Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 30.10.1897, Blaðsíða 4

Nýja öldin - 30.10.1897, Blaðsíða 4
24 ingi og samkvæmara tugakerfi voru 1 peningatalinu. — Og þetta er ið eina löglega. Einn velvirtr maðr ritar oss svo: „Ég kom hér á dögunum til R.- vikr og ætlaði meðal annara erinda að segja upp blaðinu „N. N.“; ég borgaði þennan árgang að fullu, og sagðist ekki vilja hafa blaðið lengr en til ársloka. En útgefandinn sagði mér, að uppsögn mín kæmi of seint. Það þyrfti svo og svo margra mán- aða fyrirvara til þess að uppsögnin yrði tekin til greina. Mér þótti það kynlegt; en hann sýndi mér, að það stendr á blaðinu með sandsmáu letri á afviknum stað, að uppsögn sé ó- gild, nema hún komi svona mörgum mánuðum fyrir áramót til útgefanda. Ég hafði aldrei veitt þessu eftirtekt. Mér var bodið blaðið til kaups á sinni tíð skilyrðislaust, og borgaði ég þá árgang fyrirfram um leið. Ég vissi ekkert um þetta uppsagnarskil- yrði, þegar ég gerðist kaupandi að blaðinu, og hefi aldrei gengið að slíku skilyrði. Nú er mér spurn: er hægt að lauma svona upp á mig skuld- binding fyrir óákveðinn tíma mér ó- afvitandi? Er ég bundinn við að borga blaðið, ef ég neita að taka við því eftir að þessum árgangi, sem ég hefi borgað, er lokið? * * * Vér þorum óhult að ráða spyrj- anda til að neita að taka við blað- inu og neita að borga það. En gæta verðr hann þess, að neita að taka við því. Enginn maðr er skuldbundinn til að halda blað lengr en hann hefir um samið. En einhliða skilyrði útgefanda er enginn samningr, nema hann hafi skilmerkilega tekið hann fram við áskrifanda um leið og áskrifandinn gerðist kaupandi að blaðinu. Spyrjanda er alveg óhætt að láta útgefanda sækja sig að lögum út af þessu. Og nú ganga þeir á hólm út af Volta-krossinum. Hvað er Volta-krossinn? Volta-krossinn eru tvær málm- þynnur (önnur úr kopar, hin úr Zinki) með rýju á milli, vættri í vatni. — Málmþynnurnar eru gerðar í kross- lögun; en í sjálfu sér mættu þær eins vel vera kringlóttar eða ferhyrndar eða með öðru lagi. Það gerirekkert til. Þessi kross, sem erlendis er seldr á i krónu, en hér á i kr. 50 au., er svo sem 5 aura virði, ef mikið erbú- ið til af þeim í einu. Það mætti vel selja þá með góðum arði á 10 aura, ef eigi væri kostað miklu upp á að auglýsa þá. Volta, ítalskr náttúrufræðingr á 18. öld, fann, að það má framleiða raímagn með því að mynda súlu úr zink-þynnum og koparþynnum ávíxl og halda. raka á þeim. Einar tvær þynnur með votri rýju á milli fram- leiða svo lítið rafmagn, að það er sero ekkert að telja. Volta-krossinn er því húmbúgg til að svíkja pen- inga út úr auðtrúa fólki. Um petta þarf ekki að deila. A pvi leikr enginn efi. Svo ritar landlæknirinn ofrlitla aðvörun í „ísafold" og segir fólki að vera ekki að kaupa þetta fánýta svika- tál, sem hann kallar -„argasta húm- búgg". En jafnframt ámælir læknirinn harðlega hr. Jakob kaupmanni Gunn- laugssyni fyrir það, að hann hafi á hendi aðal-söluumboð á þessu húm- búggi. _________________ Svo kemr Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í næsta blaði „ísafoldar" og samsinnir þetta alt, og bætir því við, að ritstjórar blaðanna séu jafn- vítaverðir Jakobi, eða enn vítaverðari, þar sem þeir auglýsi þetta. Hitt hefir gleymzt bæði landlækn- inum og bankastjóranum, að áfella líka alla þá kaupmenn vlðsvegar um land, sem hafi útsölu á þessu „húm- búggi". Það er reyndar ekki gott að sjá, í hverju petta „húmbúgg“ er lakara en t. d. grassía („Haarlemmer-olía" eða medicamentum gratia probatum) og krón-essens, er vér þykjumst mega fullyrða að hafa séð í verzlunarbúðum Gránufélagsins, þá er hr. Tr. G. stýrði því. En aðalatriðið er það, að kaup- menn verzla í atvinnuskyni, og er það eðlilega ekki hlutverk þeirra að vera forráðamenn fólksins, heldr flytja því þaðj sem það vill hafa eða óskar að kaupa, eða hafa á boðstólum varning, sem þeir fá kaup fyrir að selja. Slíkt leiðir af eðli viðskiptafrelsis eða frjálsrar verzlunar. Sé hægt að færa lögfulla sönnun á, að eitthvert kynjalyf (t. d. Volta- kross) hafi að náttúrlegu eðli alls eigi þá eiginleika, sem því eru eignaðir í sölu-auglýsingunum, og ekki sízt ef sannað yrði, að vottorðin, sem prent- uð eru með, sé uppspuni, eða nöfn undir þeim fölsuð, þá væri víst beinn vegr til að fá þeim, sem slíkt hafa á boðstólum, refsað fyrir að svíkja út fé undir ósönnu yfirskini. Eí landlækn- irinn eða bankastjórinn, eða hver annar, sem vill vera „forsjón lands og lýða“, vildi fá dóm fyrir slíku, þá væri æfi þess kynjalyfs lokið með því hér á landi. Þá þyrði enginn að selja ósómann framar. Þetta væri þarft verk af þeim herr- um, miklu þarfara en að prédika fyrir daufum eyrum í blöðunum. Hitt nær engri átt, að áfella kaup- menn fyrir að selja löglega vöru, eða blöðin fyrir að auglýsa þennan varn- ing sem annan. „Dagskrá" leggr svo otð í belg um rnálið — ekki til að verja Volta- krossinn, sem hún játar að sé „hum- búgg", heldr til að láta læknastéttina íslenzku vita, að hún sé líka ámóta „húmbúgg" yfirleitt. Hún segir, að þeir (læknar vorir) „haugi út í fákunn- andi almúga meðalagraut", sem þeir sjálfir (læknarnir) viti vel að sé „skær- asta, tærasta húmbúgg — og ekki annað". Sjálfa þá kallar hún „vora lítt mentuðu skottuskrögga með læknis-nafnbót" og „treggáfaða, van- kunnandi plástra-pjakka". Ef nokkur maðr hefði nokkurt hugboð um, að nokkur sál væri sú við Dagskrá riðin, er nokkurn snefil hefði af nokkurri þekkingu á nokkru því, er að læknisfræði lýtr, þá væri þetta þungbær dómr um læknastéttina almennt. En því víkr nú samt líklega einhvern veginn svo við, að lækna- stéttm skríðr saman aftr eins og ánamaðkr, þó að systir vor „Dag- skrá" brytji hana í spað. „Keisarinn yfir Austrríki og kon- ungrinn yfir Ungverjalandi biðr vel að heilsa J. Ól. og tjáir honum að einkenningin hans á persónal-úníón sé ekki rétt". Þetta var í hreiðri „Dagskrár" 14. þ. m. Sé það Dagskrár-bóndinn sjálfr, sem er faðir að þessu fúleggi, þá vilj- um vér ráðleggja honum að fá sér annan hana í körfuna til hænu sinnar, og vita, hvort hún getr ekki orpið betra eggi. Vér biðjum kærlega að heilsa Austrríkis-keisara og Ungara-konungi aftr, og biðjum að segja karlfuglinum að hann sé að rugla um það, sem hann veit ekkert um. Enda er þess ekki von; hann hefir ekki þurft að fást við nein ríki, sem eru í persónal- úníón. En vitað mundu Austrríkis- keisarar á undan pragmatísku sank- tíóninni (1724) hafa, hvað þetta þýðir. Nú sem stendr eru engin ríki á hnettinum oss vitanlega í persónu- sambandi nema Noregr og Svíþjóð. Fyrir fám árum voru Holland og Luxembourg í slíku sambandi, en því er nú slitið.___________ Systir „Dagskrá" er að kvarta um, að „N. Ö.“ hafi byrjað „með óþarfa slettum og keskni til þessa blaðs" (p: „Dagskr."). — Vér höfum nú í meira en hálfan mánuð lesið alt 1.— 2. tölubl. af „N. Ö.“ reglulega á hverju kveldi í rúminu, en höfum ekki getað fundið þar aukatekið stygðaryrði til nokkurrar veru milli himins og jarð- ar. En vitaskuld — vér erum ekki eins djúpsæir eins og „Dagskrá". „Dagskr." lætr oss vita 14. þ- m. að hún sé birg af smápeningum núna sem stendr og geti »gefið til baka«. Vér samgleðjumst systur vorri yfir þessari nýju búbót; hingað til hefir hún nefnilega verið auðugust af stóru myntinni. ________ Nábúi vor fann upp á þeim fjára hér á dögunum að fara að verða fyndinn, og svo bjó hann til ið óum- ræðilega orð: að „„N.öld“ra"“ I! Eor- sjónin varðveiti oss og hann fyrir meiru af því tagi. Hann ætti aldrei að fást vio fyndni í málgagninu sínu. Það er rnögr fyndni, sem er sro þunn, að hún þoli að láta troða sér gegn um „Skráar“-gatiðl

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.