Fram

Tölublað

Fram - 19.05.1917, Blaðsíða 3

Fram - 19.05.1917, Blaðsíða 3
Nr. 27 FRAM 95 HERRAR O G DÖMUR! I ef þið viljið fá ykkur verulega góða. og fallega SKO fyrir sumarið þá komið sem fyrst í verzlunina „BERGEN“ verzlunin hefir einnig hina heimsfrægu Hedebo- skó brúna og svarta. Flýtið ykkur að ná í eina! Virðingarfylst. Ferd. Jóhannsson. og auglýst var í síðasta blaði, voru það nær 700 drættir. Voru þeir dregn- ir upp á tæpum klukkutíma, og kom- ust þó ekki nærri allir að sem vildu. — Vér þökkum öllum þeim er að henni studdu á einhvern hátt. Lagarfoss Rom hingað, eins og til stóð á laugardagskvöldið var, hafði hann töluvert af nauðsynjavörum til kaup- manna hér, og kom það sér sann- arlega vel, því lítið mun hafa verið til af sumum tegundum. Lítið mun þó hafa komið af viðbiti, og er það slæmt, því alment munu menn vera því nær viðbitislausir. Kosning á einum manni í hreppsnefnd og tvo í sóknarnefnd fer fram í barna- skólanum kl. 6 í kvöld. Þar verður líklega ekkert á boðstólum af heima- tilbúnum krydduðum níðræðum um náungann; en vonandi er þó að menn sæki þennan fund ekki ver en miðsvetrarfundinn í vetur, og sýni þánnig ekki minni áhuga fyr- ir alvarlegum og friðsömum störf- um en opinberum skömmum og rifrildi. Og ekki væri síður ástæða fyrir kvennþjóðina að fjölmenna á fundinn í kvöld en á miðsvetrar- fundinn. Höfrungahla up allstórt kom hér inn á fjörðinn í morgun, var farið bæði á vélbát- um og árabátum til veiða, og lukk- aðist bátunum loks í félagi að reka heilan hóp af skepnum þessum inn í fjarðarbotn og þar á grunn. Tók þá til skothríð allsvæsinn, er mun hafa líkst stórskotaliðsáhlaupi og linti ekki fyr en öll dýrin voru dauð. Hve mörg þau eru vitum vér ekki, því þetta gjörðist rétt áður en blað- ið fór í pressuna. Spádómur. Maður nokkur heitir Gabriel Neith, og er stjörnufræðingur, ritstjóri, rit- höfundur og fyrirlesari. Maður þessi spáði ýmsu fyrir ár- ið 1916, og hefirmargt af því kom, ið fram. Hann hefir einnig spáð fyrir 1917, og setjum vér hér nokkra af þeim spádómum. 1. Meiri viðburðir verða í heim- inum árið 1917 en nokkru sinni áður. Verða þeir bæði af völd- um náttúrunnar og mannanna. 2. Stríðið heldur áfram til 1918, þá getur friður komist á að sumr- inu. 3. Mikil breyting verður í heim- inum nálægtjafndægrumaðhaust- inu; verður þá mikil ábyrgð lögð- á herðar Bandaríkjunum. Eftir að Mars er liðinn, fær forsetinn á kveðið fylgi þjóðarinnarí alþjóða- málum 4. Fyrstu vikuna í Ágúst breytist ef til vill hugur þjóðanna í Ev- rópu viðvíkjandi stríðinu, en ef friðarsamningar takast ekki ,færist blóðaldan yfir ný svæði. 5 Rekking á guðlegum hugsun- um vekur að líkindum nýja stefnu í skáldskap og leikaralist. 6 Stjörnuteikn þau er hafa áhrif á keisarann. spá honum veik- indum, og ef til vill slysum. 7. Georg Bretakonungur er und- ir þeim áhrifum, er boða hætt- u að því er heilsu og líf snertir. Lögb. Endurreisn Frakklands. Nokkurra manna nefnd frá Ame- ríku hefir nýlega heimsótt Frakk- land til þess, að athuga möguleg- leika á þátttöku Bandaríkjanna í því að byggja upp aftur hin eyðilögðu héruð þar. Nefnd þessari taldist svo til, að full 750 þorp og bæir væru alveg eyðilagðir, og að 2250 bæir og þorp, sem nú eru í höndum Þjóðverja, munu verða að meiru og minna Ieyti eyðil. Nefndinni reikn- ast svo til, að aðeins í Frakklandi rnuni koma til með að vanta 1,500,000 manns til vinnu, þegar hinu mikla uppgjöri er lokið, og býst hún því við að nota verði vélar í stað vinnu- fólks meira en nokkru sinni áður hefir verið. Hinn svokallaði Dýravinur. Ekki svaraði eg honum fyrir það að mig bíti nein sök fyrir meðferð á hestum. En sem verkstjóri við fyrgreinda yinnu, gat eg ekki tekið rógi hans og álygum þegjandi. En ráða vil eg honum að lesa upp ritsmíði sína í 23 tölubl. »Fram,« því hann hefir sjáanlega verið bú- inn að gleyma henni þegar hann ritar í 25 tölubl. því þar ber hann á móti kaflanum sem byrjar svona. »Pað var um flóðtíma o. s. frv.« Fer því upp á land og finnur þar sandblett, nenni ekki að elta hann lengur, get búist við honum næst þegar hann fer af stað uppí Hvann- eyrarskál eða út á landsenda. Og eftir niðurlagi seinni greinar hans að dæma, get eg búist við honum eins langt frá deiluefni okkar, eins og austrið er frá vestrinu. En það get eg fullvissað hann um þótt hann færi að taka bann- lögin og brot á þeim, — náttúr- lega til að fága sig, en sverta aðra. — þá verður það ekki einu sinni Pílatusar-þvottur, hvað þá betri. Mun ekki eyða rúmi í »Fram« til að munnhöggvast við hann meira, þótt eg ef til vill gæti stungið upp í hann dúsu. Guðm. Bíldahl. S I L K I margar teg. nýkomið í verzlun Helga Haflíðasonar Ný komið: Gerduft Eggjaduft Búðingsduft Syltetöj Pickles Bayerskar pylsur Grænar baunir Steikt nýru KjötboIIur Leverpostej Súputeningar o. m. fl. í v e r z I u n Sig. Kristjánssonar. Sam tíningur. Olga, elsta dóttir fyrverandi Rússa- keisara, varð brjáluð þegar stjórn- arbyitingin skall á. Á tímabilinu 11. febr. til 31. marz varð herkosnaður Breta 130 miljón- ir króna á dag, og var það með lang mesta móti. í Bretlandi var klukkunni flýtt um 1 tíma á páskunum, og verður seink'- að aftur 17. sept. Pegar Pjóðverjar urðu að hörfa til baka í Frakklandi við Bapaume og Péronne, eyðilögðu þéir alt er þeir gátu á því svæði er þeir fóru Handsápur Og Pvottasápur nýkomnar í Snorrabúð. Sauðskinn fást í Snorrabúð. Lögrétta er stæðsta blað áglandinu er fjölbreyttasta blað á land- inu er fróðlegasta blað á land- inu. Árg.^minst 60 blöð, kostar kr. 7,50 og fæst hjá Friðb. Níelssyni. yfir. Hvert tré var höggvið, jafnvel ávaxtatré. Pað er skiljaniegt, að þessi óþarfa eyðilegging vakti gremju og reiði hjá frakkneskum hermönn- um. Svona aðfarir hafa meiri áhrif en snjöllustu ræður hershöfðingja, og langar blaðagreinar, og gera betur enaltannað frönsku þjóðinni skiljan- legt að þeir óvinir, er fremja slrkt athæfi, verða að bíða ósigur, ef nokkurn- tíma á að verða íriður á jörðu. Hið nýja rússneska ráðaneyti sam- anstendur af þessum mönnurn: C. Lvoff, innanríkis- og forsætisráðh. Miljukoff, utanríkisráðherra. Gutchkoff, her- og flotaraálaráðh. Tereshtchenkó, fjármálaráðherra.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.