Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fram

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fram

						Útgefandi:

Hlutafélag á Siglufirði.

Ritstjórar:

Friðb. Níelsson og

Hannes Jónasson.

1. ár.

Siglufirði 19. maí. 1917.

27. blað.

777 minnis.

Pósthúsið opið virka daga 11—2 og 5—7

sunnudaga 11—12

Landssíminn opinn virka daga 8,30—2 og

3,30—8 sunnudaga 10—12 og 4—7

Bókásafnið opið sunnudaga 2—3 og mið-

vikudaga 4—5

Félagslíf.

Þar eð eg hefi nú í huga að koma

því í framkvæmd, að stofna hér ung-

mennafélag; þá vildi eg að þessar

línur yrðu til þess að ungmenni snéru

huga sínum að þessum félagsskap,

og yrði eg ánægður ef eg sæi eins

góðan árangur af þessum línum

mínum, eins og þeim fyrri.

Það sem aðalega hefir kvatt mig

til að koma þessu svo fljótt í fram-

kvæmd, er það: Að nú hefi eg heyrt

áhuga hjá nokkrum í þessa átt, og

svo finst mér það alveg óbærilegt

að um 100 ungmenni sem eru hér

og ættu öll hægt með að starfa sam-

an — ogvinnaað einhverju til góðs

og gagns —skuli ekki hafa nokk-

urn félagsskap með sér.

Þetta er að mörgu leyti fremur

skaðlegt og mjög miklu er 'kastað

frá sér á þessum árum, ef menn

reyna aldrei að styðja með öðrum

eða beita kröftum sínum í réttaátt.

Og einmitt þetta, — ef menn fara

alveg á mis vió það — getur orð-

ið til þess, að gjöra þá þröngsýna

og sérvitra, í ríkum mæli.

Aóal starf félagsins verður: Að

hlúa að öllu er má verða til and-

legs og líkamlegs þroska, og vekja

frjálsar og göfugar skoðanir.

Þetta vona eg að ætti að takast

minsta kosti að miklu Ieyti; þó okk-

ur ef til vill vanti nógu góða menn

til að leiðbeina okkur, en eg held

að við sigrum flest ilt, ef við höf-

um það hugfast að standa sem einn

maður og störíum öll í þeim anda.

Stofnfundur verður haldinn

í Bió á sunnudaginn 20. maí

kl. 6 síðd.

Eg óskaaðsemflestirsækifund-

inn, þó þeir séu ekki ákveðnir í

að gjörast stofnendur.

Guðm. Skarphéðinsson.

Fáein orÖ

tii  Sigurðar Kristjánssonar.

Rödd úr sveit.

/

Það tæki oflangan tíma að elta

uppi allar öfgar og rangan skilning

hjá Sigurði Kristjánssyni, í ritsmíði

hans í síðasta blaði Frams, þessar

línur skoðast því ekki sem svar.

Eg vil ekki neyða hann til þessað

fara á stúfana aftur, virðist synd að

tefja hann frá verkum þeim er hann

hefir á hendi nú, þau eru honum

dálítið nýnæmi, nefnilega sala á

nauðsynja vörum.

Eg þori óhræddur eins og hann

að láta lesendur Frams dæma um

okkar á milli, það er að segja þá,

er nokkra þekkingu hafa á málinu,

og ekki eru blindaðir af neinni

sérstöðu í mannfélaginu. Eitt ætla

eg þó að taka fram, að þeir sem

hafa 4000,00 kr. og máske alt að

6000,00 króna eyðslu til heimilis síns

handa 5 manns, þekkja ekkert hvað

það er, að hafa einungis 1500,00

kr. og þaðanaf minna, handa 6—7

manns. Þeir geta því trútt um talað

óhóf á noktun nauðsynjavöru, og

sparnað á þeim sviðum.

Að endingu þakka eg Sigurði

Kristjánssyni fyrir hönd lesenda

blaðsins fyrir þær upplýsingar er

hann hefir gefið þeim um fyrirætl-

anir mínar í framtíðinni, einungis

hefir honum yfirsést lítið eitt.

Eg hefi aldrei sagt honum eða

sýnt, með hvaða vörutegundir eg

ætlaði að versla, og það af þeirri

einföldu ástæðu, að eg hefi aldrei

ákveðið, að hafa verslun hér í

sumar.

Að minsta kosti það atriði í

grein hans er ðburður, sem aldrei

hefði átt að fæðast í heiminn.

H. J.

Útflutning. frá Bandarík.

TiÖ/a

hefir verið mjög hagstæð alla

þessa viku' stöðugt logn og hitar

svo snjóinn leysir nú óðum.

Útlend blöð hafa það eftir áreið-

anlegum fregnum frá Washington,

að þrátt fyrir hinn mikla kafbátahern-

að Þjóðverja, hafi Bandaríkin flutt

út vörur fyrir 551,278,000 dollara í

marzmánuði. Aðeins hefir einn mán-

uður orðið hærri n. 1. janúarmánuð-

ur í vetur, en það var líka mesta

mánaðar verzlun í sögu landsins.

Fátt er að frétta héðan markvert.

Það sem okkur bændunum hefir

verið allmikið umhugsunarefni er

fólkseklan.

Undanfarin sumur hefir víða ver-

ið svo, að á stórum ogblómlegum

jörðum hefir ekki verið annað fólk

en hjónin og börnin máske í ó-

megð. Nærri má geta hver eftir-

tekjan hefir verið. Má því svo að

orði kveða, að mörg jörðin sé í

eyði, þó á þeim sé búið að nafn-

inu til. Fólkið er orðið afardýrt og

spursmál á hvort tilvinnandi sé að

taka það, og það sem allra verst

er að margt af hví reynist lélegt

til vinnu og duglaust. Og sé dug-

legum manni borgað hátt kaup,

koma siæpingjarnir á eftir og viíja

hafa það sama. Þetta má ekki svo

til ganga, það á hver að njóta

sinna verka og því er það algjör-

lega ranglátt að borga sama kaup

þeim er sýnir áhuga og dugnað

við vinnuna og hinum sem reynist

gagnstætt.

En sem sagt, fólk er orðið svo

kröfuhátt á alla lund að slíkt þarf

að breytast til hins betra. Sem dæmi

þessu til sönnunar er, að nýskeð

bað bóndi stúlku að vera kaupa-

konu hjá sér, hún var til með þUð,

en hún vildi hafa 25 kr. á vikuna

og svo tók hún það fram að hún

vildi ekki ganga á blautt engi, ekki

þjóna manni, ekki hafa mjaltir á

hendi og ekki sinna börnum. Þetta

voru nú kostirnir. Þetta er nú

mentun og menning ísl. þjóðarinn-

ar, að fólk er ekki farið að fást til

að gjöra algeng og heiðarleg verk

jafnvel þó það setji kaup á odd.

Og von ernúað vel fari fyrirþessu

fólki, ef að því kemur að það eigi

með sig sjálft og það kann ekki

til algengrar vinnu. En þetta mál

áh't eg sé svo nauðsynlegt og þess

vert að tekið sé til ýtarlegrar at-

hugunar það, hvað komi til að fóló

vilji ekki gefa sig í góða og algenga

vinnu og með hverju móti hægt

sé að bæta vinnubrögðin í landinu.

Ekki virðast menn vera ánægðir

yfir • aukaþinginu síðasta. Virðist

ekki það hafa legið fyrir, að ekki

hefði mátt dragast þar til reglulegt

þing kom saman. Fer þetta þing-

hald alt að verða þjóðarplága, því

þar er það sama uppi á teningum

og annarstaðar:, málum flaustrað

lítt athuguðum fram og vinnubrögð

lítil en kostnaður mikill, fyrir litla

smáþjóð á erfiðum tímum.

Okkur bændunum  hefir  jafnan

verið álasað fyrir barlóm en það er

að ástæðulausu.  Hinir  svokölluðu

embæítismenn eiga hann.'.engu síð-

ur.  Má það  þó merkiíegt. heita,

þó ætla mætti að þeir sem mentun

hafa hlotið til  muna, niyndu  leiða

nýjan kjark, þreks og  manndáðar,

fram í hvern einasta afdal og út á

hvert einasta annes, þegar eitthvað

syrtir í álinn.  Enn  svo  er  ekki.

Bréfið hans Guðm.  lándlæknis  6.

des. f. á.  ti!  Stjómarráðsins  ber

þess Ijósan vott, að  það eru  em-

bættismennirnir sem emja volæðis-

sönginn út yfir  land  og  lýð.  Eg

minnist ekki að hafa séð öllu mairi

vílsöng en í áðurnefndu bréfi jafn-

vel ekki frá alira svörtustu  og erf-

iðustu tímum  þjóðarinnar. í áður-

nefndu bréfi land!. gefur hann það

fyllilega í skyn að læknisstaðan sé

ekki lengur lífvænieg  staða,  og til

frekari áréttinga orðum sinum þyk-

ist hann hafa ábyggi'eg rök  fyrir

því, að iæknar ætii sér að s!á em-

bættunum frá sér  og  að  stuuda

sveitabúskap og sjávarútveg.  Allir

sem þekkja þessar  atvinnugreinar

landbúskap og sjávarúíveg, kannast

við að því fylgir barátía  og erfiði

og mjög mikið efamál,  ekki síst á

erfiðum og viðsjálum tímum, hvort

atvinnugreinar þessar bera sig eða

ekki. — Því er þetta aðeins  vind-

bóla út í Ioftið að slá því fram, að

embættismenn  sem búnir  eru að

verja tíma og  peningum  ti! náms

og sestir í embætti, sem gefa þeim

fleiri hundruð krónur  í  íöst  laun

og álitlega  upphæð í  aukjatekjur

fari að slá embættunum frá sér og

stunda aðra atvinnu er gefa óviss-

ann arð. Og mikið tná það vera ef

læknum þætti ekki  þessar atvinnu-

greinar (landbúskapur og sjávarútv.)

»afskaplega ófrjáls og lýandi.« Menn

þurfa ekki að búast við því að hafa

upp peninga og þurfa ekkert fyrir

þeim að  hafa.  Og - hversu  ófrjáís

sem læknisstaðan kann að vera þá

hafa læknar sýnt það,  með  larídl.

í broddi fylkingar að  læknastaðan

ar ekki svo óírjáls að þeir geti ekki

jafnhliða  sint  mjog m .

störfum, svo sem setið á þingi o. fl.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 93
Blağsíğa 93
Blağsíğa 94
Blağsíğa 94
Blağsíğa 95
Blağsíğa 95
Blağsíğa 96
Blağsíğa 96