverjar tilslakan- ir við þá annarstaðar. Hafnfirðingar hjeldu þinginálafund sinn 26. f.m.— Ekki gátu þeir komið sjer saman um neina tillögu í stjórnarskrármálinu. í samgaungumálinu og botnvörpumálinu voru þeir samdóma Keflvíkingum. Til þilskipakaupa vildu þeir láta verja allt að 100,000 kr. til 10 ára, er veittust vaxtalaust 5 fyrstu áriu. Sumir vildu fá gufubáta, aðrir þilskip. „Z7m fjárktáða“ heitir ritgerð, sem nýkomin er út eftir Magnús Einarssou dýralæknir. Ritgerðin er samin að tilhlutun amtmannsins í Norður- og Austuramtinu og höfðu amtsráðin þar heitið hundr- að krðna verðlaunum fyrir bestu ritgerð, er þeim byðíst um fjárkláðann. Dýralæknirinn fjekk verð- launin. Ritgeiðinni á að útbýta gefins fyrir norð- an og austan. Hún kemur og út í búnaðarritinu í sumar. Ritgerðin er vel sarain. Af því svo er fyrir sagt, að hús skuli sótthreinsa víðasthvar á landinu í sumar, þá eru reglurnar fyrir því prent- aðar upp úr ritgerðinni annarstaðar hjer í blaðinu. Nýlega er komin út ritgerð „um fishirannsóknir", skýrsla til landshöfðingja, eftir Bjarna Sæmundsson oand. mag. Dað er sjerprentun úr „Audvara“ þ á. Dar segir frá flskirannsóknum höf. næstliðið sumar, og hafði hann 800 kr. árlegan styrk frá þingi til þeirra rannsókna. Á ritg. verður nánar minnst síðar. Stjórnin hefur nú lagt til, að styrkurinn til framhalds þessum rannsóknum verði hækkaður upp í 1000 kr. á ári. Reykjavík. i Veður hefur verið gott; nokkuð rignt stundum. í dag er dynjandi regn og vindur af landsuðri. Bókmenntafjelagsfundur var haldinn á fimmtu- daginn 8. þ.m. í leikfimishúsi barnaskólans. For- seti skýrði frá hag fjelagsins undanfarandi fjelags- ár. Skuld fjelagsins hafði lækkað um 200 kr. — Timaritið og Skírnir sagði hann að bráðum væru fullpréntuð. Komið er frá Hafnard.: Landfræðis- saga Dorv. Thoroddsen II. B. 2. h. Enn er þaðan von á: Safni til sögu Islands III. B. 2. h. og hefur inni að halda ritgerð eftir Björn rektor Ól- sen um Sturlungu. Safnsheftið verður stærra en gert hafði verið ráð fyrir vegna þess, að þriðja bókin sem út átti að koma, íslensk þjóðkvæði, sem cand. Ólafur Davíðsson hefur safnað, geta ekki komið þetta ár. Dá kemur og frá Hafnard. reg- istur yfir tornbrjefasafnið. Frá Hafnardeildinni kom fram tillaga um, að leitað væri atkvæða allra fjelagsmanna um. það, hvort ekki skyldi BÍeppa Skírni framvegis. Um þetta urðu nokkrar umræð- ur og vildu margir, að Skirni væri sleppt en aðr- ir vorn móti því. Samþykkt var að leita atkv. allra fjelagsmanna. Dá var stjórnin endurkosin: forseti Björn rektor Ólsen, fjehirðir Eiríkur docent Briem, skrifari Dórhallur lector Bjarnarson og bóka- vörður Horten Hansen skólastjóri. 1 varastjórn: Stgr. Thorsteinson íorseti, Halldór Jónsson fjeh., Bjarni Jónsson skrifari og Sig. Kristjánsson bókav. Endurskoðunarmenn: Björn Jensson og Sighvatur Bjarnason. í tímaritsnefnd: Einar Hjörleifsson, Kristján Jónsson, Stgr. Thorsteinsson og Jóhannes Sigfússon. Trúlofuð eru Eggert Claesen stúdent frá Sauðár- krók og fröken Sofíía Jónassen, dóttir J. Jónas- sen landlæknis. Dr. Finni Jónssyni var haldin veisia hjer í bæn- um áður hann færi norður. Sú veisla stóð á „Ho- tel Island“ og sótti þangað flest stórmenni borgar- innar, alls 40—50 manns. Hjer eru nokkrir nefnd- ir: Forseti neðri deildar Dórhallur Bjarnarson, Hallgrímur biskup, Jón yfirdómari, Björn skóla- meistari, Halldór Friðriksson, Halldór bæjarfógeti, Steingr. Thorsteinson og margir fleiri vinir dokt- orsins, skólabræður, kunningjar og lærisveinar. Af aðkomandi voru þeir dr. Dorv. ThoroddBen, Skúli Thoroddsen, dr. Valtýr Guðmundsson, Jóhannes sýslumaður Jóhannesson og sjera Jóhann Lúter. Samsæti það var hið fjörugasta; ræðurnar voru ó- teljandi, biskup hjelt tvær, Björn Ólsen, Stgr. Thor- steinsson, Jón Jakobsson, Guðmundur hjeraðslæknir Björnsson, dr. Valtýr og enn fleiri hjeldu ræður. Dar var sungið svo dátt, að fyrir utan gluggana var krökt af fólki til veisluloka. Til matar var rjúpusteik og á eítir kaldur matur. En siðan var sest að drykkju og drukkið Whiskypúns. Loks skal þess getið, að sjera Jón Helgason sagði fyrir siðum og hjelt aðalræðuna fyrir heiðursgestinum, en Klemens sýslumaður stýrði drykkjunni. Dr. Finnur lagði á stað með konu sinni og syni á þriðjudaginn norður á leið til Akureyrar. Skautafjelagið reið út á sunnudaginn var. Dað lagði npp snemma dags og kom ekki aftur fyr en síðla um kvöldið. Riðið var upp i Kollafjörð. Dar var matur veittur og vín. Á leiðinni til baka var danaað á Ártúni. Þar stendur enn danspallur verslunarmannafjelagsins frá því í fyrra uppi í hvamminum ofan við bæinn. — Besta veður var þenna dag allan og er það nýtt fyrir skautafjelagið. Nýtt í Reykjavlk! Þegar menn haía geingíð sjer til skemmt- unar um miðjan daginn eða ákvöldin, lang- ar menn oft til að setjast niður Iitla stund og fá sjer hressingu. Þess vegna datt mjer það í hug, þegar garðurinn hjá mjer var fullgerður og jeg hafði látið reisa þar sliemmtiliús, að tilkynua það almenuingi, bæði konum og körlum, að öllum er velkomið að koma þarinn og fá sjer eitt glas afeinu eða öðru. Yeitingingm er í skemiiitihiisinu. Þar geta menn feingið: Chocolade, Llmonade, Sodavatn, nijólk á sunnudögum, Sígara og Sígarettur. -Á- znorgun, sunnudag, verður fyrsta sirm opið, kl. Q e.m. til kl. 11 og svo framvegis næstu daga á sama tíma. Aðgang fær að eins reglufólk. Bðrn fá ekki að koma inn nema J>au sjeu með fullorðnum. Inngangur inn í garðinn í 16 Aöalstræti 16. H. Andersen.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.