Fram

Tölublað

Fram - 19.05.1917, Blaðsíða 2

Fram - 19.05.1917, Blaðsíða 2
94 FRAM Nr. 27 Erlendar símfréitir. Khöfn 11. maí. í Bandaríkjunum hefir verið skipaður umsjónar- maður með matvæla útflutningi, skal hann fyrst skifta matvælunum milli bandamanna, og síðan afganginum milli hlutlausra þjóða. Frakkar sækja fram í Makadoníu. Khöfn 12. maí. Jafnaðarmenn vinna gegn því að alsherjarfriðar- fundur verði haldinn í Stokkholmi Khöfn 13. maí. Tyrkir hafa rekið 50 þús. Gyðinga frá Jerúsalem. Grimmar orustur standa á milli Cville og Quant. Khöfn. 14. maí. 45 þúsund Grikkir hafa nýlega gengið í lið með bandamönnum. Khöfn. 15. maí. Bretar hafa gjört svo skarpa árás á Zeebrúgge bæði á sjó og í lofti, að höfnin er talin nær ónýt sem herskipastöð. Bretar hafa náð Rolux algjörlega, eftir mánaðar- orustur. Pýski kanslarinn telur sig andvígan stefnu jafnað- armanna og íhaldsmanna í ófriðar málum, vill fara meðalveginn. Khöfn. 16. maí. Petain er orðinn yfirhershöfðingi Frakkahers. Nýtt samsteypuráðaneyti er myndað í Rússlandi. r Italir hefja sókn við mynni Tolminsárinnar. Miklar æsingar í þýska þinginu. Kanslarinn neitar að láta uppi friðarskilmála. Khöfn. 17. maí. ítalir hafa farið yfir Isovgo á fjöllum. Áköf vörn hjá Austurríkismönnum. Eftir skeytum til Rvík. Annars virðist dýrtíðaruppbót til hvaða embættismanna sem er, vera mjög ranglát meoan fátækir alþýðu- menn fá engan styrk hversu þröng sem lífskjör þeirra kunna að vera. Olúmur. Hafliði Guðmundsson hreppstjóri. Syrgir bygð í Siglulirði slingur er á braut af þingi drengur, svo að annar engi aftur hygg eg verði skaftur, gætinn stýrir mála og mætur; minnigur sanns og friðar sinni. Rrjátigu ára, halurinn hári hafði spakur, störf að baki fyrir sveit í sínum reiti, svinnur að ráðum ör að dáðum. Mildur að gulli gildur á velli get eg ei komi drengur betri. Orðhvötum með æðiskötum illa kunni hann bekk að fylla. Framsýn hyggjan ávalt ugði athöfn mesta í ró og festu, þokaði miðlungsmenna hroka meinyrtur og snirtifyndinn. Skarð er orðið fram við Fjörðinn, fleiri en mér af Rormóðseyri gleymist seint að hann er heiman, Hafliða vant á mörgum sviðum. Reifa mál yfir skemtiskálum skildi engi fyrst hann er genginn. Geld eg þökk í geði klökkur gamli vin, fyrir samfylgdina. Tjón eg kalla að ertu allur, en mig kætir hve þú varst mætur Góður drengur Iifir lengi látinn. Rví er að stöðva grátinn. Tóki. Tóbaksnautn. Blaðið »TempIar« flutti nýlega bréf frá stúkunni »Hörpu« í Bolungar- vík. Rar er meðal annars þetta: »Núna eftir nýárið fengum við alla kaupmenn hér til að undirrita loforð um að selja ekki ófermdum ungling- um neinskonartóbak. Erþaðtilraun okkar til að stemma stigu fyrir reyk- ingum barna, sem því miður þekk- ist hér of vel, þó að sumstaðar muni vera meira að því gjört.« Pennan kafla úr nefndu bréfi hef- ir einhver Hjalti gjört að umtalsefni í »Vísir« og komst þar að þeirri óefað réttu niðurstöðu, að æskilegt væri að kaupmenn um land alt, vildu undirgangast svipað loforð. En með því að hann gjörir ráð fyrir að kaup- menn máske muni bera því við, að þeir geti ekki altaf vitað hvort ung- lingarnir eru fermdir eða ófermdir, sem tóbak kaupa, leggur hann til að loforðið geti verið svona orðað. »Vér undirritaðirkaupmenn lýsum því hér með yfir, að vér munum gjöra oss far um að selja ekki nein- um ófermdum unglingum eða börn- um neitt tóbak, nema eftir skriflegri beiðni húsbænda þeirra.« Hér í Siglufirði eru óefað margir unglingar innan fermingar,sem reykja ekki síður en annarstaðar, og væri því ekki vanþörf á ef hægt væri að fá kaupmenn hér til að gefa svipað loforð, eins og kaupmennirnir í Bol- ungarvík, eða þá að minsta kosti eins og Hjalti leggur til. Tóbaksbindindisfélagið stendur auðvitað næst því að beyta sér fyr- ir slíku máli, enda treysti eg því vel til þess, því það hefir mjög góð- an og duglegan formann sem lætur sér ant um að varðveita unglingana frá óregiu og ósiðsemi. Eg vil því leyfá mér að bepda félaginu á að. gjöra tilraun í þessa átt, og efast ekki um að undirtektirnar verði góð- ar. Það er n. 1. ótrúlegt að nokkur kaupmannanna sé svo lágt hugsándi að hann ekki vilji gjöra sitt til að varðveita unglingana frá því að venja sig á tóbaksbrúkun, jafnvel þó þeir máske seidu nokkrum cigarettu pökk- um færra efíir en áður. F. Ur bænum. Afmæli 23. maí Aðalh. Tómasd. ungfrú. 24. — Valg. B. Björnsd. ungfrú 24. — Guðrún Björnsd. húsfrú 25. — Dagb. Sæmundsd. ungfrú 25. — Hólmkell Jónass. verkm. Hjónaband. Ungfrú Björg Bessadóttir og Björn Skarphéðinsson, bæði til heimilis hér í bænum, hafa nýlega verið gefin saman í hjónaband. Hákarla veiðin. Þessa viku hafa komið inn af hákarlaveiðum: »Sjöstjarnan« með 82 tn. og »Hafliði« með 58 tn. og er það ágætur afli eftir svo fárra daga útivist, enda sögðu þau bæði nægan hákarl þar fram ámiðunum. — Eins og kunnugt er fiskar »Sjö- stjarnan« hákarlinn á línu, rétt eins og þorsk, og hefirrúma lOOaungla á hverju kasti. í einni umvitjuninni hafði hún fengið 58 hákarla, eða sem næst á annanhvorn aungul,og hefir það mátt vera björgulegt, að horfa á slíka stórfiska röð. »Brödrene« heitir vélskip sem H. Söbstad á. Hefir hann undanfarið verið aðláta útbúa það tii hákarlaveiða, einnig með línu, en vélin hefir altaf verið í ólagi, svo það hefir altaf orðið eð snúa við aftur, þó það hafi lagt af stað. í fyrrinótt lagði það út síðast og er ekki komið aftur, svo vonandi er að því hafi nú tekist að komast alla leið fram í hákarlinn. Selfangarar ’ < allmargir hafa komið hér inn þessa viku norðan úr íshafi, eru nokkrir þeirra farnir út aftur en sumir liggja hér enn. — Meðal annars segja þeir svo mikinn trjávið rekinn á eyjunni Jan Mayen, að þar muni meiga fylla heilt skip, — Væri ekki rétt fyrir þá, sem bæði hafa ráð á skipum og peningum að taka þetta atriði til athugunar núna í trjávið- arleysinu. Kolaveiði hefir verið allgóð þessa viku hér á innfirðinum. Er það ekki lítil bús- björg í þessari dýrtíð. Hann er seldur á 50 aur. kgr. og þó hann hafi aldrei fyr náð svo háu verði, getur það ekki talist dýr fæða, samanborið við annan mat. Hlutavetla sjúkrasamlagsins fór fram eins

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.