Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fram

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fram

						Útgefandi:
Hlutafélag á Siglufirði.
Ritstjórar.
Friðb. Níelsson og
Hannes Jónasson.
1. ár.
Siglufirði 11. september. 1917.
43. blað.
Alþingi.
Hækkun á tekjuskatti.
Fyrir nokkru kom fram tillaga í
•þinginu um að loka öllum skólum
þeim er star'fræktir eru á landsins
kostnað, en nú er önnur tillaga enn
vitlausari komin fram, en hún er um
það að banna alt skólahald á land-
inu í vetur, þar með taldir allir barna-
og unglingaskólar. Næsta ótrúlegt
virðist að hugmynd þessi fái fram-
gang.
Feld frumv. og tekin aftur:
19. Um aðflutningsbann á áfengi.
(Frumv. þeirra Péturs Jónsson-
ar og Jóns á Hvanná.)
20. Um breyting á lögum um Sam-
ábyrgð fslands á fiskiskipum.
21. Um að verkamönnum híns ís-
lenska ríkis skuli reikna kaup í
landaurum.
22. Um sölu á þjóðjörðinni Höfn-
um í Húnavatnssýslu með hálf-
um Kaldrana.
23. Um forkaupsrétt landssjóðs á
jörðum.
24.  Um heimild fyrir landsstjórnina
til að selja nauðsynjavörur und-
ir verði. (Frv. Jör. Br.)
26. Um dýrtíðarstyrk. (Frv. O. Sv.)
27.  Um stofnun útbús frá Lands-
bankanum í Árnessýslu. (Vísað
til stjórnarinnar.}
28. Um útbú frá Landsbankanum í
Suður-Múlasýslu. (Vísað til stj.)
29. Um einkasölu landssj. á sementi.
30. Um stimpilgjald.
Afgreidd iög:
10. Um kynbætur hesta.
11. Um stofnunalþýðuskólaáEiðum
og afhendingu Eiðavegar til
landssjóðs.
12. Um þóknun til vitna.
13. Um breyting á lögum um sjúkra-
samlög.
14.  Um breyting á og viðauka við lög
um stofnun Ræktunarsj. íslands.
15. Um breytingu á lögum um um-
boð þjóðjarða.
16. Um framkvæmd eignarnáms.
17.  Um seðlaaukning íslandsbanka.
18. Um mæli og vogaráhöld.
Fjárhagsnefnd neðri deildar hefir
samið og lagt fyrir þingið frumvarp
um breyting á tekjuskattslögunum
frá 1877.
Frumvarp þetta hefir vakið all-
mikla eftirtekt og óánægju einkum
meðal útgerðarmanna, enda fer það
fram á afarmikla hækkun á tekju-
skattinum frá því sem núgildandi
lög mæla fyrir. Oss þykir því rétt
að geta frumvarpsins nokkru nánar.
Samkv. núgildandi lögum er tek-
jum manna skipt f tvent: tekjur af
eign og tekjur af atvinnu. Báðar eru
tekjurþessarskattskyldar, en þó dálít-*
ið misjafnt.
Tekjur af  eign.
Samkv. lögum Samkv. frumv.
Af  1. þús. 40 kr.     40 kr.
»  2.  —  40 —     50 — .
» • 3.  —  40 —     60 —
»   4.  —  40 —     70 —
»   5.  —  40 —     80 —
»  6.  —  40 —     90 —
»  7.  —  40 —    100 —
»  8.  —  40 —    110 —
»  9.  —  40 —    120 —
»  10.  —  40 —    130 —
»  11.  —  40 —    140 —
»  12.  -+40-    150 —
og svo 150 af hveriu  þús. úr því.
Tekjur af ítvinnu.
Samkv. lögum. Samkv. frumv.
Af 1. þús. ekkert ekkert
» 2. þús. 10 kr. 10 kr.
» 3. þús. 15 kr. 15 kr.
Siðan er frumv. samhljóða lögunum
þannig að skatturinn hækkar um 5
kr. af hverju þúsundi uns komið er
yfir 7 þús. Lögin gjöraráð fyrir að
af 8. þús. sé borgað 40 kr. og svo
40 kr. af hverju þúsundi úr því, en
frumvarpið fer fram á að skatturinn
haldi áfram að hækka með sömu
hlutföllum uns komið er yfir 29 þús.
Pannig leggur frv. til að af þrítug-
asta þúsundinu sé greiddur 150 kr.
skattur og svo 150 kr. af hverju
þús. kr. úr því.
Maður sem hefir 30 þúsund kr.
tekjur af atvinriu sinni á samkvæmt
lögunum að greiða 1055 kr. tekju-
skatt, en samkv. þessu fruinvarpi
2320 kr. En maður, sem hefir 100
þús. kr. tekjur greiðir samkv. lög-
unum 3855 kr. en eftir frumvarpinu
12820 kr.
Pá leggur nefndin til að atvinnu-
skatt skuli einnig greiða af land-
búnaði og sjáfarútvegi.
Frumvarpinu er ætlað að ná til
tekna manna fyrir árið 1916, en
skattur af þess árs tekjum greiðist
fyrst á manntalsþingi næsta vor.
Enda mun frumvarpið meðfram vera
til orðið til þess að ná hærri skatti
af hinum mikla gróða einstökumanna
það ár.
Jafnvel þó frumvarpið virðist ekki
ósanngjarnt í eðli sínu, að því leyti
að skatturinn fari hækkandi með
hækkandi gróða, þá getum vér þó
ekki fallist á það atriði, að það nái
til tekna ársins 1916, og jafnvel ekki
heldur 1917, og það af tveim á-
stæðum.
Fyrri ástæðan er sú, að efamál er
hvort Ieyfilegt er að nema úr gildi
lög, sem fult giidi hafa haft alt fram
í ágústlok 1917, og setja önnur í
staðinn sem ekki aðeins gilda fyrir
1917, heldur líka fyrir árið 1916.  .
Með því móti er mönnum gjörð-
ur sá óréttur, sem naumast verður
réttlættur. Pað má ekki minna vera
en menn viti hve mikið af ágóða
eða atvinnu sinni þeir eiga að gjalda
í landssjóðinn það og það árið.
Hin ástæðan er sú, að þeir sem
mest græddu 1916, og hækkunin
kæmi því mest niður á, þeir hinir
sömu hafa orðið fyrir mestu tjóni
í ár, og sumir^svo, að meiru nem-
ur en ágóðanum 1916.
Alþingi hafa þegar verið send
mótmæli gegn frumvarpinu,'bæði úr
Reykjavík, frá Akureyri og héðan
úr Siglufirði, og líklega víðar að þótt
oss sé ekki kunnugt um það.
>Stavangerfjord.<
í sumar hljóp af stokkunum í
Birkenhead á Englandi skip, sem
þar var smíðað fyrir norsku Ame-
ríkulínuna. Var það vatni ausið og
nefnt »Stavangerfjord.« Pað er 550
fet á lengd og 64 fet á breidd og
mun vera stærsta skip Norðmanna.
Hásetar á því eru 250 að yfirmönn-
unum meðtöldum. Pað hefir farþega
pláss fyrir 1306 manns og rúmar2
þús. smálestum meiraen »Kristiania-
fjord,« sem áður var stærstaskipið.
Hvenær skyldu íslendingar eignast
annað eins skip?
Hversveg-na eru
bannlögin brotin.
Mikið hefir verið ritað og rætt
um það í seinni tíð, hversu mikið
og hversvegna lögin um aðflutnings-
bann á áfengi væru brotin. Hefir
í deilu þessari bólað á margskonar
skoðunum og harla sundurleitum.
Eigi að grafa fyrir orsakir þess-
arar þjóðarhneisu, bannlagabrotanna,
sem ekki er hægt að ganga fram
hjá, þó margir gjöri þar úlfalda úr
mýflugu, verður að taka málið frá
rótum og leitast við að gjöra sér
ljóst: 1. Var þjóðinni þörf ábann-
lögunum. 2. Rekur nokkur nauð-
syn til bannlagabrota, og séu þessi
tvö atriði orðin ljós fyrir manni, er
fyrst hægt að leita eftir Iausn þriðju
spurningarinnar. Hversvegna eru
bannlögin brotin.
Skal eg leitast við að drepa á
þessi atriði, þó það hljóti að verða
flýtisverk og mörgu verði að sleppa
sem kastað gæti allra skærustu Ijósi
yfir málið, einkum seinasta atriðið.
.,__».•'»•   •    Lítum við aftur
Var pjobmm  ,       ,,  ...
ují-p x  u~     i timann þo ekki
porf á bann-   ,.  .  ' *   .
iögunum. sélangtfanð,get-
ur okkur ekki dul-
ist að drykkjusaga þjóðarinnar er
alt annað en saman hangandi keðja
sólbjartra daga yfir guðaveigum og
skáldaskvaldri. Pað má heita svo, að
hvar sem við lesum frásagnir um
helstu menn þjóðarinnar, verður
fyrir okkur sama hrygðar sjóninn,
þrælsvetk ofdrykkjunnar. Og engin
þarf að efa það, að ástand alþýð-
unnar hefir verið eftir því í þessu
efni. Spillingin kom ofan frá, sem
kallað er, pg almúginn fetaði trú-
lega í fótspor »heldri mannanna« á
drykkjubrautinni, þó seint gengi að
fá hann til að taka það eftir, er betra
var til eftirbreytni. Bindindisstarfsemi
þektist hér lítið, fyr en Goodtempl-
ara reglan tók til starfa seint á síð-
ustu öld. Og þrátt fyrir það, að
reglunni yrði töluvert ágengt í bind-
indisáttina, var drykkjuskapur á svo
háu stigi, að þjóðinni var oft til
stórrar vanvirðu og óútreiknanlegs
skaða. Um það mál þarf ekki að
fjölyrða hér. Hver hugsandi maður
getur dæmt sjálfur um málið af
þekkingu og reynslu, ef hann á
annað borð lætur skynsemi  og ró-
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 155
Blağsíğa 155
Blağsíğa 156
Blağsíğa 156
Blağsíğa 157
Blağsíğa 157
Blağsíğa 158
Blağsíğa 158