Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fram

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fram

						126
FRAM
Nr 35
Erlendar símfréttir.
Khöfn 14. júlí.
Bretar segja að flugvélar sínar hafa nær því eyði-
lagt vopnaverksmiðju Krupps í Essen.
Pýski kanslarinn er farinn frá.
Sókn Rússa er óstöðvandi.
Eftir skeytum til Rvík.
ísbreiðurviðmiðjarðarlínu
og hitabeltisloftslag í heimskauta-
löndunum.
Nú á tímum ma segja svo að öllu
sé snúið við frá því sem áður hef-
ir verið. í sögu, náttúrufræði og nær
því hvert sem vér snúum oss gild-
ir það, að það sem áðurvargott og
gilt, er útskúfað, en það sem var
hlegið að, sett í öndvegi. Vérvenj-
umst smátt og smátt við þessar
breytingar, en þó undrumst vér, við
að heyra, að nú á að fara að hafa
endaskipti á jarðarhnettinum. Þeir
vitru menn sem aldrei geta látið oss,
og þann skilning er vér höfum haft
á ýmsu, í friði, segja: »Einu sinni
höfðu heimskauta löndin hitabeltis-
loftslag, en við miðjarðarlínu var
ísi þakið,«
Ástæðan fyrir.þessari nýju kenn-
ingu, er aðallega mikilsverðar upp-
götvanir Scott-Ieiðangursins í heim-
skautalöndunum. Kommandör Evans
segir frá því í skýrslu sinni, að dr.
Wilson og lautenant Bowers hafi á
Buckley eyju, þar uppá jökultindi,
náð í töluvert af sandsteini, og í
honum hafi verið dyra steingjörving-
ar og kol. Seinna komu þeir til
Claudmaker Mauntoin, og fundu
þar kalkstein með steingjörvingum
frá enn þá eldri tímum. Þessi kola-
fundur svo nærri suðurheimsskaut-
inu, er mjög markverður, því hann
sýnir, að heimaskautsmeginlandið,
hefir áður haft alt öðruvísi loftslag
en nú. Kolalög jarðarinnar eru rnynd-^
uð af fortíðarjurtum er líktust burkn-
um og þær gátu að eins vaxið í
votlendum jarðvegi við mikinn hita.
Svo segja þeir hálærðu, sem vér
stöðugt höldum oss að.
Steingjörvihga nir, í miðju heims-
skautsmeginlandinu, sýna ennfremur,
að dýralífið héfir áður fyr verið mjög
margbreytt þar. Vér vitum ennþá
ekki um öll þau dýr. er þar hafa
lifað, en þær skýrslur sem hingað til
hafa komið fram, segja að þar hafi
verið spendýr og stór ianddýr.
Nú nær dýralífið í þessum lönd-
um einungis yfir íægstu myndir, svo
sem skordýr, og þó fátt af þeim.
Meðfram ströndum eru mörgæsir og
selrr, en þessi dýr lifa að mestuleyti
í sjónum, þar fá þau fæðu sína.
Nokkrar krabba tegundir eru þar sem
hafa þolað kuldann,' en að þessu und-
anteknu, þegar fiski tegundunum er
slept, sést íítið af hinum fjölskrúðuga
dýralífi sem steingjörvingarnir benda
á að eittsinn hafi verið á þessum
stöðum.
Ef vér snúum oss frá suðurheims-
skautinu til norðurheimsskautsins,
sést mismunurinn ekki eins fullkom-
lega, mest vegna þess, að þar er
ekki land, heldur ísiþakinn sjór. Pó
benda kolin á Spitsbergen til þess,
að þar hafi eitt sinn verið heitara
loftslag en nú, og svo er með fleira,
en það sem fundist hefir er svo
langt frá sjálfu heimsskautinu að ekki
er hægt að draga ems ákveðnar á-
lyktanir af því, og því sem fundist
hefir í sjálfum heimsskautalöndunum.
Fundir þessir í heimskautalönd-
unum, og greinileg merki, sem fund-
ist hafa um að ísöld hafi verið við
miðjarðarlínuna benda til, að á löng-
uliðnum þroskatímabili jarðarinnar,
hafi alt verið öfugt við það sem nú er.
Sem skýring á þessu hafa aðallega
komið fram tvær ástæður:
1.  að möndull jarðarinnar hafi
breytt afstöðu sinni eftir því sem
tímar liðu, og hinir ýmsu partar
hnattarins átt við misjafnan sólar-
hita að búa.
2. að kraftur hitans á yfiiborði
jarðarinnar hafi breyst, þó möndull
hennar hafi ekki breytt afstöðu sinni,
Með og móti þessum kenningum
má margt segja, en hér skal aðeins
minst á hina síðari. F>að hefir verið
reynt að skýra hana á þann hátt,
að þeir tímar hafi verið, að sólin
var ekki hin eina hita uppspretta jarð-
arinnar, ogjarðhitinn hafi haft mikla
þýðingu, jafnvel á yfirborðinu. Jafn-
framt hafi jörðin að líkindum verið
umvafin þykkum skýbólstrum, sem
hafi dregið úr sólarhitanum.
Hafi þessu verið þannig varið er
hægt að hugsa sér að yfirborð jarð-
ar, að því er snertir hálendi og lág-
lendi hafi haft mikil áhrif á hvernig
hitinn skiftist á hnettinum einnig að
því er snertir loftslagið.
Það, að kenguru lifir að eins í
Ástralíu, lamadýr í suður Ameríku
ísbirnir einungis í löndum kringum
norðurheimsskautið, dýr af nauta-
ættum einungis á norður hélming
hnattarins, og margt fleira bendir til
að ýmsar dýrategundir séu upp-
runnar frá heimsskautalöndunum, og
hafi dreifst þaðan yfir jörðina. Þar
sem hindrun var til útbreiðslu svo
sem frá Astralíu voru tegundirnar
bundar við ákveðna staði.
En hvernig gat líf breiðst út frá
heimskautalöndunum, ef þau voru
O L f U P I L S
svuntur og ermar
best og ódýrast í
verzlun
Jens Eyjólfssonar.
Eg undirritaður  skrifa mig  hér-
eftir Benedikí Jónsson frá Flat-
ey. — Pá sem þurfa að skrifa mér,
bið eg því að skrifa mig þannig.
Benedikt Jónsson
Siglufirði.
Saftin
komin aftur í verzlun
Jens EyjóJfssonar.
Úrsmíðastofa Siglufjarðar.
aðgjörð á Úrum, Klukkum, Barom.
G. Samúelsson.
Verzlunin  Berg-en.
er besta og ódýrasta verzlunin í
bænum.
P-r-í-m-a  S-a-I-t-k-j-ö-t
nýkomið langódýrast í
verzlun Jens Eyjólfssonar.
köld oggróðurlaus? Sú hindrun hverf-
ur alveg ef ætla má, að þau lönd
hafi eitt sinn í fyrndinni haft hita-
beltis loftslag og gróður. Þegar svo
ísöldin kom hröktust dýrin þaðan
til miðjarðarlandanna, sem nú höfðu
fengið hlýtt loftslag. Nokkrar teg-
undir fóru yfir miðjarðarlínuna, og
dreifðust yfir hinn helming hnattar-
ins, strönduðu við ýmsar hindranir
svo sem höf, fljót, eyðimerkur og
annað er varð á vegi þeirra.
Enn sem komið er vantar mikið til að
þe ím rannsóknum sé lokið, er Scott-
leiðangurinn og það er hann safn-
aði, hefir í för með sér. Vér verð-
um að bíða með áhuga eftir þeirri
vísindalegu niðurstöðu sem rann-
sóknararnir komasf að, þegar búið
er að ganga í gegnum alt.
Það sem hér er framsettmá ekki
skoða sem fasta staðreynd heldur
sem mögulegleika, sem byggist á
líkindum.
H. j.
Vestu og Ceres sökt.
í morgun kom skeyti til Reykja-
víkur um að Vestu og Ceres hafi
verið skotin niður. Ceres var á leið
til íslands og Vesta^á Ieið til Engl.
Standmynd
af Hafliða sál. ætla Norðmenn að
reisa einhverstaðar hér á eyrinni að
stríðinu loknu. Eru þeir byrjaðir að
safna frjálsum samskotum til þess
meðal þeirra er hér hafa verið. Ó-
ráðið er enn úr hverju myndin verð-
ur og hve stór, á það að fara eft-
ir þvi hve mikið safnast. Talað hef-
ir verið um að setja myndinafram-
an við hús hans eða þá  þar sem
kirkjan stendur nú, ef hin tilvon-
andi nyja kirkja verður sett annar-
staðar.
Yfirlit
yfir fjárhag Iandsins  1. jan.  1917.
Eignir.
Kgl. rikisskuldabr. kr.
Bankavbr. 2. fl. veðd —
Skuldabr. f. lánum —
Óveðb. bankavbr. —
Hlutir í Eimskipafél. —
í Landsbankanum —
Ritsíminn         —
Ræktunarsjóðurinn —
Fiskiveiðasjóðurinn —
Landhelgissjóð.
315,000,00
110,000,00
1,435,726,00
1,011,300,00
100,000,00
300,000,00
2,312,754,00
462,000,00
304,000,00
84,388,00
Kr. 6,435,168,00
Skuldir.
Lánfrál608. ritsl.  kr.   266,666,66
»  3  1909. bvbr.  — 1,125,000,00
»  »  1912.  do   -   220,833,33
«  «  1912.Rvhöfn—  366,666,66
«  «  1913. ritsl.   —   474,496,65
»  »  1916. loftskl. —   100,000,00
Kr. 2,553,663,30
Skuldlaus eign er því  3,881,504,70
F'jóðverjar hafa nýlega látið reisa
aflmikla Ioftskeytastöð í Argantínu,
í nánd við Buenos Aires. Er talið
víst að þeir ætli aðallega að nota
hana til þess að gefa kafbátum og
víkingaskipun bendingar um sigl-
ingar í Suður-Atlandshafinu.
Frá Firinlandi hefir það verið sím-
að til breskra blaða að Japanar hafi
boðið Rússastjórn hjálp sína til þess
að koma skipulagi á her Rússa og
stjórnarfyrirkomulag.
Siglufjarðarprentsmiðja.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 125
Blağsíğa 125
Blağsíğa 126
Blağsíğa 126